Þriðjudagurinn 10. desember 2019

Sunnudagurinn 16. desember 2012

«
15. desember

16. desember 2012
»
17. desember
Fréttir

Stjórnar­skipti í Japan - ótti við aukna hörku í samskiptum við Kína

Shinzo Abe, leiðtogi Frjálslynda lýðræðis­flokksins, verður næsti forsætis­ráðherra landsins eftir stórsigur flokksins þingkosningum sunnudaginn 16. desember. Fjölmiðlar telja að spenna milli Japana og Kínverja vegna Senkaku-eyja muni vaxa eftir að Abe tekur við valdataumunum 25. desember. Hann var ...

Depardieu afsalar sér frönsku vega­bréfi - sakar forsætis­ráðherrann um að hafa sært sig

Gérard Depardieu, heimskunnur franskur leikari, hefur ritað Jean-Marc Ayrault, forsætis­ráðherra Frakka, opið bréf og afsalað sér frönsku vega­bréfi. Ráðherrann hafi „sært“ sig með því að segja það „aumingjalegt“ af honum að flytja lögheimili sitt til Belgíu. „Ég afhendi yður vega­bréf mitt.

Grikkland: „Vitrir menn“ takast á við skattsvik

Gríska ríkis­stjórnin ætlar að setja upp hóp „viturra manna“ til þess að fást við þann vanda, sem skattsvik eru í Grikklandi. Fyrrverandi for­stjóri Gríska Þjóðarbankans fer fyrir hópnum. Þetta kemur fram á ekathimerini. Markmiðið er að endurskipuleggja skattakerfi landsins til þess að ná betri tökum á skattsvikum.

Í pottinum

Samfylking og VG sviptir „löggildingu“ sem málsvarar launþega í landinu

Samfylkingin og Vinstri grænir hafa lengi lifað á tengslum forvera þeirra, Alþýðu­flokks og Alþýðubandalags við verkalýðshreyfinguna á 20. öldinni. Vegna þeirra tengsla hafa þessir tveir flokkar getað haldið því fram, að þeir væru flokkar hins vinnandi fólks í landinu. Fyrir nokkuð löngu var orðið...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS