« 25. janúar |
■ 26. janúar 2013 |
» 27. janúar |
Fréttir frá Danmörku herma að lagalegar forsendur fyrir að beita Íslendinga og Færeyinga ESB-refsiaðgerðum fyrir makrílveiðar hafi brostið vegna þess hve Noregur og ESB ákváðu að eigna sér stóran hlut af leyfilegum makrílafla á árinu 2013, 90%. ESB geti ekki sakað íslenska og færeyska sjómenn um að...
Tékkland: Milos Zeman fyrsti þjóðkjörni forsetinn
Milos Zeman, fyrrverandi forsætisráðherra Tékklands, var laugardaginn 26. janúar kjörinn forseti Tékklands. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóðin kýs forseta í Tékklandi. Vald hans er takmarkað og táknrænt. Þegar næstum öll atkvæðin höfðu verið talin hafði Zeman fengið 55% atkvæða. Karel Schwarzenberg ...
Miklar umræður eru nú í Evrópu og víðar um sýn Davids Camerons, forsætisráðherra Breta, á framtíð Evrópusambandsins og stöðu Bretlands innan þess. Sérfræðingar benda á hverfi Bretar úr samstarfi ESB-ríkjanna og skapi sér nýja stöðu gagnvart stofnunum ESB í Brussel breytist öll valdahlutföll innan Evrópusambandsins, staða norðlægra ríkja og áhrif innan sambandsins muni minnka.
Þýskaland: Vopnuð, fjarstýrð flugtæki nauðsynleg fyrir Bundeswehr
Þýska ríkisstjórnin hefur lýst stuðningi við að Bundeswher, her Þýskalands, eignist vopnuð, fjarstýrð flugtæki (drones) til að auka getu hersins í aðgerðum utan Þýskalands. Fréttastofan DW segir að um umdeilt mál sé að ræða en búist sé við endanlegri ákvörðun innan fárra mánaða.
Portúgal: Um 2% landsmanna hafa flutt af landi brott vegna kreppunnar
Rúmlega 2% íbúa Portúgals hafa flutt úr landi á síðustu tveimur árum eða frá því að fjármálakreppan birtist landsmönnum af fullum þunga.
Euobserver: Talskona Montis á launum hjá framkvæmdastjórn ESB
Talskona Mario Monti, starfandi forsætisráðherra Ítalíu fær laun sín greidd hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar staðfesti í gær, að Elisabetta Olivi, væri á launum hjá framkvæmdastjórninni.
Mario Draghi, aðalbankstjóri Seðlabanka Evrópu sagði á fundinum í Davos í Sviss í gær, að þótt fjármálamarkaðir á evrusvæðinu hefðu náð stöðugleika þá væri mikið verk óunnið til þess að koma hinu „raunverulega“ efnahagskerfi í gang. Þótt ró ríki á markaði fyrir hlutabréf og skuldabréf og í útlánum banka, þá hafi ekki orðið sambærileg breyting í efnahagslífinu sem slíku.
Norskir þingmenn vilja aukið samstarf við rússneska þingmenn um norðurslóðir
Norskir þingmenn hafa áhuga á auknu formlegu samstarfi við þingið í Rússlandi að þvi er fram kemur á Barents Observer.
Norðurhöf: Er fiskurinn á leið inn í rússneska lögsögu?
Vísindamenn við Háskólann í Tromsö í Norður-Noregi hafa komizt að þeirri niðurstöðu að hlýnun sjávar geti orðið til þess að styrkja verulega fiskistofna á hafsvæðum, sem Rússar ráða yfir. Þetta kemur fram í Financial Times. Um leið og hafísinn hopi nái sólargeislar til grundvallarþátta í fæðukeðju hafsins.
Valdafíkn Steingríms J. ógnar VG - Hjörleifur kveður
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði (VG) að kvöldi föstudags 25. janúar. Hjörleifur var einn stofnfélaga flokksins fyrir 14 árum. Hann telur flokkinn hafa fjarlægst stefnumál sín og gagnrýndi Hjörleifur flokksforystuna harðlega....
Samfylkingin: Þora þeir ekki - eða hafa þeir ekkert að segja?
Formannskjöri í Samfylkingu lýkur á mánudag. Báðir frambjóðendur, Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannnesson, skrifa greinar í Fréttablaðið í dag. Hvorugur hefur nokkuð nýtt fram að færa. Kosningabaráttan hefur valdið vonbrigðum að því leyti til, að hvorugur þeirra hefur sett fram nokkra framtíðarsýn um málefni Samfylkingar.