« 23. nóvember |
■ 24. nóvember 2012 |
» 25. nóvember |
Bretland: Tony Blair vonarstjarna þeirra sem vilja varðstöðu um ESB-aðildina
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, mun í næstu viku flytja ræðu á fundi forystumanna í bresku atvinnu- og viðskiptalífi sem vilja vinna að nýskipan mála innan ESB og hvetja til þess að Bretar segi ekki skilið við ESB heldur leitist við að sitja þar við háborðið og komi að töku meginákvarðana. Einangrun muni valda Bretum efnahagslegu tjóni og minnka áhrif þeirra á alþjóðavettvangi.
Bretland: Börn tekin frá fósturforeldrum vegna andúðar UKIP á fjölmenningu
Michael Gove, menntamálaráðherra Breta, ætlar að láta rannsaka stjórnsýslu hjá sveitarstjórn sem lét fjarlægja þrjú fósturbörn af heimili þeirra af því að sveitarstjórnin hafði áhyggjur af aðild fósturforeldranna að flokki sjálfstæðissinna í Bretlandi, UKIP; sem berst gegn aðild Breta að Evrópusambandinu. Andúð UKIP á fjölmenningarsamfélaginu réð ákvörðuninni.
Lof er borið á David Cameron, forsætisráðherra Breta, í breskum blöðum laugardaginn 24, nóvember vegna framgöngu hans á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel fimmtudag og föstudag 22. og 23. nóvember þar sem hann hélt fast í kröfu um niðurskurð á langtíma-fjárlögum ESB. Götublaðið The Sun kallar hann „Ca...
Alaska: BP dregur úr rannsóknum-skattafríðindum hafnað
Brezka olíufélagið BP ætlar að draga úr rannsóknum á olíu á svonefndu North Slope svæði, sem er norðarlega í Alaska vegna þess að fylkisþingið í Alaska hefur ekki fallizt á skattaívilnanir vegna þessara rannsókna. BP er eitt þriggja olíufélaga, sem hafa barizt fyrir slíkum skattaívilnunum en til þessa það eina, sem hefur tilkynnt um samdrátt í rannsóknum, þar sem fríðindin hafi ekki fengizt.
Þýzkaland: Dvínandi stuðningur við Sjóræningjaflokkinn
Stuðningur við Sjóræningjaflokkinn í Þýzkalandi fer dvínandi að sögn Deutsche-Welle. Ein ástæðan er sú, að flokkurinn á í erfiðleikum með að útskýra stefnu sína gagnvart ungu fólki.
Siglingatímabilinu um Norðurleiðina er að ljúka á þessu ári að sögn Barents Observer, sem segir að fleiri skip hafi farið þessa leð í ár en áður og meira magn af vörum flutt en nokkru sinni fyrr. Enn eru þó tveir finnskir ísbrjótar á ferð vegna flutninga um norðvesturleiðina frá Alaska til Danmerkur. Fjöldi skipa hefur tífaldast á tveimur árum og flutningsmagnið hefur aukizt um 53% milli ára.
Enn er deilt innan ESB – álitið út á við minnkar
Nú liggur fyrir að leiðtogar ESB-ríkjanna töldu ekki þjóna neinum tilgangi að reyna að ná samkomulagi um langtíma-fjárlög ESB á fundum 22. og 23. nóvember. Mesta af tímanum sem þeir voru í Brussel vegna fundarins nýttist til tvíhliða viðræðna. Herman Van Romouy, forseti leiðtogaráðsins, taldi grei...
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ríður ekki feitu hrossi frá forvali flokksins í SV-kjördæmi eða Reykjavíkurkjördæmunum laugardaginn 24. nóvember. Í fyrsta lagi sýnir dræm kjörsókn ótrúlega lítinn áhuga á flokknum, aðeins rúmlega 400 greiddu atkvæði í SV-kjördæmi og um 600 í Reykjavík. Þá fékk...