Sunnudagurinn 15. desember 2019

Fimmtudagurinn 7. febrúar 2013

«
6. febrúar

7. febrúar 2013
»
8. febrúar
Fréttir

Setning leiðtogaráðsfundar ESB tefst um sex tíma vegna ágreinings - Cameron og Hollande á öndverðum meiði - Merkel reynir að miðla málum

Ágreiningur innan leiðtográðs ESB um sjö ára fjárlög Evrópu­sambandsins var mikill síðdegis fimmtudaginn 7. febrúar. Það tafðist um sex klukkustundir að setja sjálfan fund ráðsins. Leiðtogarnir sátu þess í stað á fundum í bakherbergjum í leit að sameiginlegum grundvelli. AFP-fréttastofan segir að He...

Nýr sendiherra Tékklands: Breið samstaða um að taka ekki upp evru

Á heimasíðu forsetaembættisins, forseti.is kemur fram, að nýr sendiherra Tékklands, Milan Dufek, hafi afhent forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðar­bréf á Bessastöðum sl. þriðjudag. Í færslu á heimasíðunni segir: "Þá var fjallað um aðild Tékklands að Evrópu­sambandinu og þá breiðu samst...

Leiðtogaráð ESB: Reynir í annað sinn að ná samkomulagi um sjö ára fjárlög - mikið ber í milli innan ráðsins og meðal ESB-stofnana

Leiðtogaráð ESB kemur saman í Brussel fimmtudaginn 7. febrúar til að ræða sjö ára fjárlög ESB, 2014 til 2020. Mikið ber í milli. Danska ríkis­stjórnin krefst til dæmis mikils afsláttar fyrir Dani og hefur Helle Thorning-Schmidt forsætis­ráðherra hótað að beita neitunarvaldi verði kröfur hennar ekki ...

Gjaldmiðlastríð komið í fullan gang-Japan reið á vaðið-Suður-Kórea í vörn

Gjaldmiðlastríð er komið í fullan gang að sögn Deutsche-Welle. Seðlabanki Japan hefur sett peningaprentvélarnar af stað til þess að lækka verðmæti yensins og skapa japönskum útflutningsgreinum sterkari vígstöðu gagnvart keppinautum. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á útflutnings­fyrirtæki í Suður-Kóreu.

Ítalía: Seðlabankinn veitti Monte dei Paschi 2 milljarða evra leynilegt lán

Ítalski bankinn, Monte dei Paschi di Siena, sem er miðpunktur mikils bankahneykslis á Ítalíu, sem hefur pólitískar afleiðingar vegna tengsla bankans við Vinstri lýðræðis­flokkinn var svo illa staddur seint á árinu 2011 að hann fékk leynilegt lán frá Seðlabanka Ítalíu sem nam 2 milljörðum evra. Á sama tíma sögðu talsmenn bankans opinberlega að staða hans væri góð.

Írland: Neyðarlög samþykkt í nótt-Anglo Irish Bank lagður niður

Írska þingið hefur samþykkt það sem BBC kallar neyðarlög, sem þýða að Anglo Irish Bank er leystur upp og lagður niður og skuldum bankans, sem írska ríkið tók ábyrgð á haustið 2008 verður breytt í eitt, langt skulda­bréf . Markmiðið er að draga úr greiðslubyrði vegna skulda bankans. Seðlabanki Evrópu ...

Árni Páll: Betra að fá færri evrur í umslagið en kjaraskerðingu með gengislækkun

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, var spurður um það á fundi Heimssýnar í Norræna Húsinu sl. þriðjudag, hvort það væri eitthvað betra að fá á sig kjaraskerðingu með því að fá færri evrur í launaumslaginu en að framkvæma kjaraskerðinguna með gengislækkun eins og gert er hér á Íslandi.

Leiðarar

Mun stjórnar­skrár- og eftirlits­nefnd taka á ítrekuðum stjórnar­skrárbrotum Össurar?

Hinn 31. janúar sagði í frétt hér á Evrópu­vaktinni: „Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra sagði á alþingi fimmtudaginn 31. janúar að stjórnar­skráin hefði oftar en einu sinni verið brotin vegna aðildar Íslands að evrópska efnahags­svæðinu. Hann taldi ekki unnt að ganga lengra á þeirri braut, a...

Í pottinum

Gamalkunn viðfangsefni – vofur til bjargar VG?

Á tímum kalda stríðsins og á meðan Bandaríkjaher dvaldist á Íslandi var öðru hverju mikill æsingur í fjölmiðlum og á vinstri væng stjórnmálanna vegna yfirlýsinga frá Rússlandi eða þeim sem sumir töldu sérfróða á Vesturlöndum um að á Íslandi væru falin kjarnorkuvopn. Við brottför varnarliðsins var þessi draugur endanlega kveðinn niður.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS