« 3. janúar |
■ 4. janúar 2013 |
» 5. janúar |
Brigitte Bardot hótar að flytja til Rússlands nema lífi fíla verði þyrmt
Brigitte Bardot, franska kvikmyndagoðsögnin eins og hún er gjarnan kynnt, hótar að fylgja starfsbróður sínum Gérard Depardieu til Rússlands verði ekki orðið að kröfu hennar um að þyrma lífi fíla. Depardieu hefur fengið rússneskan ríkisborgararétt vegna flótta undan nýjum frönskum skattalögum.
Hér á Evrópuvaktinni hefur verið sagt frá vilja stjórnarandstöðuflokkanna í Noregi þar á meðal Hægriflokksins og Framfaraflokksins til að skoða af opnum huga tillögur framkvæmdastjórnar ESB um breytingar á EES-samstarfinu til einföldunar. Aðild að þessu samstarfi er grundvöllur samstarfs vinstri flokkanna sem nú mynda stjórn í Noregi.
Á vefsíðu forsetaskrifstofu Rússlands í Kreml birtist fimmutdaginn 3. janúar tilkynning um að Gérard Xavier Depardieu fæddur í Frakklandi 1948 fái að eigin ósk rússneskan ríkisborgararétt. Í Le Figaro föstudaginn 4. janúar segir að þessi tilkynning veki ýmsar spurningar. Enginn verði rússneskur rí...
Barroso: Evran hefur staðið af sér skuldakreppuna
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að evran hafi staðið af sér skuldakreppuna og að fjárfestar séu nú sannfærðir um að það hafi tekizt. Þetta kom fram í ræðu, sem Barroso flutti í gær á fundi með portúgölskum diplómötum. Í ræðunni viðurkenndi Barroso, að Portúgal stæði frammi fyrir þjóðfélagslegu hættuástandi.
Noregur: Rússland stærsti markaður fyrir fiskafurðir
Rússland er orðinn stærsti markaður Norðmanna fyrir útflutning á fiskafurðum. Á síðasta ári jókst útflutningur Norðmanna til Rússlands á sjávarafurðum um 15% og nam 6 milljörðum norskra króna. Í öðru sæti er Frakkland en útflutningur Norðmanna þangað nam 4,9 milljörðum norskra króna.
Ítalía: Mario Monti ræðst á andstæðinga sína til hægri og vinstri
Mario Monti, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu hefur nú breytt um tón og veitist að pólitískum andstæðngum sínum til hægri og vinstri að því er fram kemur í Financial Times. Hann gagnrýnir þá sem hann kallar „öfgamenn“ á báða bóga og segir þá hafa reynt að hindra umbætur á 13 mánaða forsætisráðherraferli hans.
Asíuþjóðir draga úr eignum sínum í evrum
Asíuþjóðir hafa dregið mjög úr eignum sínum í evrum að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag.
Mikilvægasta vekefni næstu mánaða
Eitt helzta verkefni andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu næstu mánuði í aðdraganda þingkosninga er að draga fram í dagsljósið í hve ríkum mæli Evrópusambandið hefur verið að smjúga inn í króka og kima íslenzka stjórnkerfisins. Þótt ríkisstjórnin hafi lofað því að umsóknarferlið yrði opið og gagnsætt er veruleikinn á allt annan veg.