« 27. janúar |
■ 28. janúar 2013 |
» 29. janúar |
Bolsjoi-stjórnandi segist fyrirgefa árásarmanni sínum - óvíst hvort hann haldi sjón
Sergei Filin, listrænn stjórnandi Bolsjoi-balletsins, segir að árásarmaður sem skvetti blásýru í andlit hans hafi annaðhvort látið stjórnast af metnaði eða óvild en hann hafi fyrirgefið honum. Filin lét þessi orð falla í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð þar sem hann birtist krúnurakaður með umbúðir um andlitið í herbergi sínu í sjúkrahúsi í Moskvu.
Beatrix Hollandsdrottning boðar afsögn sína
Beatrix Hollandsdrottning hefur tilkynnt afsögn sína í þágu sonar síns, Vilhjálms Alexanders prins.
ESB: Ofbeldisfullir öfgahópar meiri ógn nú Evrópu en nokkru sinni frá stríðslokum
Ofbeldisfullir öfgahópar hafa aldrei látið meira að sér kveða í Evrópu frá lyktum síðari heimsstyrjaldarinnar og af þeim steðjar nú mesta hætta að öryggi íbúa álfunnar segir framkvæmdastjórn ESB. Cecilia Malmström, innanríkismálastjóri ESB, flutti þennan boðskap í ræðu mánudaginn 28. janúar í tile...
EFTA-dómstóllinn um Icesave: Ísland sýknað af öllum kröfum
Enn sannaðist mánudaginn 28. janúar að allar hrakspár um Icesave-örlög Íslendinga reyndust út í bláinn. EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á hendur íslenska ríkinu. Ísland er ekki talið hafa brotið EES-tilskipunina um innstæðutryggingar og ekki heldur jafnræðisreglu ...
Rússar undirbúa endanlegar kröfur um yfirráð á Norðurskautssvæðinu
Rússar undirbúa nú að leggja fram endanlegar kröfur um yfirráðasvæði sitt á norðurskautssvæðinu að sögn Barents Observer, sem byggir frétt sína á viðtali við Artur Chilingarov, könnuðinn, sem leiddi þann leiðangur Rússa sem kom rússneska fánanum fyrir á hafsbotni við Norðurpólinn árið 2007, í The Moscow Times.
Grikkland: Bændur mótmæla breytingum á skattheimtu-leggja dráttarvélum við þjóðvegi og hafnir
Bændur frá Þessalíu í Mið-Grikklandi byrjuðu í morgun að koma dráttarvélum fyrir á þjóðveginum milli Aþenu og Þessalóníku en það er þáttur í mótmælum bænda um allt land vegna breytinga á skattheimtu.
Ísland-ESB: Aðild gæti þýtt „tolla á aðföng til stóriðju og hráefni fyrir fiskvinnslu“
Í staðreyndablaði, sem birt er á upplýsingavef utanríkisráðuneytis um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins kemur fram, að aðild gæti hugsanlega þýtt að settir yrðu tollar á aðföng til stóriðju og fiskvinnslu. Um þetta segir: „Nokkur álitaefni fylgja aðild að tollabandalaginu. Má þá helzt nefna hugsanlega tolla á aðföng til stóriðju og hráefni fyrir fiskvinnslu.“
Hvaðan kemur ríkisstjórninni umboð til að leiða Ísland inn í þetta svarthol?
Það er rík ástæða til að Alþingi fylgi fast eftir því eftirlitshlutverki, sem það hefur gagnvart framkvæmdavaldinu. Það á ekki sízt við um svonefndar aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu, sem auðvitað er réttara að kalla aðlögunarviðræður enda í mörgum tilvikum ekki um neinar samningaviðræður að ræða.
Fólkið tók völdin – EFTA-dómarar sýknuðu Íslendinga
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi ríkisstjórn Íslands 26. maí 2010 og skyldi svara því innan tveggja mánaða. Ríkisstjórnin fékk sex vikna nýjan frest. Henni bar því að svara í byrjun september 2010. Málið var á þessum tíma í höndum Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Þegar málið var á þessu...
Davíð, Steingrímur J., Jóhanna og sökudólgarnir
Hinn 5. júlí 2009 birti Morgunblaðið viðtal Agnesar Bragadóttur við Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra, undir fyrirsögninni: *Ekki leyfi til að setja íslensku þjóðina á hausinn* *Davíð Oddsson gagnrýndi strax í október 2008 áform um samninga um Icesave - Segir til gögn sem styðji málstað ...
Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er fagnaðarefni en hún kallar á skýringar af hálfu núverandi ríkisstjórnar, sem gerði ítrekaðar tilraunir til að binda íslenzku þjóðina í skuldafjötra til áratuga. Þessi niðurstaða kallar líka á skýringar frá þeim mörgu sérfræðingum hér á Íslandi, sem komu fram á sjónarsviðið og töldu að Ísland ætti ekki annarra kosta völ en að borga.