Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Miðvikudagurinn 23. janúar 2013

«
22. janúar

23. janúar 2013
»
24. janúar
Fréttir

Svisslendingar leita á náðir Norðmanna til að mæta þrýstingi frá ESB - Brusselmenn vilja setja Sviss undir eftirlits- og dómskerfi

Didier Burkhalter, utanríkis­ráðherra Sviss, hefur óskað eftir fundi með Espen Barth Eide, utanríkis­ráðherra Noregs, í Davos fimmtudaginn 24. janúar til að ræða samskiptin við ESB en svissneska vikublaðið Sonntagszeitung sagði um síðustu helgi að svissneski ráðherrann hefði fengið nóg af þrýstingi fr...

Skoskir þingmenn telja ótímabært að banna fólki að borða makríl

Skoskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt ákvörðun umhverfis­samtakanna Marine Conservation Society (MSC) um að skora á almenning að hætta að kaupa makríl sér til matar.

David Cameron vill ákvörðun af eða á um ESB-aðild Breta - Merkel fús til að ræða óskir Breta

Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði miðvikudaginn 23. janúar að hún væri fús til að ræða „óskir“ Breta varðandi ESB eftir að David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, tilkynnti að hann mundi beita sér fyrir þjóðar­atkvæða­greiðslu um aðild Breta að ESB. Merkel sagði að ítarlega yrði rætt við Breta um...

Norðurskautsráðið: Norðmenn og Svíar lýsa stuðningi við að Kína fái áheyrnarfulltrúa

Norðmenn og Svíar lýstu í gær stuðningi við að Kína fái áheyrnarfulltrúa á fundi Norðurskautsráðsins. Þetta kemur fram í Barents Observer í dag, sem segir að Espen Barth Eide, utanríkis­ráðherra Noregs hafi lýst þessu yfir við undirritun samkomulags um staðsetningu skrifstofu ráðsins í Tromsö. Carl Bildt, utanríkis­ráðherra Svía lýsti yfir stuðningi við þessa afstöðu.

Spánn: Vel heppnuð sala á 10 ára bréfum

Sala Spánverja á 7 milljörðum evra í 10 ára ríkisskulda­bréfum í gær gekk mjög vel að því er fram kemur í Financial Times og námu pantanir á bréfunum 23 milljörðum evra. Luis de Guindos, efnahags­ráðherra Spánar sagði að aldrei í sögu Spánar hefði verið slík eftirspurn eftir spænskum ríkisskulda­bréfum.

Bretland: Barclays segir upp 2000 starfsmönnum í fjárfestingarbankaarmi

Barclays-banki í Bretlandi mun segja upp 2000 starfsmönnum í fjárfestingarbankaarmi bankans að því er fram kemur í Financial Times í dag. Bankinn hóf umfjöllun um málið í gær og mun upplýsa starfsmenn sína í Evrópu, Asíu og í Bandaríkjunum um þessi áform á næstu vikum. Þetta þýðir að bankinn er að segja upp um 10% þeirra, sem starfað hafa í þessari deild bankans en þeir hafa verið 23 þúsund.

Guardian: Davos má muna sinn fífil fegri

Hin árlega ráð­stefna stjórnmálaleiðtoga og viðskiptajöfra hefst í Davos í Sviss í dag en brezka dagblaðið Guardian segir í forystugrein að sá fundur megi muna sinn fífil fegri.

Bretland: Cameron lofar skýru vali-úti eða inni

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, flytur í dag ræðu um afstöðu Breta til Evrópu­sambandsins, sem boðuð hefur verið vikum saman og sagt hefur verið frá hvað hann muni segja með ýmsum hætti. Flutningi ræðunnar hefur ítrekað verið frestað, síðast vegna gíslatökumálsins í Alsír.

Leiðarar

Nú má ekki slaka á

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu þurfa nú að herða róðurinn fram yfir kosningar og stjórnar­myndun í kjölfar þeirra. Þótt stjórnar­flokkarnir hafi ákveðið að „hægja á “ aðlögunarferlinu er það meira í orði en á borði. Íslenzka stjórnkerfið er orðið gegnsýrt af Evrópu­sambandinu og áhrifum þess. Það þarf að afhjúpa þann veruleika.

Hroki Árna Páls og stóra strand ESB-viðræðnanna

Hin mikla þverstæða í málflutningi samfylkingar­fólks um ESB um þessar mundir snertir ESB-aðildar­viðræðurnar. Aðildin er mál málanna í kosningabaráttunni, hún er í raun eina bjargráð þjóðar­innar að mati Árna Páls Árnasonar, sigurstranglegri formannsframbjóðandans í Samfylkingunni.

Í pottinum

Össur, ILO og nafnbreyting Samfylkingar

Hér á þessum vettvangi var í fyrradag vakin athygli á eftirfarandi kostulegum ummælum Össurar Skarphéðinssonar, utanríkis­ráðherra í grein í Fréttablaðinu sl.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS