Mánudagurinn 16. desember 2019

Sunnudagurinn 3. febrúar 2013

«
2. febrúar

3. febrúar 2013
»
4. febrúar
Fréttir

ESB-þingið felur embættismönnum að taka þátt í netumræðum til að sporna við andúð á ESB

ESB-þingið ætlar að verja allt að 400 milljónum íslenskra króna til að fylgjast með og fanga ESB-efa­hyggjumenn á netinu og finna þar „trolls“ eða „tröll“ sem tekin verða til bæna í aðdraganda ESB-þingkosninganna á næsta ári af ótta við að andúð á ESB sé vaxandi.

Robert Zoellick: Evru­svæðið er ekki komið á þurrt-2013 úrslitaár

Robert Zoellick, fyrrum for­stjóri Alþjóða­bankans segir í samtali við Deutsche-Welle að evru­svæðið sé ekki komið á þurrt, þótt meiri ró sé yfir mörkuðum og lántökukostnaður sumra Miðjarðarhafsþjóða hafi lækkað. Hann segist sammála Mario Draghi aðalbanka­stjóra SE, sem hefur varað við því að slakað verði á.

Spánn: 740 þúsund undirskriftir á netinu-afsagnar Rajoy krafizt-mótmæli í borgum og bæjum í gærkvöldi

Um 740 þúsund Spánverjar hafa skrifað undir áskorun á netinu um að Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar segi af sér. BBC segir að mótmæli hafi brotizt út í borgum og bæjum á Spáni eftir ræðu Rajoy í gær, þar sem hann neitaði ásökunum um að hafa tekið við „svörtum“ greiðslum, samtals um 250 þúsund evrum á 10 árum.

Spánn: Mariano Rajoy neitar ásökunum El País um greiðslur

Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar sagði á fundi framkvæmda­stjórnar Lýð­flokksins í gær og í framhaldi af honum á blaðamannafundi að hann hefði aldrei tekið við neinum greiðslum undir borðið eins og haldið hefur verið fram í spænska dagblaðinu El País. Hann sagði að það væri ósatt að hann heði tekið við greiðslum, sem hefði verið haldið leyndum fyrir skattayfirvöldum.

Í pottinum

Hvar var Jóhanna, þegar Ingibjörg Sólrún hvatti til aukinnar innlánasöfnunar bankanna í útlöndum í byrjun september 2008?

Eins og fram hefur komið hér á þessum vettvangi hvatti Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra til þess í samtali við Vísi.is, að „forsagan fyrir Icesave yrði rifjuð upp“, þegar fyrir lágu niðurstöður í tveimur skoðanakönnunum á föstudagskvöld um fylgishrun Samfylkingainnar. Orðrétt sagði Jóhanna: ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS