Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Þriðjudagurinn 18. desember 2012

«
17. desember

18. desember 2012
»
19. desember
Fréttir

Samkomulag um að kosið verði til formanns að í nýju í UMP í Frakklandi

Jean-François Copé og François Fillon keppinautar um formannstöðu í mið-hægri flokki Frakklands, UMP, hafa komið sér saman um að kosið verði að nýju um formennsku í flokknum fyrir október 2013. Báðir töldu þeir sig hafa sigrað í kosningu sem fór fram í nóvember um eftirmann Nicolas Sarkozys sem flok...

Meirihluti utanríkis­mála­nefndar vill hlé á ESB-viðræðum - klofningur innan VG vegna málsins magnast enn

Enn eykst ágreiningur innan raða vinstri-grænna (VG) vegna ESB-málsins. Nokkrir þingmenn hafa þegar sagt sig úr flokknum vegna stuðnings hans við ESB-aðildar­viðræðurnar. Nú hefur Jón Bjarnason (VG) lýst stuðningi við tillögu í utanríkis­mála­nefnd alþingis um að gert verð hlé á viðræðunum.

Embættismaður ESB: Allir kaflar vondandi til viðræðu við Íslendinga undir lok 2013 - ári síðar en áður var spáð

Embættismenn Evrópu­sambandsins búa sig undir að ekkert gerist í landbúnaðar- og sjávar­útvegsmálum gagnvart Íslandi á meðan Írar fara með formennsku í ráðherraráði ESB. Þeir tala einnig á þann veg við íslenska fjölmiðla­menn í Brussel í tengslum við ríkjaráð­stefnu með Íslandi þar að gangur viðræðnanna...

Grikkland: Ríkið skuldar lyfsölum allt að 1 milljarð evra

Gríska ríkið skuldar lyfsölum þar í landi 900-1000 milljónir evra að því er fram kemur á ekathimerini. Formaður samtaka lyfsala hefur skorað á stjórnvöld að finna leiðir til að borga þessa skuld. Lyfsalar hófu 48 stunda verkfall í gær, sem stendur einnig í dag. Þeir segjast vænta þess að skuldin verði greidd fyrir áramót. Lyfsalar segja að ekkert fyrirtæki vilji veita þeim greiðslufrest.

Skotland: Ókeypis háskólanám gengur ekki upp segir Johann Lamont

Johann Lamont, leiðtogi Verkamanna­flokksins í Skotlandi, segir að ókeypis háskólanám í Skotlandi gangi ekki lengur upp og að íhuga verði skóla­gjöld. Johann Lamont, sem er fyrrum kennari er mjög gagnrýnin á skóla­kerfið í Skotlandi og segir að það hafi áður verið í fremstu röð en hafi nú dregizt aftur úr.

Napolitano: Flokkarnir mega ekki eyðileggja trúverðugleika Ítalíu

Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, hefur hvatt stjórnmála­flokkana á Ítalíu til að eyðileggja ekki trúverðugleika Ítalíu í kosningabaráttunni, sem framundan er. Forsetinn lýsti í gær vonbrigðum sínum yfir að ríkis­stjórn Montis hefði fallið. Hann lýsti jafnframt áhyggjum af því, að Ítalía væri að fara inn í tímabil óvissu í kjölfar þess góða árangurs, sem Mario Monti hefði náð.

Cameron: Brottför Bretlands úr ESB ekki óhugsandi

Brezka dagblaðið Guardian segir, að David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands hafi brotið blað með því að segja, að það sé hægt að hugsa sér brottför Breta úr Evrópu­sambandinu en með því hafi hann stillt sér við hlið Boris Johnson, borgar­stjóra Lundúna. Cameron undirstrikaði hins vegar að hann væri hlynntur aðild Breta en þeir hefðu hins vegar sjálfir forræði í eigin málum og réðu örlögum sínum.

Leiðarar

Ríkjaráð­stefna um ekkert – Írar taka við stjórn ESB

Írar kynntu áherslumál sín innan ESB á fyrri helmingi næsta árs á blaðamannafundi í Brussel mánudaginn 17. desember. Þeir ætla að leggja áherslu á stöðugleika, störf og vöxt. Þeim finnst atvinnuleysi óbærilegt innan ESB og segja að með öllu sé óviðunandi að rúmlega 20% ungs fólks sé án vinnu. Evró...

Í pottinum

Eftirbátar Samfylkingar?

Samfylkingin hefur tilkynnt að allsherjaratkvæða­greiðsla fari fram um nýjan formann flokksins meðal flokksbundinna meðlima og að hún hefjist hinn 18. janúar n.k. og standi til 28. janúar. Landsfundur flokksins verður 1.-3. febrúar. Slík allsherjaratkvæða­greiðsla um formann er til fyrirmyndar og m...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS