« 17. desember |
■ 18. desember 2012 |
» 19. desember |
Samkomulag um að kosið verði til formanns að í nýju í UMP í Frakklandi
Jean-François Copé og François Fillon keppinautar um formannstöðu í mið-hægri flokki Frakklands, UMP, hafa komið sér saman um að kosið verði að nýju um formennsku í flokknum fyrir október 2013. Báðir töldu þeir sig hafa sigrað í kosningu sem fór fram í nóvember um eftirmann Nicolas Sarkozys sem flok...
Enn eykst ágreiningur innan raða vinstri-grænna (VG) vegna ESB-málsins. Nokkrir þingmenn hafa þegar sagt sig úr flokknum vegna stuðnings hans við ESB-aðildarviðræðurnar. Nú hefur Jón Bjarnason (VG) lýst stuðningi við tillögu í utanríkismálanefnd alþingis um að gert verð hlé á viðræðunum.
Embættismenn Evrópusambandsins búa sig undir að ekkert gerist í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum gagnvart Íslandi á meðan Írar fara með formennsku í ráðherraráði ESB. Þeir tala einnig á þann veg við íslenska fjölmiðlamenn í Brussel í tengslum við ríkjaráðstefnu með Íslandi þar að gangur viðræðnanna...
Grikkland: Ríkið skuldar lyfsölum allt að 1 milljarð evra
Gríska ríkið skuldar lyfsölum þar í landi 900-1000 milljónir evra að því er fram kemur á ekathimerini. Formaður samtaka lyfsala hefur skorað á stjórnvöld að finna leiðir til að borga þessa skuld. Lyfsalar hófu 48 stunda verkfall í gær, sem stendur einnig í dag. Þeir segjast vænta þess að skuldin verði greidd fyrir áramót. Lyfsalar segja að ekkert fyrirtæki vilji veita þeim greiðslufrest.
Skotland: Ókeypis háskólanám gengur ekki upp segir Johann Lamont
Johann Lamont, leiðtogi Verkamannaflokksins í Skotlandi, segir að ókeypis háskólanám í Skotlandi gangi ekki lengur upp og að íhuga verði skólagjöld. Johann Lamont, sem er fyrrum kennari er mjög gagnrýnin á skólakerfið í Skotlandi og segir að það hafi áður verið í fremstu röð en hafi nú dregizt aftur úr.
Napolitano: Flokkarnir mega ekki eyðileggja trúverðugleika Ítalíu
Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, hefur hvatt stjórnmálaflokkana á Ítalíu til að eyðileggja ekki trúverðugleika Ítalíu í kosningabaráttunni, sem framundan er. Forsetinn lýsti í gær vonbrigðum sínum yfir að ríkisstjórn Montis hefði fallið. Hann lýsti jafnframt áhyggjum af því, að Ítalía væri að fara inn í tímabil óvissu í kjölfar þess góða árangurs, sem Mario Monti hefði náð.
Cameron: Brottför Bretlands úr ESB ekki óhugsandi
Brezka dagblaðið Guardian segir, að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands hafi brotið blað með því að segja, að það sé hægt að hugsa sér brottför Breta úr Evrópusambandinu en með því hafi hann stillt sér við hlið Boris Johnson, borgarstjóra Lundúna. Cameron undirstrikaði hins vegar að hann væri hlynntur aðild Breta en þeir hefðu hins vegar sjálfir forræði í eigin málum og réðu örlögum sínum.
Ríkjaráðstefna um ekkert – Írar taka við stjórn ESB
Írar kynntu áherslumál sín innan ESB á fyrri helmingi næsta árs á blaðamannafundi í Brussel mánudaginn 17. desember. Þeir ætla að leggja áherslu á stöðugleika, störf og vöxt. Þeim finnst atvinnuleysi óbærilegt innan ESB og segja að með öllu sé óviðunandi að rúmlega 20% ungs fólks sé án vinnu. Evró...
Samfylkingin hefur tilkynnt að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram um nýjan formann flokksins meðal flokksbundinna meðlima og að hún hefjist hinn 18. janúar n.k. og standi til 28. janúar. Landsfundur flokksins verður 1.-3. febrúar. Slík allsherjaratkvæðagreiðsla um formann er til fyrirmyndar og m...