Laugardagurinn 16. janúar 2021

Miðvikudagurinn 2. janúar 2013

«
1. janúar

2. janúar 2013
»
3. janúar
Fréttir

Hugo Chavez í dái - haldið lifandi í öndunarvél

Hugo Chavez, forseti Venezúela, liggur í dái á Kúbu og er haldið á lífi með öndunarvél.

The Economist: Best að fæðast í Sviss 2013 - þrjú Norðurlönd meðal fimm efstu

Vikuritið The Economist hefur notað 11 ólíka kvarða til að leggja mat á 80 lönd með það í huga hve bjartar vonir eru þar fyrir börn sem fæðast á árinu 2013. Ísland er ekki hópi þeirra landa sem metinn er. Fimm efstu löndin eru, kvarðinn er 0 til 10: *1. Sviss (8,22 punktar) *2. Ástralía (8,12 pu...

Rauði krossinn býr sig undir neyðaraðstoð í Evrópu - hætta talin á valdbeitingu gegn fátækum

Milljónir Evrópubúa sem áður gátu staðið á eigin fótum og séð sér og sínum farborða eiga nú varla í sig og á og þess vegna verða menn að búa sig undir að til fjöldamótmæla komi í Evrópu á borð við það sem gerðist í Norður-Afríku. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðlegi Rauði krossinn hefur látið gera vegna efnahagskreppunnar innan Evrópu­sambandsins.

Spánn: de Guindos spáir fjölgun starfa á ný fyrir árslok

Luis de Guindos, efnahags­ráðherra Spánar var bjartsýnn í upphafi nýs árs og sagði í viðtali við útvarpsstöðina Cadena Ser að störfum mundi fjölga á ný á Spáni frá og með síðasta fjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í El País. Í frétt blaðsins kemur fram, að 1,5% samdráttur hafi orðið í efnahagslífi Spánar á síðasta ári og stjórnvöld telja, að hann verði 0,5% á nýju ári.

Grikkland: SYRIZA vill líka rannsókn á Papandreou og Venizelos

Ágreiningur er kominn upp í gríska þinginu milli stjórnar­flokkanna og SYRIZA, bandalags vinstri manna um fyrirhugaða rannsókn á meðferð Lagarde-listans yfir skattsvikið fé í eigu Grikkja í erlendum bönkum í fjármála­ráðherratíð Giorgos Papaconstantinou en SYRIZA vill að rannsóknin nái til fleiri hátt...

Alaska: Hreyfanlegur olíuborpallur frá Shell strandar á Alaskaflóa

Hreyfanlegur olíuborpallur, Kulluk, í eigu Shell losnaði aftan úr dráttarbáti í ofviðri á Alaskaflóa og rak mánudaginn 31. desember á land við Sitkalidak-eyju undan strönd Alaska. Um 570.000 lítrar af diesel-olíu eru á pallinum og einnig miklu minna magn af annars konar efnum sem notuð eru við borun...

Bandaríkin: Fulltrúa­deildin samþykkti í gærkvöldi skattahækkun á 2% hinna efnuðustu

Fulltrúa­deild Bandaríkjaþings samþykkti seint í gærkvöldi samkomulag repúblikana og demókrata svo og Hvíta Hússins um lausn á áramótavanda Bandaríkjanna með 257 atkvæðum gegn 167 en öldunga­deildin hafði samþykkt laga­frumvarpið, sem byggir á samkomulaginu áður.

Joseph Siglitz : Raunverulega hættu fyrir heimsbúskapinn er að finna í Evrópu

Skuldavandinn bæði í Bandaríkjunum og Evrópu skapar mesta hættu fyrir heimsbúskapinn á árinu 2013 segir Nóbelsverðlauna­hafinn Joseph Siglitz í hinu þýska Handelsblatt miðvikudaginn 2. janúar. „Þegar litið er til efnahagshorfa árið 2013 eru Bandaríkin og Evrópa helstu áhættuvaldarnir,“ segir Siglitz...

Leiðarar

EES-samningurinn til umræðu í Noregi og á Íslandi

Athyglisverð frétt birtist í RÚV í gærkvöldi, þriðjudagskvöldi, þar sem sagði m.a.: "Tveir af þremur ríkis­stjórnar­flokkum í Noregi vilja að samið verði að nýju um aðildina að Evrópska efnahags­svæðinu. Markmiðið er einkum að koma í veg fyrir stöðugt vaxandi straum fólks í atvinnuleit til landsins....

Í pottinum

Mundi Merði Árnasyni líða vel í Samfylkingu Árna Páls?

Það er nokkuð almenn skoðun þeirra sem fylgjast vel með á vettvangi stjórnmálanna að í þing­flokki Samfylkingar sé Guðbjarti Hannessyni, velferðar­ráðherra, spáð sigri í formannskjöri nú í janúar en þegar komið er út á mörkina og talað við almenna félagsmenn í Samfylkingu sé yfirleitt talað á þann veg að Árni Páll Árnason sé betri kostur.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS