« 9. febrúar |
■ 10. febrúar 2013 |
» 11. febrúar |
Mario Monti segir að innan ESB óttist menn að endurkoma Berlusconis skaði evruna
Mario Monti, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, sagði sunnudaginn 10. febrúar að innan Evrópusambandsins óttuðust menn að kæmist Silvio Berlusconi að nýju til valda hefði það neikvæð áhrif á evruna. „Berlusconi hefur valdið mér vonbrigðum, hann fór á mis við alla mikilvæga fundi og hefur brugðist ...
Tekist verður á um afstöðu til Evrópusambandsins á landsfundi vinstri grænna (VG) eftir tæpar tvær vikur. Tvær tillögur hafa verið kynntar um málið. Annars vegar er afstaða flokksforystunnar í tillögutexta að almennri stjórnmálaályktun þar sem gefið er til kynna að unnt sé að beina viðræðunum við ESB frá aðildarbrautinni að samningum um viðskipti og samstarf í ákveðnum sviðum.
Skotar eiga að vera áfram í Sameinaða konungdæminu (United Kingdom, UK) segir David Cameron, forsætisráðherra Breta, á vefsíðu breska forsætisráðuneytisins. Hann telur að undir forystu tveggja ríkisstjórna sem gæti hagsmuna Skota, njóti þeir hins besta innan tvíþætts kerfis. Cameron segist munu höfða til „huga og tilfinninga“ til að halda konungdæminu áfram sameinuðu.
Þýzkaland: ThyssenKrupp segir upp nokkur þúsund starfsmönnum
Þýzka stálsamsteypan, ThyssenKrupp hefur tilkynnt uppsögn um 2000 starfsmanna, sem fyrst og fremst starfa við stálframleiðslu fyrirtækisins í Evrópu og boðað að hugsanlega verði 1800 starfsmönnum sagt upp til viðbótar. Markmiðið er að bæta rekstrarstöðu fyrirtækisins.
Írland: Tugir þúsunda í mótmælaaðgerðum um allt land
Tugir þúsunda Íra tóku þátt í mótmælaaðgerðum um landið allt í gær, laugardag, til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum. Mótmælin fóru fram í Dublin, Cork, Galway, Limerick, Sligo og Waterford. Írsku verkalýðssamtökin sögðu að um 60 þúsund manns hefðu tekið þátt í mótmælunum í Dublin en lögreglan sagði að þátttaka hefði verið um 25 þúsund manns.