Miðvikudagurinn 3. mars 2021

Sunnudagurinn 10. febrúar 2013

«
9. febrúar

10. febrúar 2013
»
11. febrúar
Fréttir

Mario Monti segir að innan ESB óttist menn að endurkoma Berlusconis skaði evruna

Mario Monti, fráfarandi forsætis­ráðherra Ítalíu, sagði sunnudaginn 10. febrúar að innan Evrópu­sambandsins óttuðust menn að kæmist Silvio Berlusconi að nýju til valda hefði það neikvæð áhrif á evruna. „Berlusconi hefur valdið mér vonbrigðum, hann fór á mis við alla mikilvæga fundi og hefur brugðist ...

Landsfundur VG: Stefnir í átök milli flokksforystu og ungra vinstri grænna um ESB-aðildar­viðræðurnar - flokksforystan sökuð um „meðfærileika“ í höndum Samfylkingar

Tekist verður á um afstöðu til Evrópu­sambandsins á landsfundi vinstri grænna (VG) eftir tæpar tvær vikur. Tvær tillögur hafa verið kynntar um málið. Annars vegar er afstaða flokksforystunnar í tillögutexta að almennri stjórnmálaályktun þar sem gefið er til kynna að unnt sé að beina viðræðunum við ESB frá aðildarbrautinni að samningum um viðskipti og samstarf í ákveðnum sviðum.

Sjálfstæðis­barátta Skota: Deilur harðna á milli skosku og bresku ríkis­stjórnanna - David Cameron sakaður um neikvæðar árásis

Skotar eiga að vera áfram í Sameinaða konungdæminu (United Kingdom, UK) segir David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, á vefsíðu breska forsætis­ráðuneytisins. Hann telur að undir forystu tveggja ríkis­stjórna sem gæti hagsmuna Skota, njóti þeir hins besta innan tvíþætts kerfis. Cameron segist munu höfða til „huga og tilfinninga“ til að halda konungdæminu áfram sameinuðu.

Þýzkaland: ThyssenKrupp segir upp nokkur þúsund starfsmönnum

Þýzka stálsamsteypan, ThyssenKrupp hefur tilkynnt uppsögn um 2000 starfsmanna, sem fyrst og fremst starfa við stálframleiðslu fyrirtækisins í Evrópu og boðað að hugsanlega verði 1800 starfsmönnum sagt upp til viðbótar. Markmiðið er að bæta rekstrarstöðu fyrirtækisins.

Írland: Tugir þúsunda í mótmælaaðgerðum um allt land

Tugir þúsunda Íra tóku þátt í mótmælaaðgerðum um landið allt í gær, laugardag, til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum. Mótmælin fóru fram í Dublin, Cork, Galway, Limerick, Sligo og Waterford. Írsku verkalýðs­samtökin sögðu að um 60 þúsund manns hefðu tekið þátt í mótmælunum í Dublin en lög­reglan sagði að þátttaka hefði verið um 25 þúsund manns.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS