Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Laugardagurinn 26. janúar 2013

«
25. janúar

26. janúar 2013
»
27. janúar
Fréttir

Makrídeilan: ESB kann að hafa fórnað tækifæri til refsiaðgerða með kröfu um of hátt hlutfall af heildarkvóta

Fréttir frá Danmörku herma að lagalegar forsendur fyrir að beita Íslendinga og Færeyinga ESB-refsiaðgerðum fyrir makrílveiðar hafi brostið vegna þess hve Noregur og ESB ákváðu að eigna sér stóran hlut af leyfilegum makrílafla á árinu 2013, 90%. ESB geti ekki sakað íslenska og færeyska sjómenn um að...

Tékkland: Milos Zeman fyrsti þjóðkjörni forsetinn

Milos Zeman, fyrrverandi forsætis­ráðherra Tékklands, var laugardaginn 26. janúar kjörinn forseti Tékklands. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóðin kýs forseta í Tékklandi. Vald hans er tak­markað og táknrænt. Þegar næstum öll atkvæðin höfðu verið talin hafði Zeman fengið 55% atkvæða. Karel Schwarzenberg ...

Charles Moore: Allar röksemdir Camerons eru reistar á minna regluverki, meira svigrúmi, minni íhlutun yfir­stofnana

Miklar umræður eru nú í Evrópu og víðar um sýn Davids Camerons, forsætis­ráðherra Breta, á framtíð Evrópu­sambandsins og stöðu Bretlands innan þess. Sér­fræðingar benda á hverfi Bretar úr samstarfi ESB-ríkjanna og skapi sér nýja stöðu gagnvart stofnunum ESB í Brussel breytist öll valdahlutföll innan Evrópu­sambandsins, staða norðlægra ríkja og áhrif innan sambandsins muni minnka.

Þýskaland: Vopnuð, fjarstýrð flugtæki nauðsynleg fyrir Bundeswehr

Þýska ríkis­stjórnin hefur lýst stuðningi við að Bundeswher, her Þýskalands, eignist vopnuð, fjarstýrð flugtæki (drones) til að auka getu hersins í aðgerðum utan Þýskalands. Fréttastofan DW segir að um umdeilt mál sé að ræða en búist sé við endanlegri ákvörðun innan fárra mánaða.

Portúgal: Um 2% landsmanna hafa flutt af landi brott vegna kreppunnar

Rúmlega 2% íbúa Portúgals hafa flutt úr landi á síðustu tveimur árum eða frá því að fjármálakreppan birtist landsmönnum af fullum þunga.

Euobserver: Talskona Montis á launum hjá framkvæmda­stjórn ESB

Talskona Mario Monti, starfandi forsætis­ráðherra Ítalíu fær laun sín greidd hjá framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins. Talsmaður framkvæmda­stjórnar­innar staðfesti í gær, að Elisabetta Olivi, væri á launum hjá framkvæmda­stjórninni.

Mario Draghi í Davos: Stöðugleiki á fjármála­markaði en mikið verk óunnið í hinu „raunverulega“ efnahaglífi

Mario Draghi, aðalbank­stjóri Seðlabanka Evrópu sagði á fundinum í Davos í Sviss í gær, að þótt fjármála­markaðir á evru­svæðinu hefðu náð stöðugleika þá væri mikið verk óunnið til þess að koma hinu „raunverulega“ efnahagskerfi í gang. Þótt ró ríki á markaði fyrir hluta­bréf og skulda­bréf og í útlánum banka, þá hafi ekki orðið sambærileg breyting í efnahagslífinu sem slíku.

Norskir þingmenn vilja aukið samstarf við rússneska þingmenn um norðurslóðir

Norskir þingmenn hafa áhuga á auknu formlegu samstarfi við þingið í Rússlandi að þvi er fram kemur á Barents Observer.

Norðurhöf: Er fiskurinn á leið inn í rússneska lögsögu?

Vísindamenn við Háskólann í Tromsö í Norður-Noregi hafa komizt að þeirri niðurstöðu að hlýnun sjávar geti orðið til þess að styrkja verulega fiski­stofna á hafsvæðum, sem Rússar ráða yfir. Þetta kemur fram í Financial Times. Um leið og hafísinn hopi nái sólargeislar til grundvallar­þátta í fæðukeðju hafsins.

Leiðarar

Valdafíkn Steingríms J. ógnar VG - Hjörleifur kveður

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði (VG) að kvöldi föstudags 25. janúar. Hjörleifur var einn stofn­félaga flokksins fyrir 14 árum. Hann telur flokkinn hafa fjarlægst stefnumál sín og gagnrýndi Hjörleifur flokksforystuna harðlega....

Í pottinum

Samfylkingin: Þora þeir ekki - eða hafa þeir ekkert að segja?

Formannskjöri í Samfylkingu lýkur á mánudag. Báðir frambjóðendur, Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannnesson, skrifa greinar í Fréttablaðið í dag. Hvorugur hefur nokkuð nýtt fram að færa. Kosningabaráttan hefur valdið vonbrigðum að því leyti til, að hvorugur þeirra hefur sett fram nokkra framtíðarsýn um málefni Samfylkingar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS