« 15. desember |
■ 16. desember 2012 |
» 17. desember |
Stjórnarskipti í Japan - ótti við aukna hörku í samskiptum við Kína
Shinzo Abe, leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, verður næsti forsætisráðherra landsins eftir stórsigur flokksins þingkosningum sunnudaginn 16. desember. Fjölmiðlar telja að spenna milli Japana og Kínverja vegna Senkaku-eyja muni vaxa eftir að Abe tekur við valdataumunum 25. desember. Hann var ...
Depardieu afsalar sér frönsku vegabréfi - sakar forsætisráðherrann um að hafa sært sig
Gérard Depardieu, heimskunnur franskur leikari, hefur ritað Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakka, opið bréf og afsalað sér frönsku vegabréfi. Ráðherrann hafi „sært“ sig með því að segja það „aumingjalegt“ af honum að flytja lögheimili sitt til Belgíu. „Ég afhendi yður vegabréf mitt.
Grikkland: „Vitrir menn“ takast á við skattsvik
Gríska ríkisstjórnin ætlar að setja upp hóp „viturra manna“ til þess að fást við þann vanda, sem skattsvik eru í Grikklandi. Fyrrverandi forstjóri Gríska Þjóðarbankans fer fyrir hópnum. Þetta kemur fram á ekathimerini. Markmiðið er að endurskipuleggja skattakerfi landsins til þess að ná betri tökum á skattsvikum.
Samfylking og VG sviptir „löggildingu“ sem málsvarar launþega í landinu
Samfylkingin og Vinstri grænir hafa lengi lifað á tengslum forvera þeirra, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags við verkalýðshreyfinguna á 20. öldinni. Vegna þeirra tengsla hafa þessir tveir flokkar getað haldið því fram, að þeir væru flokkar hins vinnandi fólks í landinu. Fyrir nokkuð löngu var orðið...