« 1. desember |
■ 2. desember 2012 |
» 3. desember |
Nýr forseti kjörinn í Slóveníu
Borut Pahor hefur verið kjörinn forseti Slóveníu að sögn ríkissjónvarps landsins sunnudaginn 2. desember. Hann er fyrrverandi forsætisráðherra og sigraði sitjandi forseta, Danilo Türk. Þegar 96% atkvæða höfðu verið talinn hafði jafnaðarmaðurinn Pahor fengið 67% atkvæða en hinn óháði Türk 33%. Í aðd...
Stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) hefur lýst einróma stuðningi við afstöðu fulltrúa bænda í ESB-viðræðuhópi Íslands um landbúnaðarmál sem gengu af fundi hópsins hinn 9. nóvember sl. til að mótmæla hvarfi stjórnvalda frá skriflegri stefnu þeirra til stuðnings varnarlínum BÍ. Jón Bjarnason, þáv. land...
Friðarverðlaun Nóbels: Sex ESB-leiðtogar verða fjarstaddir afhendingu
Sex leiðtogar ESB-ríkja verða ekki viðstaddir, þegar friðarverðlaun Nóbels verða afhent í Osló hinn 10. desember n.k. Þetta kemur fram í euobserver. Á meðal þeirra sex, sem mæta ekki verða David Cameron, forsætisráðhera Breta og Vaclav Klaus, forseti Tékklands. Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra S...
Spánn: Ríkisstjórnin gengur á bak orða sinna-lífeyrisþegar fá ekki verðlagsbætur
Ríkisstjórn Spánar hefur ákveðið að ganga á bak orða sinna og greiða ekki sérstakar verðlagsbætur á laun, sem stjórnarflokkurinn lofaði fyrir kosningarnar á síðasta ári. Í þess stað ætlar ríkisstjórnin að láta ganga fyrir að ná settum markmiðum á fjárlögum næsta árs. Frá þessu skýrði Soraya Sáenz de Santamaria, varaforsætisráðherra Spánar eftir ríkisstjórnarfund í fyrradag, föstudag.