« 20. desember |
■ 21. desember 2012 |
» 22. desember |
Catherine Deneuve og Brigitte Bardot taka til varnar fyrir Depardieu
Franska stórleikkonan Catherine Deneuve snerist föstudaginn 21. desember harkalega til varnar fyrir Gérard Depardieu leikara og kallaði stóryrtan gagnrýnanda á skattaútlegð hans þröngsýnan dverg. Áður hafði Brigitte Bardot, einræna stórstjarnan, rofið þögn sína og tekið þá til bæna sem réðust á man...
Þýska lögreglan enn í húsleit hjá Deutsche Bank í Frankfurt vegna sakamáls
Í annað sinn á skömmum tíma hefur þýska lögreglan gert húsleit í risabankanum Deutsche Bank. Að þessu sinni tengist hún falli Kirch-útgáfufyrirtækisins í München.
Schäuble styður fjármálaráðherra Hollands til formennsku í evru-ráðherrahópnum
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði föstudaginn 21. desember að hann teldi Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands, verðugan til að taka að sér formennsku í evru-ráðherrahópnum af Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sem ætlar að hætta formennsku í janúar 2013...
Hugveitan Open Europe sem starfar í London, Brussel og Berlín hefur sent frá sé greiningu á stöðu ESB og framtíðahorfum á árinu 2013. Því er spáð að efnahagsstöðnun og pólitísk óvissa muni einkenna stöðuna. Það muni miða hægt að bankasambandi innan ESB. Engin breyting verði á stöðu Bretlands innan E...
Spánn: Pólitískar njósnir til rannsóknar
Rannsókn stendur yfir á pólitískum njósnum á Spáni. Sú rannsókn tók óvænta stefnu sl. þriðjudag, þegar einn þeirra, sem störfuðu við þær njósnir gaf dómara í Madrid upplýsingar um hverjir hefðu gefið fyrirmæli um njósnirnar.
AGS vill afskriftir á lánum einkaaðila til Kýpur
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn krefst þess, að lánardrottnar Kýpur í einkageiranum afskrifi hluta af lánum þeirra til Kýpur áður en AGS komi við sögu við úthlutun á neyðarláni, sem Kýpur hefur farið fram á við ESB. Ástæðan er sú, að þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir stjónvalda á Kýpur telur AGS að Kýpverjar ...
Danmörk er dýrasta landið innan Evrópusambandsins
Danmörk er dýrasta landið innan Evrópusambandsins. Verðlag á neyzluvörum þar er að meðaltali 44% hærra en meðaltalsverðlag í ESB-löndum. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende. Næst í röð dýrustu ESB-landa eru Svíþjóð og Finnland en þar er verðlag um 25% hærra en meðaltalsverðlag í ESB-löndum. Hins vegar eru Noregur og Sviss miklu dýrari en Danmörk.
Lettland: Minnkandi áhugi á að taka upp evru
MInnkandi áhugi er í Lettlandi á að taka upp evru og Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra landsins segir að Lettar séu að snúast gegn evrunni og að hann standi frammi fyrir erfiðri baráttu við að fá samþykkt að taka upp evru á árinu 2014. Þetta kemur fram í Financial Times. Ráðherrann sagði: "Fyrir ...
Samþykkt meirihluta utanríkismálanefndar er mikilvægt skref
Sú samþykkt meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis, að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að þær verði ekki teknar upp að nýju fyrr en þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um það, hvort svo skuli gera, hefur orðið til þess að skýra stöðu málsins, inn á við og út á við. Rökin fyrir afstöðu merihluta utanríkismálanefndar eru mjög skýr.