« 13. desember |
■ 14. desember 2012 |
» 15. desember |
Evrópustofa býður 10 íslenskum fjölmiðlamönnum til Brussel
Í niðurstöðu ráðherraráðs ESB frá 11. desember 2012 um aðildarviðræðurnar við Ísland er lögð áhersla á að veita fé til að upplýsa Íslendinga um ágæti ESB. Hér á landi sinnir Evrópustofa þessu hlutverki en hún er rekin af Athygli í umboði þýskrar almannatengslaskrifstofu fyrir fé frá stækkunardeil...
François Hollande Frakklandsforseti sagði David Cameron, forsætisráðherra Breta, á fundi leiðtoga ESB í Brussel föstudaginn 14. desember að ekki væri unnt að líta á aðild að ESB eins og menn veldu rétti af matseðli. Ríki gætu ekki ákveðið upp á sitt einsdæmi hvaða mál þau hefðu í eigin höndum og h...
Leiðtogaráð ESB: Öllum hugmyndum um breytingar á ESB-sáttmálum frestað til 2014
Á leiðtogafundi ESB í Brussel fimmtudaginn 13. desember fögnuðu menn að samkomulag hefði náðst um bankaeftirlit ESB og að Grikkir mundu fá fé til ráðstöfunar af neyðarláni til þeirra. Leiðtogarnir létu hins vegar undir höfuð leggjast að taka afstöðu til tillagna um framtíðarskipan ESB. François Hol...
Grikkir fá greidda tæpa 50 milljarða í neyðarlán-fögnuður í Aþenu
Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu í gær, fimmtudag, að greiða Grikkjum 39,1 milljarð evra í neyðarlán. Af þeirri upphæð fá stjórnvöld í Aþenu 34,3 milljarða á næstu dögum.
Spánn: Nöfn skattsvikara birt?
Spænsk stjórnvöld íhuga nú að birta nöfn þeirra, sem svíkja undan skatti eða greiða ekki skatta sína með svipuðum hætti og gert er á Bretlandi og Írlandi að því er fram kemur í El País. Cristobal Montoro, fjármálaráðherra sagði í spænska þinginu að baráttan gegn skattsvikum snerist að verulegu leyti um að höfða til samvizku fólk og hvetja það til að borga skatta sína af fúsum og frjálsum vilja.
Leiðtogafundur ESB: Öllum frekari ákvörðunum frestað til júní 2013
Financial Times segir að leiðtogafundur ESB-ríkja, sem hófst í Brussel í gær og lýkur í dag hafi tekið ákvörðun um að fresta öllum frekari ákvörðunum varðandi sameiningu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum þar til í júní á næsta ári eftir að samkomulag tókst um fyrstu skref í átt til bankasambands.
Ítalía: Vaxandi þrýstingur á Monti að gefa kost á sér-Berlusconi tilbúinn til að draga sig í hlé
Vaxandi þrýstingur er á Mario Monti, að gefa kost á sér til þingsetu í þingkosningum á Ítalíu, sem væntanlega fara fram í febrúar að sögn Reuters, en Berlusconi, sem tilkynnti sl. laugardag endurkomu sína í stjórnmál hefur gefið til kynna að hann væri tilbúinn til að falla frá þeirri ákvörðun.
Steingrímur J. er að renna út á tíma vegna ESB
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, er að renna út á tíma. Hann verður að fara að upplýsa hver afstaða hans er til aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Það verður gengið til þingkosninga eftir nokkra mánuði og áður en þær fara fram verður formaður VG að upplýsa hver skoðun han...
Jóhanna lýkur ferli sínum með trúnaðarbresti við verkalýðshreyfinguna
Það fór þá svo að Jóhanna Sigurðardóttir lýkur stjórnmálaferli sínum með því að alger og fullkominn trúnaðarbrestur er orðinn á milli ríkisstjórnar, sem hún hefur veitt forstöðu í bráðum fjögur ár og verkalýðshreyfingarinnar. Hver hefði trúað því fyrirfram, að Jóhanna mundi skila af sér með þeim hætti?