Sunnudagurinn 8. desember 2019

Fimmtudagurinn 31. janúar 2013

«
30. janúar

31. janúar 2013
»
1. febrúar
Fréttir

Evrópsk lög­regluaðgerð gegn smyglurum á fólki - 103 handteknir í 10 löndum

Evrópsk lög­reglulið handtóku 103 menn í 10 löndum að morgni miðvikudags 30. janúar í víðtækri aðgerð gegn smyglurum sem sérhæfa sig í að lauma fólki yfir landamæri á ólögmætan hátt. Lög­reglan sagði að þetta væri mesta aðgerð gegn slíkri smyglstarfsemi í sögu Evrópu­sambandsins. „Hinir handteknu eru ...

Tekist á um stjórnar­skrána og EES-samninginn á alþingi - Bjarni Benediktsson hafnar kröfum ESB sem brjóta í bága við EES-samninginn og stjórnar­skrána

Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra sagði á alþingi fimmtudaginn 31. janúar að stjórnar­skráin hefði oftar en einu sinni verið brotin vegna aðildar Íslands að evrópska efnahags­svæðinu. Hann taldi ekki unnt að ganga lengra á þeirri braut, annaðhvort yrði að breyta stjórnar­skránni eða ganga í Evrópu...

Ryanair dæmt til að greiða farþega bætur vegna sjö daga tafar í ösku frá Eyjafjallajökli

ESB-dómstóllinn ákvað fimmtudaginn 31. janúar að lággjaldaflug­félagið Ryanair í Írlandi yrði að greiða bætur til fleiri farþega sem urðu strandaglópar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli í apríl 2010. Félagið hefur greitt sumum en ekki öllum sem bókað höfðu flug hjá því. Dómararnir í Lúxemborg sögðu...

Grikkland: Samgöngur stöðvuðust í gærmorgun-hættuástand á sjúkrahúsum

Járnbrautarferðir og ferjuferðir í Grikklandi stöðvuðust í gærmorgun og mönnun sjúkrahúsa er í algeru lágmarki vegna verkfalla starfsmanna við samgöngur og á súkrahúsum. Starfsmennirnir eru að mótmæla aðhaldsaðgerðum, sem erlendir lánardrottnar Grikkja krefjast.

Ísland-ESB: Tollur á hráefni til fiskvinnslu gæti numið allt að 560 milljónum króna

Hér á Evrópu­vaktinni var sl. mánudag vakin athygli á því, að skv.

Leiðarar

Íslendingar nutu góðs af sérstöðu gagnvart ESB-valdinu í bankahruninu

Nú er komið í ljós svo að ekki verður um villst að staða Íslands við bankahrun er allt önnur en Íra og Spánverja. Á evru-þjóðirnar sem lent hafa í bankahremmingum er lagður skulda- og skattaklafi til að fjármagna fallna banka og koma til móts við lánardrottna þeirra.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS