Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Þriðjudagurinn 5. mars 2013

«
4. mars

5. mars 2013
»
6. mars
Fréttir

Bretland: Miklar umræður um „bóta-ferðamenn“ og leiðir til að hefta útgjöld vegna þeirra úr félagslega kerfinu

Miklar umræður eru í Bretlandi um leiðir til að stöðva þá sem á ensku eru kallaðir „benefit tourists“, það er bóta-ferðamenn. Fólk sem kemur frá öðrum löndum til að nýta sé ókeypis heilbrigðisþjónustu, félagslegt húsnæði og aðra félagslega þjónustu hins opinbera.

Kýpverjar fallast á rannsókn vegna ásakana um peningaþvætti - hraðað verði afgreiðslu neyðarláns

Fjármála­ráðherrar evru-ríkjanna ákváðu mánudaginn 4. mars að unnið skyldi að því að koma til móts við óskir ríkis­stjórnar Kýpur um neyðarlán vegna bágrar stöðu banka landsins. Yrði að því stefnt að niðurstaða lægi fyrir undir lok mars. Áður en ráðherrarnir komust að þessari niðurstöðu hafði fjárm...

Holland: Undirskriftasöfnun til að knýja fram þingumræður um ESB-aðildina

Undirskriftasöfnun í Hollandi mun brátt skila þeim árangri að hollenska þingið verður knúið til að taka ESB-aðild landsins til umræðu. Íhaldssamir hollenskir menntamenn hófu í lok janúar 2013 að safna undirskriftum til stuðnings tillögu um að efnt verði til þjóðar­atkvæða­greiðslu í Hollandi verði meira af fullveldi þjóðar­innar framselt til ESB-stofnana í Brussel.

Noregur: Nýjar olíulindir finnast í Barentshafi

Ola Borten Moe, olíu- og orku­ráðherra Noregs upplýsti í síðustu viku, að nýjar olíulindir hefðu fundizt í Barentshafi, þar sem vinna mætti 1,9 billjónir tunna af olíu og gasi. Um er að ræða haf­svæði sem Rússar og Norðmenn deildu um áður en hafa nú komizt að samkomulagi um skiptingu á. Svæðíð er út af ströndum Finnmerkur.

Norðurlönd: Kostnaður vegna varnarmála vaxandi vandamál

Samstarf Norðurlandaþjóða í öryggis- og varnarmálum hefur leitt til öflugri varna en ekki minni kostnaðar. Þetta segir yfirhershöfðingi herafla Finna. Á fundi með hernaðarsér­fræðingum í Helsinki viðurkenndi Ari Puheloinen að samstarf Norðurlandanna á þessu sviði hefði enn ekki leitt til minni kostnaðar, þótt það hafi skilað jákvæðum árangri á öðrum sviðum.

Spánn: Atvinnuleysi komið yfir 5 milljónir í fyrsta sinn í sögunni

Í fyrsta sinn í sögu Spánar er atvinnuleysi í landinu komið yfir 5 milljónir manna. Frá þessu var skýrt í gær, mánudag, þegar vinnumála­ráðuneytið birti nýjar tölur um atvinnuleysi.

Grikkland: Bændur safnast saman í miðborg Aþenu

Búizt er við miklum samgöngutruflunum í miðborg Aþenu í dag, þegar bændur víðs vegar að í Grikklandi koma þar saman á Vathy-torgi og hefja svo mótmælagöngu þaðan að þinghúsinu. Bændur krefjast þess að fá ódýrara benzín og skattaívilnanir. Samninga­viðræður á milli þeirra og stjórnvalda fóru út um þúfur í síðustu viku.

Leiðarar

Saumað að hálaunamönnum í Evrópu

Saumað er að hálaunamönnum í Evrópu um þessar mundir.Í síðustu viku var kynnt samkomulag milli ESB-þingmanna og ráðherraráðs ESB um nýjar reglur sem setja skorður við kaupaukum til for­stjóra. Sunnudaginn 3. mars samþykktu Svisslendingar í þjóðar­atkvæða­greiðslu jafnvel strangari reglur gegn kaupaukum...

Í pottinum

Formenn stjórnar­flokkanna slá nýjan tón

Það var traustvekjandi hjá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingar að tala opið um vandamál stjórnar­flokkanna vegna stjórnar­skrármálsins í Kastljósi í gærkvöldi. Stjórnmálamenn verða ekki menn að minni með því að tala með þeim hætti um ágreiningsmál, sem uppi eru í þeirra röðum. Hvers vegna skyldu flokkarnir pukrast með ágreiningsmál í eigin röðum?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS