« 29. desember |
■ 30. desember 2012 |
» 31. desember |
Der Spiegel hleypur á sig - birtir ótímabær minningarorð um Bush eldri
Der Spiegel birti fyrir mistök minningargrein um George H. W. Bush (88 ára), fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sunnudaginn 30. desember nokkrum klukkustundum eftir að talsmaður Bush-fjölskyldunnar hafði sagt að hann væri að ná sér eftir veikindi. Bush var lagður inn á sjúkrahús í Houston 23. nóvember ...
Omar Sy, annar aðalleikari í frönsku myndinni Intouchables, hefur verið kjörinn vinsælasti maður Frakklands í könnun sem sagt er frá í Journal du dimanche (JDD) 30. desember. Hann velti Yannick Noah tennisleikara úr 1. sætinu þar sem hann hefur setið síðan í desember 2007. „Ég er djúpt snortinn,“...
Þýzkaland: Kanslaraefni SPD segir laun kanslara ekki nógu há
Peer Steinbrueck, kanslaraefni SPD, þýzkra jafnaðarmanna, liggur undir harðri gagnrýni í dag, sunnudag, vegna þess að hann hefur lýst þeirri skoðun að laun kanslara Þýzkalands séu ekki nógu há. Þessi skoðun hans kemur fram í Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung í dag. Hann segir að allir bankastjórar í Norður Rín-Westfalen hafi hærri laun en kanslarinn.
Nú hefur komið í ljós, að áhyggjur og varnaðarorð andstæðinga umsóknar um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) voru á rökum reistar. Óskhyggjan réð för í stað vandaðrar rannsóknarvinnu og þreifinga í höfuðstöðvum ESB, Berlyamont um það, sem í boði væri.
Bloggarar um dóminn yfir Lárusi og Guðmundi - dómarinn undir smásjánni
Héraðsdómur féll föstudaginn 29. desember sakamáli gegn Lárusi Welding, fv. bankastjóra Glitnis, og Guðmundi Hjaltasyni, fv. framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis. Sætir hvor um sig fangelsi í 9 mánuði, en fresta skal fullnustu 6 mánaða af refsingunni og falli sá hluti hennar niður að liðnum 2 ár...
VG: Láta einlægir andstæðingar aðildar að ESB teyma sig á asnaeyrum?
Einlægum andstæðingum aðildar Íslands innan VG er vandi á höndum. Í ljósi þess hvernig Svavar Gestsson talaði í RÚV í fyrrakvöld fer tæpast á milli mála, að forysta VG ætlar sér að halda óbreyttri stefnu í ESB-málum fram yfir kosningar.