Laugardagurinn 23. febrúar 2019

Sunnudagurinn 24. febrúar 2013

«
23. febrúar

24. febrúar 2013
»
25. febrúar
Fréttir

Ágreiningur milli nýkjörinna forystumanna VG um ESB-viðræðurnar - Katrín formaður tapar fyrir Birni Val varaformanni - 53% vilja framhald viðræðna

Til ágreinings kom milli nýkjörinna forystumanna VG á landsfundi flokksins þegar rætt var um ESB-aðildar­viðræður sunnudaginn 24. febrúar. Katrín Jakobs­dóttir flokksformaður vildi leggja framhald viðræðnanna í dóm kjósenda Björn Valur Gíslason varaformaður lagðist gegn því. Varaformaðurinn og fylgism...

Stjórnmálaályktun landsfundar sjálfstæðis­manna: Hætt verði við ESB-viðræðurnar - sátt um verðtryggingarmál - 79% styðja Bjarna

41. landsfundi Sjálfstæðis­flokksins lauk sunnudaginn 24. febrúar. Glímt var við viðkvæm átakamál sem öll voru leyst í sátt og forystumenn flokksins sem kjörnir voru á fundinum una allir vel við úrslit kosninganna. Sjö af átta formönnum málefna­nefnda flokksins sem kjörnir voru á fundinum eru konur. F...

Bezta leikkona ársins á Spáni: „Ég stend hér og bið um vinnu. Ég hef fyrir barni að sjá.Takk“

Á sunnudag fyrir viku gekk Candela Pena, leikkona á fertugsaldri, á svið á stærstu kvikmynda­hátíð ársins á Spáni og tók við Goya-verðlaunum spænsku kvikmynda­akademíunnar sem bezta leikkona síðasta ár.

Bretland: Íhaldsmenn gagnrýna fréttaflutning BBC -telja hann draga taum Verkamanna­flokksins

Leiðandi forystumenn í brezka Íhalds­flokknum gagnrýna BBC harðlega, telja stofnunina vilhalla og standi of nálægt Verkamanna­flokknum. Þetta kom fram í Daily Telegraph í gær. Sem dæmi um þá gagnrýni, sem nokkrir ráðherrar beina að BBC er að þeir segja stofnunina jafnan lýsa minni eyðslu sem „niðurskurði“ í stað þess að lýsa henni sem „sparnaði“ fyrir skattgreiðendur.

Í pottinum

Átökin í VG - fréttastofa ríkisútvarpsins - Sjálfstæðis­flokkurinn

Hvernig halda menn að látið hefði verið á fréttastofu ríkisútvarpsins ef til átaka hefði komið á landsfundi Sjálfstæðis­flokksins þar sem Bjarni Benediktsson hefði orðið að lúta í lægra haldi fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í ESB-málum? Það hefði örugglega allt verið á öðrum endanum og leitað skýringa út og suður meðal annars hjá stjórnmála­fræðingum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS