Föstudagurinn 20. maí 2022

Sunnudagurinn 18. nóvember 2012

«
17. nóvember

18. nóvember 2012
»
19. nóvember
Fréttir

SAS: Taugastríð milli stjórnar og starfsmanna um framtíð félagsins - frestur lánardrottna að miðnætti

Undir kvöld sunnudaginn 18. nóvember magnaðist orðrómur um að slitnað hefði upp úr viðræðum um framtíð SAS-flug­félagsins. Danmarks Radio sagði að viðræðurnar gengju „verulega illa“. Frestur til að kynna leið til að leysa fjárhagsvanda félagsins rennur út á miðnætti 18. nóvember. Stjórn félagsins fék...

Danmörk: Venstre frestaði ákvörðun um „fyrsta frambjóðanda“ til ESB-þingsins

Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre-flokksins í Danmörku, segir að Jens Rohde, ESB-þingmaður, verði „fyrsti frambjóðandi“ flokksins til ESB-þingsins í kosningunum árið 2014. Ákvörðun um málið var hins vegar frestað á fundi flokksforystunnar um helgina. Talið var að Jens Rohde hefði brotið brýr a...

ESB: Átakafundur um langtíma fjárlög í vikunni - tekist á um sparnað á niðurskurðartímum

Ný vandræði munu steðja að Evrópu­sambandinu næstu daga þegar boðað hefur verið til auka-leiðtogafundar til að taka afstöðu til langtíma-fjárlaga sambandsins. Allt bendir til að viðræður leiðtoganna um málið verði árangurslausar þótt reynt verði að gera sem minnst úr ágreiningi einkum af hálfu framkvæmda­stjórnar ESB sem á mest undir að útgjöld aðildarríkjanna til sambandsins hækki á næstu árum.

Grikkland: 20 þúsund minntust uppreisnar námsmanna 1973

Um 20 þúsund manns tóku þátt í tveimur göngum til að minnast uppreisnar námsmanna gegn herforingja­stjórninni í Grikklandi árið 1973, að því er fram kemur á ekathimerini. Það voru samtök námsmanna og vinstri sinnaðra samtaka svo og Kommúnista­flokkurinn, sem stóðu fyrir göngunum. Um 7000 lög­reglumenn voru á vakt í Aþenu af þessu tilefni.

Ný könnun Observer: 56% Breta vilja yfirgefa ESB-meirihluti fyrir brottför í stóru flokkunum

Ný skoðanakönnun, sem brezka sunnudagsblaðið Observer hefur látið gera og birt er í blaðinu í dag sýnir að 56% brezkra kjósenda vilja yfirgefa Evrópu­sambandið.

Ed Miliband: Sumar röksemdir gagnrýnenda ESB eiga rétt á sér

Ed Miliband, leiðtogi Verkamanna­flokksins í Bretlandi segir að ekki megi hafa röksemdir efasemdarmanna um Evrópu­sambandið að engu vegna þess að í sumum tilvikum hafi þeir rétt fyrir sér. Þetta kemur fram í samtali við hann í Sunday Telegraph í dag.

Lagarde: Afstaðan til vanda Grikkja má ekki byggjast á ósk­hyggju

Christine Lagarde, for­stjóri Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins, segir að ósk­hyggja megi ekki ráða ferðinni við lausn á vanda Grikkja og þær lausnir verði að byggjast á raunsæi. Þetta kemur fram á Reuters í dag. Lagarde hefur stytt ferð sína um Asíu og ákveðið að mæta ekki á fund ríkja í Suðaustur-Asíu í Kambódíu til þess að geta sótt fund Evruhópsins í Brussel á þriðjudag.

Í pottinum

Össur fallinn af stalli-Hallarbylting framundan í Samfylkingu?

Prófkjör geta haft margvíslegar pólitískar afleiðingar eins og sagan sýnir. Nú hefur forval Samfylkingar í Reykjavík gert það að verkum, að Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, er fallinn af stalli. Hann reyndist hafa ótrúlega lítið fylgi til að leiða Samfylkinguna í Reykjavík og er ekki lengur trúverðugur valkostur í formannssæti. Úrslitin veikja jafnframt stöðu hans sem utanríkis­ráðherra.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS