« 7. febrúar |
■ 8. febrúar 2013 |
» 9. febrúar |
Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, tísti á Twittert-samskiptasíðunni um klukkan 16.00 á ísl. tíma föstudaginn 8. febrúar að ráðið hefði náð samkomulagi og langtímafjárlög ESB. Formenn ESB-þingflokka segjast ekki geta fallist á samkomulagið sem ekki kemst til framkvæmda án samþykkis ESB-þi...
Að morgni föstudags 8. febrúar virtist sem samkomulag mundi nást á fundi leiðtogaráðs ESB um fjárlög Evrópusambandsins frá 2014 til 2020. Takist að ljúka samningum á þeim grunni sem kynntur hefur verið yrði það í fyrsta sinn í 60 ára sögu ESB sem samið er um samdrátt útgjalda þess, er um að ræða 3%...
Kínverjar vilja aukið samstarf við Barentssvæðið- en samskiptin við Noreg í frosti
Samskipti Noregs og Kína eru enn í frosti af hálfu Kínverja að því er fram kemur á Barents Observer í morgun eftir úthlutun friðarverðlauna Nóbels til kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo 2010 og engar vísbendingar um breytingar þar á. Hins vegar lýsa Kínverjar vaxandi áhuga á samstarfi við ríki á Barentssvæðinu.
Bretland: Allt að 100% hrossakjöt í Findus nauta-„lasanja“
Matvælayfirvöld í Bretlandi hafa komizt að þeirri niðurstöðu að í sumum tilvikum séu tilbúnir réttir, sem seldir hafa verið sem nauta „lasanja“ í raun með allt að 100% hrossakjöt. Findus, sem hefur selt þessa vöru hefur dregið til baka 180 þúsund slíka pakka eftir rannsókn á vöru, sem kom frá frönskum birgi.
ESB: Cameron vinnur mikinn sigur-30 milljarða punda niðurskurður til 2020
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands er sagður hafa unnið mikinn sigur á leiðtogafundi ESB í Brussel, sem hófst í gær, þegar tillögur voru lagðar fram um 30 milljarða sterlingspunda niðurskurð útgjalda fram til 2020 en þa er í fyrsta sinn í 56 ár, sem slíkur niðuskurður kemur til hjá ESB(og for...
Evrutrú Árna Páls - fyrirvarar Tékka og reynsla spænskra og grískra launþega
Á sama tíma og Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar boðar evrutrú, sem aldrei fyrr og telur að betra sé fyrir íslenzkt launafólk að fá launalækkun í evrum en búa við sveiflur íslenzku krónunnar eru Tékkar allt annarrar skoðunar og búa þó í kjarna Evrópu með söguleg tengsl við helztu evruríkin, svo sem Þýzkaland og Austurríki.
Boris Johnson: Út úr þessum fínu ráðherrabílum-farið í strætó
Svo virðist sem ráðherrabílar með bílstjórum valdi vaxandi andúð í sumum nágrannalöndum okkar.