Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Miðvikudagurinn 9. janúar 2013

«
8. janúar

9. janúar 2013
»
10. janúar
Fréttir

ESB-þingmaður: Sameiginleg niðurstaða Íslands og ESB að fresta erfiðustu viðræðuköflunum til síðustu stundar – alþingis­menn mótmæla

Cristian Dan Preda, rúmenskur ESB-þingmaður og formaður Íslands-nefndar utanríkis­mála­nefndar ESB-þingsins, segir í samtali við Hjört J. Guðmundsson blaðamann á mbl.is miðvikudaginn 9. janúar að það hafi orðið sameiginleg niðurstaða fulltrúa Íslands og ESB á sínum tíma án þess að hægt væri „að tala...

Miðstöð gegn tölvuglæpum tekur til starfa við hlið Europol

Evrópu­sambandið kynnti miðvikudaginn 9. janúar nýja miðstöð gegn tölvuglæpum. Í miðstöðinni verður lögð áhersla á að verjast glæpagengjum sem nota nýja tækni til að stela skilríkjum, tæma bankareikninga eða hagnast á barnaklámi. Cecilia Malmström innanríkismála­stjóri ESB sagði aðeins unnt að verjast...

Finnska ríks­stjórnin vill vita hvort Frakkar fóru að ESB-reglum við smíðasamning um risaskip

Finnska ríkis­stjórnin óskaði þriðjudaginn 8. janúar eftir því við framkvæmda­stjórn ESB að hún upplýsti um fjárhagslegan stuðning franska ríkisins við skipasmíðastöðina STX France til að gera henni kleift að semja við Royal Caribbean International í Miami, Bandaríkjunum, um smíði risa-skemmtiferðaski...

Ný skýrsla: Gjáin milli ríkra þjóða og fátækra innan ESB stækkar stöðugt

Ný skýrsla á vegum ESB, sem kynnt var í gær sýnir að gjáin á milli ríkra þjóða innan ESB og fátækra þjóða stækkar stöðugt að því er fram kemur á Deutsche-Welle. Jaðarríkin eru stöðugt á niðurleið, framleiðsla minnkar, atvinnuleysi eykst og tekjur lækka. Mesta aukning á langtíma atvinnuleysi er í Slóvakíu, Spáni, Grikklandi og Írlandi. Einnig í Eystrasaltsríkjum.

Frakkland: Rannsókn á meintum skattsvikum fjárlaga­ráðherra, sem stjórnar skattsvikamálum

Jerome Cahuzac, fjárlaga­ráðherra Frakklands, sem stjórnar herferð gegn skattsvikum þar í landi liggur nú sjálfur undir ásökunum um skattsvik. Það er vefritið Mediapart, sem heldur því fram að ráðherrann hafi átt skattsviknar innistæður í UBS-bankanum í Genf en flutt þær árið 2010 til Singapore.

Ný Kirkenes-yfirlýsing um samstarf þjóða á Barents­svæðinu undirrituð í sumar

Á föstudaginn kemur, 11. janúar, verður efnt til ráð­stefnu í Kirkenes í Norður-Noregi í tilefni af því að þá eru 20 ár liðin frá því að hin svo­nefnda Kirkenes-yfirlýsing var undirrituð og Barentsráðið sett á stofn. Utanríkis­ráðherra Noregs, Espen Barth Eide, mun sækja ráð­stefnuna. Af þessu tilefni s...

Leiðarar

Tímabært að Samfylkingin endurskoði afstöðu sína til aðildarumsóknar

Samfylkingin er að einangra sjálfa sig með stefnu í aðildarmálum að ESB, sem gengur ekki upp og engar forsendur eru fyrir hér innanlands. Þessi veruleiki blasir við á hinum pólitíska vettvangi og þess vegna hljóta menn innan flokksins að vera farnir að ihuga stefnubreytingu, hafi þeir á annað borð áhuga á virkri aðkomu að stjórnmálum, sem verður að ætla.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS