« 19. febrúar |
■ 20. febrúar 2013 |
» 21. febrúar |
Utanríkismálanefnd alþingis hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar um að efla þátttöku stjórnmálamanna og embættismanna í hagsmunagæslu tengdri Evrópusamstarfi með það að markmiði að auka áhrif Íslands á mótun og töku ákvarðana á vettvangi Evrópusamstarfs.
Hæstiréttur Dana: Aðild að Lissabon-sáttmálanum ekki stjórnarskrárbrot
Hæstiréttur Danmerkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fullveldi Danmerkur hafi ekki verið fórnað 13. desember 2007 þegar Anders Fogh Rasmussen, þáv. forsætisráðherra, og Per Stig Møller, þáv. utanríkisráðherra, rituðu undir Lissabon-sáttmálann. Frá þessu er skýrt á vefsíðu hæstaréttar miðvik...
Utanríkismálanefnd ESB-þingsins samþykkti þriðjudaginn 19. febrúar með 56 atkvæðum gegn 2 tillögu varðandi aðildarviðræðurnar við Íslendinga. Í ályktuninni er vakin athygli á sveiflum í afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar og stjórnmálaágreiningi um málið. Sagt er að afnema verði gjaldeyrishöftin áður...
Þýzkir ráðamenn vara kjósendur við Berlusconi
Ráðamenn í Þýzkalandi vara kjósendur á Ítalíu við að styðja Berlusconi í þingkosningunum um helgina.
Búlgaría: Ríkisstjórnin fallin eftir vikulöng mótmæli-harkaleg átök almennings og lögreglu
Ríkisstjórn Búlgaríu er fallin í kjölfar vikulangra mótmæla gegn aðhaldsaðgerðum hennar. Bolko Borisov, fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína í búlgarska þinginu í morgun. Í gærkvöldi kom til harðra átaka á milli mótmælenda og lögreglu, sem enduðu með því að 25 voru fluttir á sjúkrahús.
Grikkland: Allt stopp í dag vegna víðtækra verkfalla
Allt er stopp í Grikklandi í dag að sögn gríska vefmiðilsins ekathimerini. Verkalýðsfélög, sem eru fulltrúar 2,5 milljóna launþega hafa boðað sólarhrings verkfall í dag til að mótmæla aðhaldsaðgerðum og launalækkunum. Verkfallið nær til landsins alls.
Ítalía: Kosið um næstu helgi-Beppe Grillo talinn í sókn
Þingkosningar fara fram á Ítalíu um næstu helgi. Skoðanakannanir um stöðu flokka og framboða eru bannaðar síðustu tvær vikur fyrir kjördag en Reuters hefur eftir einum af þeim, sem framkvæma slíkar kannanir að 27,7% kjósenda hafi ekki gert upp hug sinn eða muni skila auðu.
Á upplýsngavef utanríkisráðuneytis um viðræður við Evrópusambandið (vidraedur.is) er að finna vísun á algengar spurningar og svör um áhrif aðildar á Evrópuvef, sem byggir á þjónustusamningi á milli Alþingis og Vísindavefs Háskóla Íslands. Þar segir m.a. um hugsalegan aðganga fiskiskipa frá öðrum þjó...
Aðvaranir ESB og Evrópuvefs HÍ um regluna um hlutfallslegan stöðugleika
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur ítrekað haldið því fram, að Íslandi þurfi ekki á varanlegum undanþágum að halda vegna sjávarútvegsstefnu Evrópusambandins.
Cameron velur ekki íslensku leiðina - setur Brusselmönnum tímamörk
ESB-aðildarsinnar á Íslandi virðast telja stöðu þjóðarinnar gagnvart ESB hina sömu og stöðu Breta.
Ætli bjargvættur ríkisstjórnarinnar eigi sér bjarta framtíð?
Björt framtíð ætlar greinilega að láta það verða eitt sitt fyrsta verk á vettangi stjórnmálanna að bjarga óvinsælustu ríkisstjórn í manna minnum frá vantrausti. Þetta mátti heyra á Guðmundi Steingrímssyni, alþingismanni og leiðtoga flokksins í viðtali við RÚV í kvöld.
Hver er að leika sér að fréttastofu RÚV?
Ef marka má fréttir RÚV í hádeginu ríkir rosaleg leynd yfir viðræðum innan Alþingis um stjórnarskrármálið.