Fimmtudagurinn 12. desember 2019

Miðvikudagurinn 19. desember 2012

«
18. desember

19. desember 2012
»
20. desember
Fréttir

Norðmenn og ESB deila um makríl - Írar áhyggjufullir

Norska sjávar­útvegs­ráðuneytið gaf miðvikudaginn 19. desember út einhliða makrílkvóta til bráðabrigðra upp á 100 þúsund tonn vegna næsta árs. Ekki náðust samningar á milli Evrópu­sambandsins og Noregs um skiptingu makrílkvótans fyrr í þessum mánuði. Simon Coveney, sjávar­útvegs­ráðherra Íra, segir að ág...

Evrópu­ráðherra Íra segist vilja hraða aðildarviðræðum við Íslendinga - stangast á við orð sjávar­útvegs­ráðherra Íra

Írar ætla að hraða aðildarviðræðum Íslands við Evrópu­sambandið þegar þeir taka við forsæti í ráðherraráði ESB eftir áramótin sagði fréttastofa ríkisútvarpsins miðvikudaginn 19. desember. Þá ætla þeir einnig að hleypa nýjum krafti í aðildar­viðræðurnar við Tyrki sem hafa legið í láginni um nokkurt ske...

UBS-bankinn greiðir risasekt fyrir að svindla á Libor-vöxtum

Svissneski risabankinn UBS sendi miðvikudaginn 19. desember frá sér tilkynningu um að hann hafi samþykkt að greiða um 1,5 milljarða dollara til breskra, bandarískra og svissneskra eftirlits­stofnana til að losna undan frekari málarekstri vegna ásakana um að bankinn hafi svindlað við ákvarðanir um lib...

Ragnarök: Haldið ykkur í burtu frá Bugarach 21. desember

Frönsk yfirvöld hafa mælst til þess við nýaldarsinna, forvitna ferðalanga og fjölmiðla­menn að halda sig frá smáþorpinu Bugarach sem talið er verða einn af fáum griðastöðum á jörðinni þegar ragnarök verða föstudaginn 21. desember. „Ég sný mér til allra í veröldinni þegar ég segi: komið ekki til Buga...

Finnland: Úlfar drepa hunda

Talið er að um 180-200 úlfar séu á ferð í Finnlandi, þar af 90-110 í austurhluta landsins, aðallega í Kainuu, Norður-Salvo og Norður-Karelíu. Nú hafa stjórnvöld gefið út leyfi til að drepa tvo þessara úlfa í námunda við bæinn Juuka í austurhluta landsins vegna þess að úlfarnir hafa drepið hunda á því svæði.

Evrópu­þingið: Allt brottkast bannað frá árinu 2014

Þingmenn á Evrópu­þinginu greiddu í gær atkvæði um 3000 tillögur, sem eiga að koma í veg fyrir að fiski­stofnar haldi áfram að minnka en World Wildlife Fund segir að um 60% af fiski, sem fiskiskip Evrópu­ríkja veiði sé kastað í sjóinn.

Írland: AGS hvetur til að hægt verði á aðhaldsaðgerðum

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn hvetur til þess að Írar fresti frekari aðhaldsaðgerðum vegna þess, að í þeim mundi felast veruleg áhætta varðandi efnahagslega endurreisn Írlands. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá AGS í gær. Nýjar tölur sýna að verg landsframleiðsla Írlands minnkaði um 0,4% á þriðja fjórðungi ársins. Þetta kemur fram í Financial Times.

Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af hugsanlegri brottför Breta úr ESB

Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af hugsanlegri brottför Bretlands úr Evrópu­sambandinu, raunar svo mjög að Obama forseti tók málið upp á myndsímafundi með Cameron, forsætis­ráðherra Breta í gær.

Leiðarar

Áhyggjur engilsaxa

Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af hugsanlegri brottför Breta úr Evrópu­sambandinu að því er fram kemur í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag. Það er skiljanlegt. Með vissum hætti má segja, að Bretar séu augu og eyru Bandaríkjamanna innan Evrópu­sambandsins. Samstarf þessara tveggja ríkja, sem eiga sér sameiginlegar rætur og skipta með vissum hætti Atlantshafinu á milli sínu á sér langa sögu.

Í pottinum

Vaxandi stuðningur við Árna Pál?

Þeir sem vel fylgjast með innan Samfylkingar telja sig verða vara við vaxandi stuðning við Árna Pál Árnason í formannskjörinu innan flokksins.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS