« 26. febrúar |
■ 27. febrúar 2013 |
» 28. febrúar |
Nýir stjórnarherrar á Ítalíu, hverjir sem þeir verða að loknum kosningunum um síðustu helgi, þar sem ekki var tekið af skarið um meirihluta að baki nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki sama svigrúm og áður til að taka ákvarðanir um stjórn ríkisfjármála.
Putin: Hætta á hervæðingu Norðurslóða
Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í ræðu fyrr í dag, miðvikudag, að hætta væri á hervæðingu Norðurslóða. Þessi orð féllu í ræðu forsetans í varnarmálaráðuneytinu í Moskvu. Hann segir að nú sé gerð tilraun til að breyta hinu „strategíska“ jafnvægi á einn eða annan veg.
Dómari í París hefur hafnað kröfu frá Dominique Strauss-Kahn (DSK), fyrrv. forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðisns, um að banna sölu „fyrirlitlegrar“ bókar um ástarævintýri DSK með höfundinum Marcelu Iacub.
ESB: Brottkast bannað í áföngum á næturfundi sjávarútvegsráðherra - heimilað við úthafsveiðar
Sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna komust að samkomulagi um að banna brottkast fisks á erfiðum næturfundi í Brussel sem lauk undir morgun miðvikudaginn 27. febrúar. Bannið tekur gildi í áföngum frá með 1. janúar 2014 fyrir ákveðnar fisktegundir. Hugsanlega hafnar ESB-þingið niðurstöðu ráðherranna. ...
Danmörk: Danski þjóðarflokkurinn með meira fylgi en jafnaðarmenn
Ný skoðanakönnun í Danmörku, sem Berlingske Tidende segir frá í morgun sýnir að Danski þjóðaflokkurinn (hægri flokkur) er orðinn stærri en jafnaðarmenn.
Írland: Eftirlaun ráðherra, embættismanna og stjórnenda lækkuð
Írska ríkisstjórnin ætlar að lækka lífeyri fyrrum háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana um 5% að því er fram kemur í Irish Times í dag.
Ítalía: Stökk út í óvissu sem boðar ekkert gott fyrir Evrópu
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph segir í blaði sínu í dag, að viðbrögð í stjórnarráðum evruríkja vegna úrslita ítölsku þingkosninganna séu mjög á einn veg. Jose Manuel Garcia-Margallo, utanríkisráðherra Spánar segi að úrslitin varði öll evruríkin. Þau séu stökk út í óvissu, sem boði ekkert gott, hvorki fyrir Ítalíu né önnur Evrópuríki.
ESB: Sjávarútvegsráðherrar héldu fast við bann við brottkasti
Sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkja samþykktu í nótt að halda fast við fyrri áform um bann við brottkasti. Þetta kemur fram í Guardian í morgun. BBC sagði í gær að svo gæti farið að sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkja mundu „útvatna“ áform um að banna algerlega brottkast á fiski. Tillögur um það komu fram fyrir nokkru og voru studdar af Evrópuþinginu.
Spánn: Bankar hafa yfirtekið heimili 400 þúsund einstaklinga-fjögur sjálfsmorð í febrúar
Frá hausti 2008 hafa bankar á Spáni tekið í sínar hendur 400 þúsund húseignir og íbúðir og fjöldi þeirra eigna, sem bankarnir taka í sínar hendur eykst stöðugt. Frá þessu segir Reuters-fréttastofan, sem getur þess að um 80% af íbúum Spánar eigi sínar eigin íbúðir. Á þeim hvíla fasteignalán, sem nema um 600 milljörðum evra eða um tveimur þriðju af vergri landsframleiðslu Spánverja.
Evran hefur ekki leyst skuldavanda heimila á Spáni og Írlandi
Talsmenn Samfylkingarinnar hafa ætt fram á Alþingi síðustu daga (það er ekki hægt að nota annað orð vegna þess að fyrirgangurinn er svo mikill) og halda því fram, að lausnin á skuldavanda heimilanna á Íslandi sé sú að taka upp evru. Hver er reynsla evruþjóðanna sjálfra?