Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Miðvikudagurinn 30. janúar 2013

«
29. janúar

30. janúar 2013
»
31. janúar
Fréttir

Aftenposten: Stórsigur Íslendinga í Icesave-málinu hlýtur að vekja öfund Íra og Spánverja – dómurinn veldur skjálfta innan ESB

Ola Storeng, efnahagsrit­stjóri norska blaðsins Aftenposten, ritar grein í blaðið miðvikudaginn 30. janúar um niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu undir fyrirsögninni: Islands knusende seier – Stórsigur Íslendinga. Storeng telur að dómurinn hljóti að valda því að íbúar ýmissa evru-landa ekk...

Olli Rehn sætir harðri gagnrýni stuðningsmanna Berlusconis

Olli Rehn, efnahagsmála­stjóri ESB, sætir mikilli gagnrýni frá flokki Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætis­ráðherra Íalíu, eftir að hann sakaði Berlusconi um að standa ekki við orð sín og bera ábyrgð á fjármálakreppu Ítala.

Ísland-ESB: „Atvinnu- og nýsköpunar­ráðuneyti er meginstyrkþegi (IPA) aðstoðar...“

Á síðasta fundi samningshóps ESB um byggða- og sveitar­stjórnarmál, sem haldinn var (í utanríkis­ráðuneytinu) hinn 29. nóvember sl. var rætt um IPA-styrki. Í fundargerð hópsins segir: "Skrifað hefur verið undir samning um IPA aðstoð við ESB. Atvinnu- og nýsköpunar­ráðuneyti er meginstyrkþegi aðstoða...

Noregur: Stjórnar­flokkarnir boða óbreytta EES-aðild á næsta kjötímabili haldi þeir meirihluta - Mið­flokkurinn hverfur frá kröfu um úrsögn úr EES

Nokkrar umræður hafa verið í Noregi undanfarna mánuði um hvort ástæða sé til að óska eftir breytingum á EES-samningnum eða jafnvel hverfa frá aðild að EES. Jens Stoltenberg, forsætis­ráðherra í ríkis­stjórn Verkamanna­flokksins, Sósíalíska vinstri flokksins og Mið­flokksins, hefur lagst gegn breytingum ...

ESB: Starfsmenn boða verkfall 5. febrúar-mótmæla niðurskurði

Starfsmannafélög Evrópu­sambandsins, sem eru fulltrúar tugþúsunda starfsmanna þess hafa boðað verkfall hinn 5. febrúar n.k., 48 klukkustundum áður en leiðtogafundur ESB hefst. Forystumenn starfsmanna­félaganna eru andvígir niðurskurði í útgjöldum til skrifstofuhalds ESB, sem er áætlaður 15 milljarðar ...

Rúsal lokar álveri í Karelíu-800 manns missa vinnu-minnkandi eftirspurn ástæðan

Rúsal, sem er stærsti álframleiðandi í heimi (rússneskt álfyrirtæki) ætlar að loka álveri í Nadvoitsy, sem er í lýðveldinu Karelíu (við landamæri Rússlands og Finnlands) um 200 km frá höfuðborg lýðveldisins, Petrozavodsk. Þetta þýðir að um 800 manns missa vinnu sína. Frá þessu segir Barents Observer.

Katalónía eykur umsvif sín í öðrum löndum-þáttur í sjálfstæðis­baráttu

Katalónía, það hérað á Spáni, sem gengur nú hart fram í að auka sjálfstæði sitt frá ríkis­stjórninni í Madrid,ætlar að auka diplómatíska starfsemi sína í öðrum löndum að því er fram kemur í El País, spænska dagblaðinu. Katalónía hefur nú sérstakar sendiskrifstofur í Brussel, París, London, Berlín og New York og rekur 35 viðskiptaskrifstofur í öðrum löndum.

Leiðarar

Það liggur ekki fyrir að tilraun ESB-ríkjanna takist

Styrjöldin,sem háð var á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar sýndi á margan hátt í hnotskurn ástandið á meginlandi Evrópu í nokkrar síðustu aldar. Stöðugar erjur, óeirðir og stríð á milli nágranna, sem gert var út um með vopnum. Hryllingurinn náði hámarki þegar eyða átti fólki af Gyðingaættum fyrir aðeins 70-80 árum.

Í pottinum

Wikileaks, FBI og íslensk stjórnvöld - nýr dularfullur kafli í sögu Wikileaks á Íslandi?

Margt er óljóst og óupplýst um Wikileaks-tengsl manna og Íslands.

Athyglisvert mat innanbúðarmanna eyjunnar.is í Samfylkingunni

Vefmiðillinn eyjan.is hefur meiri tengsl við Samfylkinguna en aðrir fjölmiðlar og þess vegna ástæða til að veita eftirtekt umfjöllun hennar um þann flokk. Sl. mánudag sagði m.a. í dálki á eyjunni, sem nefnist Orð götunnar: "Orðið á götunni er að heldur holur hljómur sé í þeim málflutningi Jóhönnu...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS