« 2. janúar |
■ 3. janúar 2013 |
» 4. janúar |
Nýr, hljóðlátur rússneskur kjarnorkukafbátur
Rússar hafa í fyrstu viku nýs árs kynnt nýjan kjarknorkukafbát til sögunnar. Um er að ræða þriðja bátinn af hinni nýju Borei-gerð og ber hann nafnið Vladimir Monomakh. Reuters-fréttastofan segir að ætlunin sé að kafbátar af Borei-gerð komi í stað gamalla rússneskra kafbáta. Báturinn er 170 metra langur og getur farið niður á 480 metra dýpi.
Stjórnarandstöðuflokkarnir í Noregi lýsa áhuga á að ræða breytingar á samningum Noregs og ESB. „Ég styð bæði einföldun og sameiningu samninga,“ segir Peter Gitmark, þingmaður Hægriflokksins, við norska blaðið Nationen fimmtudaginn 3. janúar. Helstu samningarnir sem um ræðir eru EES-samningurinn, Sch...
Finnaflokkurinn sækir á í Finnlandi, annar stærsti flokkurinn í desember
Könnun á fylgi stjórnmálaflokka í Finnlandi í desember sýnir að Finnaflokkurinn (Sannir Finnar) er vinsælli en nokkru sinni áður á árinu.
Portúgal: Forseti spyr hvort aðhaldsaðgerðir standist stjórnarskrá-vill rannsókn
Cavaco Silva, forseti Portúgals sagði í nýársávarpi sínu að hann mundi óska eftir rannsókn Hæstaréttar Portúgals á því hvort fyrirhugaður niðurskurður og nýr skattur á lífeyri umfram 1350 evrur á mánuði eða um 230 þúsund íslenzkar krónur á mánuði samræmist stjórnarskrá landsins. Forsetinn sagði í ræðu sinni að það væru til staðar vel ígrundaðar efasemdir um hvort dreifing byrðanna væri réttlát.
Lagarde-listinn: Náfrænka Papaconstantinou segir af sér
Eleni Papaconstantinou-Sikiaridis, náfrænka Papaconstantinou, fyrrum fjármálaráðherra Grikklands, sem er sakaður um að hafa þurrkað nöfn náinna ættingja sinna út af Lagarde-listanum yfir meinta gríska skattsvikara, hefur sagt af sér starfi sem lögfræðingur hjá einkavæðingarnefnd gríska ríkisins.
Írland: Geðheilsa barna og ungmenna í hættu vegna kreppunnar
Heilbrigðisyfirvöld á Írlandi vara við því að geðheilsa ungs fólks sé undir miklu álagi vena efnahagsástandsins þar í landi. Martin Rogan, sem veitir forstöðu þeirri deild írsku heilbrigðiþjónustunnar segist skilja hinn efnahagslega veruleika, sem Írar standi frammi fyrir en það séu takmörk fyrir því hversu langt sé hægt að ganga án þess að eitthvað bresti.
Bandaríkin: AGS varar við of mikilli bjartsýni
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varar við of mikilli bjartsýni vegna áramótasamkomulagsins í Washington. Sjóðurinn segir mikið verk eftir til þess að styrkja efnahagsstöðu Bandaríkjanna. Sjóðurinn nefnir sérstaklega aðgerðir til að tryggja ríkissjóði Bandaríkjanna auknar tekjur auk þess að minnka þurfi útgjöld en jafnframt sé mikilvægt að hækka skuldaþakið.
Rauði krossinn býr sig undir neyðaraðstoð á evru-svæðinu
Skýrsla Alþjóðalega Rauða krossins um ástandið á evru-svæðinu og innan ESB hefur vakið mikla athygli. Í henni segir að deildir Rauða krossins innan ESB, einkum í Suður-Evrópu, eigi að búa sig undir svipaða atburði gerst hafa í Túnis, Líbíu og Egyptalandi.
VG logar stafna á milli vegna ágreinings um ESB-málið - Steingrímur J. boðar moðsuðu
Smugan, vefmálgagn VG, birtir 3. janúar kafla úr nýársbréfi Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, sem hann sendi til félaga í VG 2. janúar og segir meðal annars: „Óumflýjanlegt er að endurmeta nú stöðu viðræðna við Evrópusambandið í ljósi breyttra forsendna og búa um það mál með ábyrgum hæ...
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG segir í viðtali við RÚV, að VG „ætli sér meira fylgi“ en ný könnun Gallup bendir til að hann fái. Geta flokkar „ætlað“ sér fylgi? Er það ekki kjósenda sjálfra að ákveða hvað þeir gera? Svona tala stjórnmálaforingjar, sem hafa orðið fórnarlömb ofurhroka (hubri...