Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Föstudagurinn 1. febrúar 2013

«
31. janúar

1. febrúar 2013
»
2. febrúar
Fréttir

Formenn norrænna alþýðu­sambanda vara við undanþágum vegna erlends vinnuafls á Grænlandi - danskur almenningur á móti þeim

Formenn alþýðu­sambanda Svíþjóðar, Noregs, Íslands og Danmerkur vara dönsku ríkis­stjórnina við að heimila innflutning á ódýru vinnuafli til Grænlands. Formennirnir snúast á þennan hátt gegn nýsamþykktum grænlenskum lögum um atvinnuleyfi til útlendinga sem vinna að stórverkefnum á Grænlandi.

Ríkis­saksóknari Spánar telur ástæður til rannsóknar á fjármálum Lýð­flokksins

Ríkis­saksóknari Spánar segir ástæðu til að hefja rannsókn á ásökunum um að forystumenn stjórnar­flokksins, Lýð­flokksins (PP), hafi fengið greiðslur úr leyni­sjóði. Mariano Rajoy forsætis­ráðherra er meðal þeirra sem sakaðir eru um að hafa þegið þessar greiðslur með leynd.

Heimssýn: Opinn fundur með forystumönnum flokka um framtíð aðildarumsóknar

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðis­sinna í Evrópu­málum efnir til opins fundar um Framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB í Norræna Húsinu kl.

Nóbelsverðlauna­hafinn Krugman hæðist að leitinni að blómstrandi aðhaldsríki - bendir á óhefðbundið kraftaverkaland

Paul Krugman, Nóbelsverðlauna­hafi í hagfræði, þreytist ekki á því í dálki sínum í The New York Times að gagnrýna þá sem beitt hafa aðhaldsaðgerðum og niðurskurði á ríkisútgjöldum til að sigrast á fjármálakreppunni sem hófst haustið 2008. Hann gerir þetta enn í blaðinu föstudaginn 1. febrúar. Hann te...

Grikkland: Þúsundir bænda í mótmælaaðgerðum vegna skattabreytinga

Þúsundir grískra bænda söfnuðust saman á helztu vegamótum víðs vegar um landið í gær til þess að krefjast breytinga á áformuðum skattalögum. Dráttarvélum hefur verið raðað upp og tefja umferð.

Danmörk: Vestjysk Bank tilkynnir miklar afskriftir og mikið tap

Vestjysk Bank í Danmörku tilkynnti í morgun miklar afskriftir og segir Berlingske Tidende að búast megi við milljarðatapi á rekstri bankans á síðasta ári. Í tilkynningu frá bankanum til kauphallar í morgun segi að bankinn muni afskrifa sem nemur 375 milljónum danskra króna og það þýði að tap bankans verði um 1150 milljónir.

Holland: Fjórði stærsti bankinn þjóðnýttur-tapaði stórfé á fasteignaviðskiptum

Hollenzka ríkið hefur þjóðnýtt fjórða stærsta banka landsins SNS Reaal og segir Financial Times, að kostnaður skattgreiðenda í Hollandi af þeim sökum nemi 3,7 milljörðum evra. Bankinn hefur undanfarnar vikur gert örvæntingarfullar tilraunir til að finna nýtt fé til að mæta töpum vegna fasteignaviðskipta, sérstaklega vegna fasteigna á Spáni.

Spánn: Pólitískt hneyksli skekur ríkis­stjórn Rajoy-ásakaður um að taka við peninga­greiðslum

Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar og leiðtogi Lýð­flokksins liggur undir ásökunum um að hafa verið í hópi þeirra, sem fengu leynilegar greiðslur á vegum Luis Barcenas, fyrrum gjaldkera flokksins o.fl. Spænska dagblaðið El País upplýsti fyrir skömmu, að Barcenas hefði átt mikla fjármuni geymda á ...

Leiðarar

Upplýsingar um ESB-viðræður í skiljanlegu og aðgengilegu formi

Það er mikilvægt að umræður um aðildarumsóknina að Evrópu­sambandinu geti farið fram á málefnalegum grundvelli í kosningabaráttunni, sem framundan er. Til þess að svo megi verða þarf hinn almenni borgari að hafa aðgang að upplýsingum í skiljanlegu og aðgengilegu formi.

Í pottinum

Martröð Samfylkingar breyttist í veruleika í kvöldfréttum RÚV

Sú martröð Samfylkingar, sem fjallað hefur verið um hér á þessum vettvangi í dag varð að veruleika í kvöldfréttum RÚV kl.

Bezti flokkurinn/Björt Framtíð er martröð Samfylkingar

Samfylkingin hefur áhyggjur af Bjartri Framtíð. Þetta kom skýrt fram í tali Össurar Skarphéðinssonar í Kastljósi fyrr skömmu. Samfylkingin hefur vel getað hugsað sér þingmenn BF sem þriðja hjól undir vagni en forystumenn flokksins höfðu ekki látið sér til hugar koma, að þessi nýi flokkur gæti tekið svo mikið fylgi frá Samfylkingunni að hann gæti ógnað stöðu Samfylkingar­manna.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS