« 10. febrúar |
■ 11. febrúar 2013 |
» 12. febrúar |
Framkvæmdastjórn ESB: Kjötsvindlið er umbúðamál ekki heilbrigðismál
Framkvæmdastjórn ESB sagði mánudaginn 11. febrúar að uppnám vegna hrossakjöts í matvælum í ýmsum ESB-ríkjum virtist á þessu stigi mega rekja til rangra upplýsinga á umbúðum, ekki væri um matvælaöryggismál að ræða. „Við erum ekki að ræða um matvælaöryggismál,“ sagði Frederic Vincent, talsmaður framk...
Tveir mikils metnir lögfræðingar segja í álitsgerð til bresku ríkisstjórnarinnar að ákveði Skotar að slíta tengslin við Sameinaða konungdæmið (UK) verði þeir að sækja um aðild að Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum eins og hver önnur sjálfstæð þjóð. Aðildarferlið kynni að taka nokkur ár.
Benedikt XVI páfi segir af sér - nýr páfi væntanlega kjörinn í mars
Benedikt XVI páfi hefur tilkynnt afsögn sína frá og með 28. febrúar vegna elli og heilsubrests. Páfinn kynnti þessa ákvörðun á fundi með kardínálum mánudaginn 11. febrúar. Kom hún kirkjuhöfðingjunum í opna skjöldu eins og veröldinni allri. Páfi sagði „háan aldur“ hafa dregið úr starfsþreki sínu og ...
Alaska Dispatch fjallar um væntanlegt áætlunarflug Icelandair til Alaska
Alaska Dispatch, vefmiðill, sem hefur frá árinu 2008 birt fréttir og greinar um málefni Alaska og norðurslóða (með 15 manns í vinnu) fjallar í dag um væntanlegt áætlunarflug Icelandair til Alaska. Þar er bent á að það taki 7 klukkustundir að fljúga milli Keflavíkur og Anchorage í Alaska en 21 klukkustund að fljúga milli London og Anchorage.
Spánn: Rajoy birtir upplýsingar um tekjur og skattskil frá 2003
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur birt upplýsingar um skattaskil sín og þar með tekjur frá árinu 2003 vegna umræðna á Spáni um að hann og aðrir áhrifamenn í Lýðflokknum hafi tekið við peningum í umslögum, sem ekki hafi komið fram til skatts. Samkvæmt fréttum El País hefur Rajoy verið á launum hjá Lýðflokknum sem á árunum 2006-2011 hækkuðu úr 146 þúsund evrum (um 25 milljónir ísl.
Kýpur: Verða eigendur innistæðna og skuldabréfa látnir tapa?
Financial Times segir að fram séu komnar hugmyndir innan Evrópusambandsins, sem blaðið kallar róttækar um lausn á skuldavanda Kýpur og kýpverska bankakerfisins. Þær er að finna í trúnaðarskjali, sem lagt verður fyrir fund fjámálaráðherra evruríkjanna í dag.
Fjármálamenn gleðjast en fólkið á Írlandi mótmælir
Fjármálamarkaðir hafa glaðst og stjórnmálamenn á Írlandi hafa glaðst yfir því, að írskum stjórnvöldum hefur tekizt að lækka greiðslubyrði þeirra lánaskuldbindinga, sem írskir skattgreiðendur tóku á sig frá hinum föllnu írsku einkabönkum að kröfu Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórnar ESB haustið 2...
Gleði Framsóknarmanna hefur verulega pólitíska þýðingu
Framsóknarmenn eru í sjöunda himni eftir flokksþing sitt um helgina. Þeir þykjast finna fyrir sterkari samstöðu innan flokksins um formanninn, Sigmund Davíð, en áður. Þeir hafa brotizt í gegn, ef svo má að orði komast, í skoðanakönnunum, í fyrsta sinn frá hruni. Þeir standa með pálmann í höndunum í Icesave.