Föstudagurinn 22. febrúar 2019

Laugardagurinn 23. febrúar 2013

«
22. febrúar

23. febrúar 2013
»
24. febrúar
Fréttir

Sjálfstæðis­menn herða á andstöðunni við ESB-aðildar­viðræðurnar - vilja hætta þeim og loka Evrópu­stofu

Andstaðan gegn Evrópu­sambandinu var hert á 41. landsfundi Sjálfstæðis­flokksins í ályktun fundarins um utanríkismál miðað við það sem samþykkt var á 40. landsfundi haustið 2011. Þá var samþykkt að „gera skuli hlé“ á viðræðunum en að þessu sinni samþykkti landsfundurinn með miklum meirihluta atkvæða ...

Tillaga á landsfundi sjálfstæðis­manna um breytingu á stjórnar­skrá vegna EES-samningsins

Stjórnskipunar- og eftirlits­nefnd 41. landsfundar Sjálfstæðis­flokksins leggur til að sett verði ákvæði í stjórnar­skrána um „að heimilt sé að gera þjóðréttarsamninga sem feli í sér framsal á ríkisvaldi á afmörkuðu sviði í þágu friðar og alþjóðlegrar samvinnu“. Aðild að EES kalli á slíka heimild. ...

Kosningar á Ítalíu: Andróður gegn Þjóðverjum hefur einkennt áróður Berlusconis - algjör óvissa um úrslit

Efnt verður til þingkosninga á Ítalíu sunnudaginn 24. og mánudaginn 25. febrúar. Silvio Berlusconi sem hrakinn var úr embætti forsætis­ráðherra í nóvember 2011 vegna þrýstings í nafni evru-samstarfsins undir forystu Þjóðverja og Frakka býður sig enn fram til að leiða ítölsku þjóðina. Að þessu sinni h...

El País: Bárcenas reyndi að breyta eigin skrift í skriftarprófi hjá lög­reglu

Spænska dagblaðið El País segir að Luis Bárcenas, fyrrum gjaldkeri Lýð­flokksins (sem er við völd á Spáni) hafi reynt að breyta eigin skrift, þegar hann gekkst undir eins konar skriftarpróf hjá lög­reglu til þess að sannreyna, hvort hann hefði fært það skriflega bókhald yfir mútu­greiðslur til áhrifamanna í flokknum, sem blaðið hefur sagt frá og birt myndir af.

Grikkland: Uppsagnir eða tilfærsla 25 þúsund opinberra starfsmanna á dagskrá

Þrátt fyrir yfrlýsingar framkvæmdastjónar Evrópu­sambandsins um hið gagnstæða er ljóst af fréttum ekathimeini, gríska vefmiðilsins, að uppsögn 25 þúsund opinberra starfsmanna í Grikklandi eða tilfærsla þeirra er á dagskrá.

Þýzkaland: Gauck hvatti með tilfinningaríkum hætti til meiri sameiningar Evrópu

Joachim Gauck, forseti Þýzkalands, flutti ræðu í gær, sem þýzka tímaritið Der Spiegel segir að hafi verið mikilvægasta ræða hans frá því að hann tók við embætti. Í ræðunni hvatti hann með tilfinningaríkum hætti til meiri sameiningar Evrópu, bað Breta um að yfirgefa ekki samstarfið innan ESB og sagði að Þýzkaland hefði ekki áhuga á að stjórna örlögum nágrannaríkja sinna.

Leiðarar

Steingrímur J., nýfrjáls­hyggjan og ESB-aðildarumsóknin

Landsfundur vinstri grænna var settur í föstudaginn 22. febrúar. Þar flutti Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formaður flokksins, síðustu setningarræðu sína. Hún einkenndist af sama sjálfshóli og jafnan þegar hann flytur hátíðarræður yfir sífækkandi flokksfélögum sínum. Á vefsíðu Andríkis, í Vefþ...

Í pottinum

Katrín Jakobs­dóttir breytir ásýnd VG-en hennar bíða tvö erfið vandamál

Katrín Jakobs­dóttir breytir ásýnd VG. Hún sýndi í fyrstu ræðu eftir formannkjörið augljósa hæfileika til að setja þjóðmálin í það samhengi, sem hver almennur borgari getur skilið. Hún er líkleg til að veita VG nýja viðspyrnu í kosningabaráttunni. Vandamál hennar verður fyrst í stað tvíþætt. Hú...

Af hverju er Steingrímur J. að eigna sér annarra verk?

Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formður VG heldur þvi fram, að flokkur hans hafi verið „endurnýjandi afl“ í íslenzkum stjórnmálum og „breytt inntaki stjórnmálaumræðunnar með áherzlu á róttæka vinstri stefnu, umhverfisvernd og kvenfrelsisbaráttu“, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í morgun. ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS