ESB-þingið hafnar langtímafjárlögum ESB - krefst breytinga
ESB-þingið hefur hafnað 2014-20 langtímafjárlögum Evrópusambandsins. Þingmenn vilja að teknar verði upp viðræður við ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB um efni frumvarpsins.
Nýjar ESB-reglur um rétt flugfarþega reistar á reynslunni vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli
Vegna öskufallsins frá Eyjafjallajökli er talið að flugfélög hafi orðið að greiða um 1 milljarð punda (189 milljarða ISK) í bætur til farþega og annan aukakostnað. Þau urðu greiða kostnað vegna þess að farþegar um alla Evrópu urðu strandaglópar í allt að viku.
Norðmenn kæmu Svíum ekki til hjálpar yrði á þá ráðizt
Áætlanir Svía í vanarmálum byggja á því að nágrannaríki komi Svíum til hjálpar verði á þá ráðizt. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráherra Noregs, sem fyrir skömmu var á ferð í Stokkhólmi segist hinsvegar verða að taka það skýrt fram, að Norðmenn búi ekki yfir nægilegum varnarmætti til að koma öðrum þjóðum til hjálpar.
Rússland: Gassprenging í morgun-átta særðir
Gassprenging varð í morgun á gasvinnslusvæði við Bovanenkovo, sem er í norðurhluta Rússlands, skammt frá Hvítahafi og slösuðust átta menn. Óhappið varð á verkstæði á staðnum, þar em unnið var að stillingu tækja. Frá þessu segir Barents Observer, sem segir að á þessu svæði séu taldir vera um 4,9 trilljónir kúbíkmetra af gasi.
Grænland: Siumut sigraði - kona forsætisráðherra heimastjórnar?
Siumut, undir forystu Aleqa Hammond hlaut flest atkvæði og þingsæti í kosningunum á Grænlandi í gær. Flokkurinn fékk 42,8% atkvæða og 14 þingmenn. Á Grænlandsþingi sitja 31 þingmaður og þarf því 16 þingsæti á bak við heimastjórn. Gert er ráð frir að Aleqa Hammond fái umboð til stjórnarmyndunar og takist henni það verður það í fyrsta sinn sem kona gegnir slíku embætti á Grænlandi.
Jens Weidmann: Evrukreppan er ekki afstaðin-hallar undan fæti hjá Frökkum
Jens Weidmann, aðalbankastjóri Bundesbank, þýzka seðlabankans, sem jafnframt á sæti í bankaráði Seðlabanka Evrópu, segir að evrukreppan sé ekki afstaðin. Það hallar undan fæti hjá Frökkum og Bundesbank hefur lagt til hliðar milljarða í varúðarfærslum.
Matargjafir í Evrópu og veruleikafirring samfylkingarmanna
Sennilega hefur engin frétt, sem borizt hefur frá meginlandi Evrópu síðustu misseri undirstrikað jafn rækilega ástandið þar eins og frétt, sem birtist hér á Evrópuvaktinni í gær þess efnis, að matargjafir Rauða Krossins hefðu ekki verið meiri frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Frá þessu sagði framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða Krossins á ferð í Indlandi fyrir skömmu.
Ingimar Karl spinnur um Sjálfstæðisflokkinn - var rekinn af Stöð 2
Furðuleg umræða er hafin með þátttöku fréttamanna ríkisins um að það standi til að reka þá og fleiri starfsmenn hins opinbera komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda í kosningunum 27. apríl. Þessi nýstárlegi hræðsluáróður á upptök í útúrsnúningi á ummælum Styrmis Gunnarssonar og frammíkalli Jóns Gun...