Þriðjudagurinn 2. mars 2021

Sunnudagurinn 20. janúar 2013

«
19. janúar

20. janúar 2013
»
21. janúar
Fréttir

Evrópu­ræða Camerons verður flutt í vikunni - Liam Fox sáttur við hana

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, hefur ákveðið að flytja Evrópu­ræðu sína fyrir lok þessarar viku en flutningnum var frestað í síðustu viku vegna gíslatökunnar í Alsír.

Neðra-Saxland: Jafntefli spáð milli CDU og FDP annars vegar og SPD og Græningja hins vegar

Fyrstu tölur um úrslit í kosningum til sambandslandsþingsins í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi sunnudaginn 20. janúar benda til jafnteflis á milli stjórnar­flokkanna, kristilegra demókrata (CDU) og frjálsra demókrata (FDP) annars vegar og jafnaðarmanna (SPD) og græningja hins vegar. Sjónvarpsstöðvarnar ...

Weidmann segir rangt og hættulegt að treysta á Seðlabanka Evrópu sem eina bjargvætt evrunnar

Jens Weidmann, seðlabanka­stjóri Þýskalands, segir „rangt og hættulegt“ að treysta á Seðlabanka Evrópu (SE) sem eina bjargvætt evrunnar. „Hin síðari ár hefur verið kallað á seðlabanka í hlutverk bjargvætta í kreppu. Sumir telja að seðlabankar séu hinir einu sem eitthvað geta. Ég tel að hér sé um ranga og hættulega skoðun að ræða,“ sagði Weidmann við finnska blaðið Helsingin Sanomat.

Austurríki: Um 60% kjósenda vilja halda í herskyldu

Afdráttarlaus meirihluti Austurríkismanna hefur samþykkt í þjóðar­atkvæða­greiðslu að viðhalda herskyldu. Útgönguspár benda til þess að 60% kjósenda vilji halda í herskylduna en 40% kjósi atvinnumannaher. Mikill stjórnmálaágreiningur hefur verið um skipan hermála í Austurríki. Talsmenn breytinga hafa sagt að atvinnuhermenn muni mynda öflugri herafla en nú starfar.

Austurríki: Þjóðaratkvæða­greiðsla um herskyldu eða atvinnumannaher

Austurríkismenn greiða sunnudaginn 20. janúar atkvæði um hvort almenn herskylda eigi að víkja fyrir atvinnumannaher. Kannanir gefa til kynna að meirihluti manna vilji halda í herskylduna. Talið er að 30 til 40% af 6,3 milljónum manna á kjörskrá muni taka þátt í atkvæða­greiðslunni. Ágreiningur er um...

Evru-ráðherrahópurinn: Nýr formaður kjörinn - Kýpverjar áfram í óvissu - veðja á miklar gaslindir

Fjármála­ráðherrar evru-ríkjanna koma saman mánudaginn 21. janúar og er talið að þeir muni þá kjósa Jeroen Dijsselbloem, fjármála­ráðherra Hollands, formann evru-ráðherrahópsins í stað Jean-Claude Junckers, forsætis­ráðherra Lúxemborgar. Þá verður efnahagsvandi Kýpur á dagskrá en ekki til endanlegrar a...

Lagarde: Slappið ekki af-höfum stoppað hrunið-annað er eftir

Christine Lagarde, for­stjóri Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins, hefur hvatt ríkis­stjórnir Evrópu­ríkja til að slappa ekki af. Á blaðamannafundi í New York sagði Lagarde að það hefði tekizt að stoppa hrunið en eftir væri að koma fram efnahagslegum umbótum og löggjöf, sem tengist bankabandalagi.

Grikkland: Engar kröfur um aukið aðhald í sex mánuði

Lánardrottnar Grikkja hafa ákveðið að veita þeim 6 mánaða umþóttunartíma, þannig að engar nýjar kröfur verði gerðar á hendur þeim um aðhaldsaðgerðir en hins vegar að þeir haldi fast við framkvæmd á því, sem þegar hefur verið samið um. Þetta kemur fram á ekathimerini.

Þýzkaland: Mikilvægar kosningar í Neðra-Saxlandi í dag

Kosningar fara fram í Neðra-Saxlandi í Þýzkalandi í dag. Fylkingarnar tvær, sem takast á eru nær hnífjafnar skv. könnun, sem Bild birti í fyrradag. Jafnaðarmenn og Græningjar annars vegar og Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar hins vegar hafa hvor um sig 46% fylgi skv. þessari könnun.

Írland: Gerry Adams hvetur til atkvæða­greiðslu um sameiningu

Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sem er eini írski stjórnmála­flokkurinn, sem starfar bæði í írska lýðveldinu og á Norður-Írlandi, hvetur ríkis­stjórnir Írlands og Bretlands til þess að dagsetja kosningar um það hvort Norður-Írland sameinist lýðveldinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS