Föstudagurinn 13. desember 2019

Sunnudagurinn 27. janúar 2013

«
26. janúar

27. janúar 2013
»
28. janúar
Fréttir

Kýpur: Þjóðverjar sakaðir um andstöðu við neyðarlán vegna „öfundar“

Embættismenn á Kýpur hafa snúið vörn í sókn gegn Þjóðverjum sem hafa lýst efasemdum um réttmæti þess að ESB veiti neyðarlán til Kýpur. Þar geti menn fengið skattaskjól í bönkum og stundað peningaþvætti. Kýpverjar segja þessa afstöðu Þjóðverja mótast af „öfund“ í garð fjármálaþjónustunnar á Kýpur auk þess sem þýskir stjórnmálamenn hugsi ekki um annað en það sem henti þeim til heimabrúks.

Ísland-ESB: „Á meðan aðildarríki hafa sjálfstæðan gjaldmiðil er ætlast til að gengi þess gjaldmiðils sé í samræmi við hagsmuni annarra ríkja...“

Einn af þeim köflum, sem opnaðir hafa verið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópu­sambandsins er 17. kafli, sem fjalllar um efnahags- og peningamál. Viðræður eru hafnar en þeim er ekki lokið að því er fram kemur á upplýsingavef utanríkis­ráðuneytisins um viðræðurnar. Á svokölluðu „staðreyndablaði“ segir...

Bretar vilja að stjórnmálamenn snúi sér að efnahagsvandanum og hætti að þrasa um ESB-mál

Meirihluti Breta vill að ríkis­stjórn Davids Camerons hætti að þrasa um aðildina að ESB og snúi sér þess í stað að stjórn efnahagsmála til að rífa þjóðina upp úr efnahagslægðinni.

Grikkland: Poul Thomsen segir valið standa á milli betri skattheimtu eða frekari lækkunar launa og lífeyris

Poul Thomsen, sem leiðir sendi­nefnd Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins í Grikklandi segir skv. fréttum ekathimerini, að nái Grikkir ekki tökum á skattheimtu og innheimtu skatta á þessu ári muni það leiða til þess að laun og lífeyrir lækki enn frekar.

Bretland: Íhalds­flokkurinn stóreykur fylgi sitt

Íhalds­flokkurinn í Bretlandi hefur stóraukið fylgi sitt skv. skoðanakönnun, sem Independent on Sunday hefur látið gera og Berlingske Tidende segir frá og er ástæðan talin ræða David Cameron, sem lofar þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB á næsta kjörtímabili.

Írland: „Hrikalegar“ afleiðingar ef samningar nást ekki um bankaskuldir

Eamon Gilmore, utanríkis­ráðherra (og varaforsætis­ráðherra) Írlands sagði á fundi með forystumönnum frá Evrópu og Rómönsku Ameríku í morgun að að það væri orðið mjög brýnt að ná samkomulagi um bankaskuldir Írlands (þ.e. þær skuldir sem ESB og SE þvinguðu Íra til að taka á sig við fall írsku einkaban...

Í pottinum

Mario Draghi og Össur á öndverðum meið

Þeim fjölgar enn, stórmennum í Evrópu, sem mótmæla harðlega fullyrðingum Össurar Skarphéðinssonar, utnríkis­ráðherra, þess efnis í Fréttablaðinu sl. mánudag, að erfiðleikar evru­svæðisins væru afstaðnir. Sá sem síðast tók til máls um þetta efni er sjálfur Mario Draghi, hinn ítalski seðlabanka­stjóri Evrópu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS