« 7. desember |
■ 8. desember 2012 |
» 9. desember |
Króatar blása á efasemdir um ESB-aðild
Eftir að fréttir bárust um að þýskir embættismenn hefðu efasemdir um að Króatar yrðu hæfir til ESB-aðildar 1. júlí 2013. Hafa Króatar sjálfir orðið gagnrýnni á Evrópusambandið. Norbert Lambert, forseti neðri deildar þýska þingsins, Bundestag, sagði nýlega að reynsla ESB af aðild Búlgara og Rúmena h...
Í afstöðu Íslands til 12.kafla í ESB-viðræðunum um matvælaöryggi og heilbrigði dýra og plantna er farið fram á sérlausnir og aðlögunartíma með orðalagi sem utanríkisráðuneytið telur að særi ekki viðmælendur í Brussel. Farið er fram á algjört bann gildi um innflutning lifandi dýra og ekki verði hrófl...
Fjöldahræðsla meðal Rússa af ótta við endalok heimsins 21. desember
Fjöldahræðsla hefur gripið um sig meðal Rússa við að heimsendir verði föstudaginn 21. desember og birtist hún meðal annars í söfnun matvæla og annarra vista. Óttinn á upptök í spádómi Maya-indíana um endalok jarðar. Þeir tengja ragnarök endalokum eigin tímatals sem verða þennan dag. Í The Daily Tel...
Grænlenska landsþingið samþykkti án mótatkvæða föstudaginn 7. desember lög sem gera fyrirtækjum í landinu kleift að nota ódýrt, erlent vinnuafl við framkvæmdir þar. Talið er að nýju lögin séu upphafið að miklu námuvinnsluævintýri á Grænlandi. Um er að ræða lög sem takmarka notkun vinnuaflsins við ge...
Danmörk: Jafnaðarmenn styrkja stöðu sína
Danskir jafnaðarmenn eru að rétta við í skoðanakönnunum að því er fram kemur í Berlingske Tidende í dag. Þeir mælast nú með 23,1% fylgi en voru með 19,8% í nóvember. Um Gallup-könnun er að ræða.
Kanada: Erlend ríkisfyrirtæki mega ekki ná yfirráðum yfir olíusöndum
Stjórnvöld í Kanada samþykktu í gær 15,1 milljarðs dollara yfirtöku kínverska ríkisfyrirtækisins CNOOC á orkufyrirtækinu Nexen Inc. En jafnframt var tekið fram, að Kanada mundi ekki láta af hendi yfirráð yfir svonefndum olíusöndum, sem er að finna í Alberta í Kanada og taldir geyma þriðju mestu birgðir af ónýttri olíu í heiminum í hendur erlendum ríkjum.
Sr. Örn Bárður, oflæti, stjórnlög og ESB-aðild
Það er nokkur samhljómur með áherslum þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá, kasta lýðveldisstjórnarskránni, og hinna sem vilja að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.
Ríkisfréttastofan reynir að rétta hlut Jóhönnu í stjórnarskrármálinu
Jóhanna Sigurðardóttir segir aldrei neitt efnislega um stjórnarskrármálið. Hver er hennar skoðun á ákvæðum í nýrri stjórnarskrá?
Í þingsölum er veðjað á Guðbjart
Í þingsölum veðja menn á að Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, verði kjörinn formaður Samfylkingar enda sé augljóst að hin ráðandi öfl í Samfylkingunni þjappi sér nú saman að baki honum. Hins vegar segja sömu heimildir að Árni Páll heyi bersýnilega harða baráttu og sé á stöðugum ferðum um landið.