« 5. febrúar |
■ 6. febrúar 2013 |
» 7. febrúar |
ESB:Evrópuþingið samþykkir breytingar á sjávarútvegsstefnu-bann við brottkasti
Evrópuþingið hefur samþykkt tillögur, sem fela í sér víðtækar breytingar á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins að því er fram kemur á BBC. Tillögurnar, sem voru samþykktar með 502 atkvæðum gegn 137 fela í sér aðgerðir til að vernda fiskistofna, sem eru í hættu og bann við brottkasti. Talið er að um...
Spánn: Barcenas stefnt fyrir dómara til að svara spurningum um skattsvik og peningaþvætti
Luis Barcenas, fyrrum gjaldkeri Lýðflokksins á Spáni, sem er í miðpunkti „umslagamálsins“ sem snýst um umslög með peningum, sem áhrifamenn í Lýðflokknum fengu afhent með reglulegum hætti árum saman, hefur verið fyrirskipað að mæta hjá dómara hinn 25. febrúar n.k. til þess að svara spurningum um hugs...
Grikkland: Stjórnin beitir lögum gegn verkfalli sjómanna
Gríska ríkisstjórnin beitti í gær löggjöf, sem fyrir hendi er til að þvinga sjómenn til að snúa aftur til starfa eftir að samtök þeirra höfðu ákveðið að framlengja verkfall, sem hófst í síðustu viku. Sjómennirnir höfðu áður samþykkt með litlum atkvæðamun að framlengja verkfallið fram á föstudag að því er fram kemur í ekathimerini.
ESB: Stefnir í átök milli Breta og Frakka um útgjöld til 2020
Það stefnir í átök á milli Breta og Frakka á leiðtogafundi Evrópusambandsins í þessari viku um fjárlög ESB fyrir árin 2014-2020 að því er fram kemur í Guardian. Francois Hollande, forseti Frakklands hefur bent á Breta og sagt að þeir væru helzti þröskuldur í vegi fyrir samkomulagi.
Sigmundur Davíð: „Sérlausnir“ eru aldrei varanlegar-alltaf tímabundnar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagði á fundi Heimssýnar í Norræna Húsinu í gær, að svonefndar sérlausnir fyrir einstök aðildarríki Evrópusambandsins yrðu að rúmast innan regluverks þess og sagði að þær væru aldrei varanlegar heldur alltaf tímabundnar. Þær sérlausnir, sem Finnar hefðu fengið fyrir sinn landbúnað yrði að endurnýja á hverju ári.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi Heimssýnar í Norræna Húsinu í gær með formönnum stjórnmálaflokka, að hann vildi ekki afsala Evrópusambandinu fullveldi Íslands en hann vildi deila fullveldinu með ESB. Hér verður hin nýkjörni formaður að tala skýrar og hafa í því sambandi ...
Árni Páll er ennþá á píningarbekknum!
Það var skynsamlegt hjá Árna Páli að draga ekki lengur að gera upp við sig, hvort hann ætlaði að ýta Jóhönnu til hliðar og taka sjálfur við embætti forsætisráðherra eða leiða Samfylkinguna í kosningabaráttunni utan ríkisstjórnar. Hitt er ljóst að hann hefur nú þegar veikt stöðu sína með því að gefa annað í skyn í Silfri Egils sl. sunnudag og standa svo ekki við stóru orðin.
Eru talsmenn erlends ríkjabandalags á Íslandi að missa stjórn á sjálfum sér?
Undir lok hins vel sótta og líflega fundar Heimssýnar í Norræna Húsinu í gær upphófst nokkur skarkali, þegar einn fundargesta hóf orðaskak við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, þegar Bjarni var að svara spurningum fundargesta, sem fleiri blönduðust svo inn í. Þeir sem vel þekkja til segja að þar hafi verið á ferð sérstakur ráðgjafi Evrópustofu í almannatengslum.