« 30. nóvember |
■ 1. desember 2012 |
» 2. desember |
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og viðskiptaráðherra, lýsti bréfi Jóns Bjarnasonar, þáv. landbúnaðarráðherra til Bændasamtaka Íslands, um að gætt yrði varnarlína samtakanna gagnvart ESB og staðinn vörður um tollvernd á þann veg að bréfið væri ekki „bindandi gjörningur“. Afstaðan til ESB mótaðist ...
Breskir sjálfstæðissinnar stórauka fylgi sitt samkvæmt könnunum
Breski Íhaldsflokkurinn tapar 3% fylgi og fellur í 29% í nýrri könnun á vegum Observer/Opinium en Flokkur breskra sjálfstæðissinna (UKIP) fær 13% sem er mesta fylgi þessa flokks sem berst á móti ESB síðan Opinium-kannanirnar hófust árið 2011. Verkamannaflokkurinn nýtur fylgis 38% kjósenda, 9 stigum...
Hörð átök mótmælenda og lögreglu við þing Slóveníu
Mótmælendur lentu í átökum við lögreglu í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, föstudaginn 30. nóvember þegar þeir létu í ljós ánægju með niðurskurðaráform ríkisstjórnarinnar og spillingu í landi. Kastað var grjóti og flöskum í lögregluna sem myndaði varnarmúr í kringum þinghúsið. Lögreglan svaraði með að...
Moody´s lækkar lánshæfismat tveggja neyðarsjóða ESB
Moody´s hefur lækkað lánshæfismat tveggja neyðarsjóða ESB, þ.e. ESM, sem er hinn varanlegi neyðarsjóður ESB og EFSF, sem er tímabundinn neyðarsjóður. Lánshæfismatið var lækkað í gær úr Aaa í Aa1 og jafnframt er horfum haldið neikvæðum fyrir sjóðina. Moody´s segir tengsl á milli þessarar lækkunar og ...
Norður-Noregur: Samstarf háskóla í Finnmörku og Arkhangelsk
Háskólinn í Finnmörku í Norður-Noregi (Finnmark University College) sem staðsettur er í Alta og Háskólinn í Arkhangelsk í Rússlandi (Northern (Arctic)Federal University, NArFU) hafa undirritað samstarfssamning og samning um skiptinema. Samningurinn var undirritaður á ráðstefnu um menntun og rannsóknir á Barentssvæðinu, sem haldinn var í Arkhangelsk nú í vikunni.
Sviss: Aldrei meiri andúð á nánum samskiptum við ESB - 54% telja rétt að hafna EES fyrir 20 árum
Um þessar mundir eru 20 ár frá því að Svisslendingar felldu aðild að evrópska efnahagssvæðinu (EES) í þjóðaratkvæðagreiðslu. Svisslendingar eru nú neikvæðari í garð ESB en nokkru sinni fyrr.
Grikkland-Tyrkland: 12,5 kílómetra löng gaddavírsgirðing á landamærum
Um miðjan desember verður lokið við að setja upp gaddavírsgirðingu á 12,5 kílómetra löngu svæði á landamærum Grikklands og Tyrklands. Markmiðið er að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda til Grikklands að því er fram kemur á ekathimerini, gríska vefmiðlinum. Framkvæmdir hófust í sumar og hafa þegar leitt til um 95% samdráttar í komu ólöglegra innflytjenda til landsins.
Fyrr í vikunni kom Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svía, til Íslands og flutti ræðu í hátíðarsal Háskóla Íslands. Eftir að hann hvarf úr forystu sænska jafnaðarmannaflokksins hefur hann eins og fleiri fyrrverandi forystumenn jafnaðarmanna í Evrópu tekið til við að afla sér tekna með ræðuflutningi.