« 26. janúar |
■ 27. janúar 2013 |
» 28. janúar |
Kýpur: Þjóðverjar sakaðir um andstöðu við neyðarlán vegna „öfundar“
Embættismenn á Kýpur hafa snúið vörn í sókn gegn Þjóðverjum sem hafa lýst efasemdum um réttmæti þess að ESB veiti neyðarlán til Kýpur. Þar geti menn fengið skattaskjól í bönkum og stundað peningaþvætti. Kýpverjar segja þessa afstöðu Þjóðverja mótast af „öfund“ í garð fjármálaþjónustunnar á Kýpur auk þess sem þýskir stjórnmálamenn hugsi ekki um annað en það sem henti þeim til heimabrúks.
Einn af þeim köflum, sem opnaðir hafa verið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins er 17. kafli, sem fjalllar um efnahags- og peningamál. Viðræður eru hafnar en þeim er ekki lokið að því er fram kemur á upplýsingavef utanríkisráðuneytisins um viðræðurnar. Á svokölluðu „staðreyndablaði“ segir...
Bretar vilja að stjórnmálamenn snúi sér að efnahagsvandanum og hætti að þrasa um ESB-mál
Meirihluti Breta vill að ríkisstjórn Davids Camerons hætti að þrasa um aðildina að ESB og snúi sér þess í stað að stjórn efnahagsmála til að rífa þjóðina upp úr efnahagslægðinni.
Poul Thomsen, sem leiðir sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Grikklandi segir skv. fréttum ekathimerini, að nái Grikkir ekki tökum á skattheimtu og innheimtu skatta á þessu ári muni það leiða til þess að laun og lífeyrir lækki enn frekar.
Bretland: Íhaldsflokkurinn stóreykur fylgi sitt
Íhaldsflokkurinn í Bretlandi hefur stóraukið fylgi sitt skv. skoðanakönnun, sem Independent on Sunday hefur látið gera og Berlingske Tidende segir frá og er ástæðan talin ræða David Cameron, sem lofar þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB á næsta kjörtímabili.
Írland: „Hrikalegar“ afleiðingar ef samningar nást ekki um bankaskuldir
Eamon Gilmore, utanríkisráðherra (og varaforsætisráðherra) Írlands sagði á fundi með forystumönnum frá Evrópu og Rómönsku Ameríku í morgun að að það væri orðið mjög brýnt að ná samkomulagi um bankaskuldir Írlands (þ.e. þær skuldir sem ESB og SE þvinguðu Íra til að taka á sig við fall írsku einkaban...
Mario Draghi og Össur á öndverðum meið
Þeim fjölgar enn, stórmennum í Evrópu, sem mótmæla harðlega fullyrðingum Össurar Skarphéðinssonar, utnríkisráðherra, þess efnis í Fréttablaðinu sl. mánudag, að erfiðleikar evrusvæðisins væru afstaðnir. Sá sem síðast tók til máls um þetta efni er sjálfur Mario Draghi, hinn ítalski seðlabankastjóri Evrópu.