Föstudagurinn 13. desember 2019

Miðvikudagurinn 20. febrúar 2013

«
19. febrúar

20. febrúar 2013
»
21. febrúar
Fréttir

Utanríkis­mála­nefnd alþingis samþykkir tillögu Einars K. Guðfinnssonar og fleiri um að nýta betur tækifæri EES- og Schengen-samstarfsins

Utanríkis­mála­nefnd alþingis hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar um að efla þátttöku stjórnmálamanna og embættismanna í hagsmunagæslu tengdri Evrópu­samstarfi með það að markmiði að auka áhrif Íslands á mótun og töku ákvarðana á vettvangi Evrópu­samstarfs.

Hæstiréttur Dana: Aðild að Lissabon-sáttmálanum ekki stjórnar­skrárbrot

Hæstiréttur Danmerkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fullveldi Danmerkur hafi ekki verið fórnað 13. desember 2007 þegar Anders Fogh Rasmussen, þáv. forsætis­ráðherra, og Per Stig Møller, þáv. utanríkis­ráðherra, rituðu undir Lissabon-sáttmálann. Frá þessu er skýrt á vefsíðu hæstaréttar miðvik...

Utanríkis­mála­nefnd ESB-þingsins: Afnema verður gjaldeyris­höftin til að ljúka megi ESB-aðildarviðræðunum

Utanríkis­mála­nefnd ESB-þingsins samþykkti þriðjudaginn 19. febrúar með 56 atkvæðum gegn 2 tillögu varðandi aðildar­viðræðurnar við Íslendinga. Í ályktuninni er vakin athygli á sveiflum í afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar og stjórnmálaágreiningi um málið. Sagt er að afnema verði gjaldeyris­höftin áður...

Þýzkir ráðamenn vara kjósendur við Berlusconi

Ráðamenn í Þýzkalandi vara kjósendur á Ítalíu við að styðja Berlusconi í þingkosningunum um helgina.

Búlgaría: Ríkis­stjórnin fallin eftir vikulöng mótmæli-harkaleg átök almennings og lög­reglu

Ríkis­stjórn Búlgaríu er fallin í kjölfar vikulangra mótmæla gegn aðhaldsaðgerðum hennar. Bolko Borisov, fráfarandi forsætis­ráðherra tilkynnti afsögn sína í búlgarska þinginu í morgun. Í gærkvöldi kom til harðra átaka á milli mótmælenda og lög­reglu, sem enduðu með því að 25 voru fluttir á sjúkrahús.

Grikkland: Allt stopp í dag vegna víðtækra verkfalla

Allt er stopp í Grikklandi í dag að sögn gríska vefmiðilsins ekathimerini. Verkalýðsfélög, sem eru fulltrúar 2,5 milljóna launþega hafa boðað sólarhrings verkfall í dag til að mótmæla aðhaldsaðgerðum og launalækkunum. Verkfallið nær til landsins alls.

Ítalía: Kosið um næstu helgi-Beppe Grillo talinn í sókn

Þingkosningar fara fram á Ítalíu um næstu helgi. Skoðanakannanir um stöðu flokka og framboða eru bannaðar síðustu tvær vikur fyrir kjördag en Reuters hefur eftir einum af þeim, sem framkvæma slíkar kannanir að 27,7% kjósenda hafi ekki gert upp hug sinn eða muni skila auðu.

Evrópu­vefur HÍ og Alþingis: Engin trygging fyrir því að reglan um hlutfallslegan stöðugleika haldist óbreytt

Á upplýsngavef utanríkis­ráðuneytis um viðræður við Evrópu­sambandið (vidraedur.is) er að finna vísun á algengar spurningar og svör um áhrif aðildar á Evrópuvef, sem byggir á þjónustusamningi á milli Alþingis og Vísindavefs Háskóla Íslands. Þar segir m.a. um hugsalegan aðganga fiskiskipa frá öðrum þjó...

Leiðarar

Aðvaranir ESB og Evrópu­vefs HÍ um regluna um hlutfallslegan stöðugleika

Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, hefur ítrekað haldið því fram, að Íslandi þurfi ekki á varanlegum undanþágum að halda vegna sjávar­útvegs­stefnu Evrópu­sambandins.

Pistlar

Cameron velur ekki íslensku leiðina - setur Brusselmönnum tímamörk

ESB-aðildarsinnar á Íslandi virðast telja stöðu þjóðar­innar gagnvart ESB hina sömu og stöðu Breta.

Í pottinum

Ætli bjargvættur ríkis­stjórnar­innar eigi sér bjarta framtíð?

Björt framtíð ætlar greinilega að láta það verða eitt sitt fyrsta verk á vettangi stjórnmálanna að bjarga óvinsælustu ríkis­stjórn í manna minnum frá vantrausti. Þetta mátti heyra á Guðmundi Steingrímssyni, alþingis­manni og leiðtoga flokksins í viðtali við RÚV í kvöld.

Hver er að leika sér að fréttastofu RÚV?

Ef marka má fréttir RÚV í hádeginu ríkir rosaleg leynd yfir viðræðum innan Alþingis um stjórnar­skrármálið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS