« 2. febrúar |
■ 3. febrúar 2013 |
» 4. febrúar |
ESB-þingið felur embættismönnum að taka þátt í netumræðum til að sporna við andúð á ESB
ESB-þingið ætlar að verja allt að 400 milljónum íslenskra króna til að fylgjast með og fanga ESB-efahyggjumenn á netinu og finna þar „trolls“ eða „tröll“ sem tekin verða til bæna í aðdraganda ESB-þingkosninganna á næsta ári af ótta við að andúð á ESB sé vaxandi.
Robert Zoellick: Evrusvæðið er ekki komið á þurrt-2013 úrslitaár
Robert Zoellick, fyrrum forstjóri Alþjóðabankans segir í samtali við Deutsche-Welle að evrusvæðið sé ekki komið á þurrt, þótt meiri ró sé yfir mörkuðum og lántökukostnaður sumra Miðjarðarhafsþjóða hafi lækkað. Hann segist sammála Mario Draghi aðalbankastjóra SE, sem hefur varað við því að slakað verði á.
Um 740 þúsund Spánverjar hafa skrifað undir áskorun á netinu um að Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar segi af sér. BBC segir að mótmæli hafi brotizt út í borgum og bæjum á Spáni eftir ræðu Rajoy í gær, þar sem hann neitaði ásökunum um að hafa tekið við „svörtum“ greiðslum, samtals um 250 þúsund evrum á 10 árum.
Spánn: Mariano Rajoy neitar ásökunum El País um greiðslur
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar sagði á fundi framkvæmdastjórnar Lýðflokksins í gær og í framhaldi af honum á blaðamannafundi að hann hefði aldrei tekið við neinum greiðslum undir borðið eins og haldið hefur verið fram í spænska dagblaðinu El País. Hann sagði að það væri ósatt að hann heði tekið við greiðslum, sem hefði verið haldið leyndum fyrir skattayfirvöldum.
Eins og fram hefur komið hér á þessum vettvangi hvatti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra til þess í samtali við Vísi.is, að „forsagan fyrir Icesave yrði rifjuð upp“, þegar fyrir lágu niðurstöður í tveimur skoðanakönnunum á föstudagskvöld um fylgishrun Samfylkingainnar. Orðrétt sagði Jóhanna: ...