Sunnudagurinn 15. desember 2019

Þriðjudagurinn 12. mars 2013

«
11. mars

12. mars 2013
»
13. mars
Fréttir

ESB-þingið: Shimon Peres hvetur Arababandalagið til að grípa í taumana í Sýrlandi vegna fjöldamorða þar

Shimon Peres, forseti Ísraels, flutti ræðu á ESB-þinginu í Strassborg þriðjudaginn 12. mars og lýsa fréttamenn henni sem „sögulegri“ en þar hvatti hann meðal annars Arababandalagið til íhlutunar í Sýrlandi „til að stöðva fjöldamorðin“. „Arababandalagið getur og því ber að stofna bráðabirgða­stjórn í...

Bretar reiðir vegna krafna frá ESB um sameiginlegan kjördag og kynningu á ESB-forsetaefni

Innan Evrópu­sambandsins er unnið að tillögum um samræmdan kjördag í því skyni að árétta að samstarfið innan sambandsins sé reist á „pólitískri samheldni“. Bretar bregðast illa við hugmyndinni og telja að þeir verði neyddir til að hverfa frá hefð sinni að kjósa á fimmtudögum og ákveða sunnudag sem kj...

Írans­forseti sætir þungum skömmum fyrir að kunna sig ekki við andlát og jarðarför Hugos Chavez

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sætir mikilli gagnrýni af hálfu traustustu stuðningsmanna sinna eftir framgöngu sína þegar Hugo Chavez, forseti Venezúela, var borinn til grafar. Klerkar og nánir samstarfsmenn Ahmadinejads Íransforseta telja hann hafa brotið reglur kóransins með því að taka utan um og hugga Elenu Frias, móður Chavez, við útför sonar hennar.

Reiði á þingi Evrópu­sambandsins vegna stjórnar­skrárbreytinga í Ungverjalandi - krafist íhlutunar framkvæmda­stjórnar ESB

Á þingi Evrópu­sambandsins hafa menn brugðist reiðir við stjórnar­skrárbreytingum í Ungverjalandi. Þingmennirnir segja að með þeim sé vegið að mannréttingum í Evrópu.

Alaska: Rostungar í hættu vegna hlýnunar?

Í Alaska er rætt um, hvort rostungar geti verið í hættu vegna hlýnunar. Sérstakur dómstóll í Bandaríkjunum hefur staðfest að ísbirnir skuli vera á lista yfir dýrategundir í hættu vegna hlýnunar, þótt Alaska-ríki hafi mótmælt þeirri ákvörðun.

Evrópa: Matargjafir Rauða Kross ekki meiri frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari

Milljónir Evrópubúa þurfa á matargjöfum að halda frá Rauða Krossinum og öðrum hjálpar­samtökum að því er fram kemur í þýzka tímaritinu Der Spigel. Tveir þriðju Rauða Kross félaga innan Evrópu­sambandsins hafa hafið matargjafir, sem Spiegel segir benda til að efnahagskreppan í Evrópu hafi mikil áhrif til fátæktar.

Þýzkaland: Jafnaðarmenn vilja hækka skatta á hátekjufólk og taka upp eignaskatta á ný

Jafnaðarmenn í Þýzkalandi hafa birt stefnuskrá sína vegna þingkosninganna í september n.k. að því er fram kemur í Financial Times. Meginatriði hennar eru aukið þjóð­félags­legt réttlæti, hækkun efsta skattþreps úr 42% í 49% og endurupptaka eignaskatts, sem mætir mikilli andstöðu eigenda lítilla fyrirt...

Leiðarar

Hvers vegna vilja ESB-aðildarsinnar ekki ræða um stöðu ESB?

ESB-aðildarsinnar grípa hvert hálmstrá sem þeir geta í því skyni að tala um eitthvað annað en efni málsins þegar kemur að helsta baráttumáli þeirra, ESB-aðildinni.

Í pottinum

„Heimskulegasta leiðin“ tryggði Jóhönnu „verðmæta traustsyfirlýsingu“- Ha?

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, sagði á Alþingi í gærmorgun, að Þór Saari, alþingis­maður hefði valið „heimskulegustu leið, sem hægt var að hugsa sér“, þegar hann lagði fram tillögu um vantraust á ríkis­stjórnina.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS