Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Þriðjudagurinn 1. janúar 2013

Fréttir

Ólafur Ragnar setur Jóhönnu kosti í stjórnar­skrármálinu - áminnir hana á ríkisráðsfundi

Óvenjulegt er að forseti Íslands segi frá efni ríkisráðsfunda og enn óvenjulegra að hann skýri frá ábendingu sem hann hafi gefið ríkis­stjórn á slíkum fundi.

Frakkland: 62% sakna frankans

Rúmlega 60% Frakka sakna frankans, síns gamla gjaldmiðils, ellefu árum eftir að evran kom til sögunnar. Franskar konur sjá mest eftir frankanum og þeir sem hafa lítið fé milli handa.

Alaska byggir upp skíða­svæði við Hatcher Pass-stefnir á aðstöðu á heimsmælikvarða

Alaskabúar hafa unnið að því að byggja upp skíða­svæði, sem standist alþjóðlegar kröfur við Hatcher Pass, sem er í hóflegri fjarlægð frá Anchorage. Þetta skíða­svæði er í jaðri Talkeetna fjalla. Nú hafa verið opnaðir um 5 kílómetrar af skíðagönguleiðum en möguleikar eru á að þær verði um 50 kílómetrar í framtíðinni.

NATÓ: Evrópu­ríkin verða að setja aukið fé í hermál-segir sendiherra Bandaríkjanna

Sendiherra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu, Ivo Daalder, hvetur einstök aðildarríki NATÓ til þess að nota þá peninga, sem sparast vegna heimköllunar herafla þeirra ríkja frá Afganistan til að efla heri sína og endurnýja tækjabúnað þeirra. Hann segir að geri þau það ekki verði þau um of háð Bandaríkjunum á tímum, þegar athygli Bandaríkjanna beinist að Austurlöndum fjær og Kína.

Forseti Kýpur: Aðhald hefur leitt til versnandi efnahags og aukins þjóð­félags­legs ranglætis

Forseti Kýpur, Demetris Christofias, segir að aðhaldsaðgerðir hafi ekki leyst þann efnahagsvanda, sem hafi leitt af fjármálakreppunni. Þær hafi þvert á móti leitt til þess að ástandið hafi versnað og þjóð­félags­legt ranglæti aukist. Frá þessu segja AFP-fréttastofan og Daily Telegraph.

Bandaríkin: Öldunga­deildin samþykkir áramótasamkomulagið-fulltrúa­deildin fundar síðar í dag

Kl. sjö í morgun að íslenzkum tíma samþykkti öldunga­deild Bandaríkjaþings, samkomulag sem fulltrúar repuúblikana og demókrata gerðu sín í milli og við Hvíta Húsið um aðgerðir til að koma í veg fyrir miklar skattahækkanir og niðurskurð útgjalda en eftir á að koma í ljós hver niðurstaða fulltrúa­deildarinnar verður.

Leiðarar

ESB-viðræðum sjálfhætt fram að þingkosningum

Jóhanna Sigurðar­dóttir forsætis­ráðherra minntist ekki einu orði á ESB-aðildarumsóknina í síðasta áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld 2012. Í grein í Morgunblaðinu sakaði hún hins vegar stjórnar­andstöðuna um „kjarkleysi“ andspænis aðildarumsókninni. Stjórnar­andstaðan kepptist við að koma í veg fyrir að...

Í pottinum

Steingrímur J. ögrar Sjálfstæðis­flokknum-býður honum fjögur ár til viðbótar í stjórnar­andstöðu

Steingrímur J. Sigfússon, ögrar Sjálfstæðis­flokknum í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu. Hann segir: "Tvær síðustu ríkis­stjórnir, sem gefist hafa upp og hrökklast frá völdum innan kjörtímabils á Íslandi voru leiddar af Sjálfstæðis­flokknum, ríkis­stjórnir Þorsteins Pálssonar og Geirs H. Haarde. Vi...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS