Fimmtudagurinn 12. desember 2019

Fimmtudagurinn 14. mars 2013

«
13. mars

14. mars 2013
»
15. mars
Fréttir

ESB-þingið samþykkir nýja landbúnaðar­stefnu - niðurstaðan hörmuleg að mati sænskra ESB-þingmanna

Sænskir ESB-þingmenn eru þungorðir um samþykkt ESB-þingsins um landbúnaðarmál miðvikudaginn 13. mars. Snerist hún um umboð af hálfu þingsins í viðræðum við ráðherraráð ESB og framkvæmda­stjórn ESB um nýja landbúnaðar­stefnu ESB. Christofer Fjellner, ESB-þingmaður fyrir Moderatarna, sænska hægrimenn, ...

Leiðtogar ESB-ríkja koma saman í Brussel í von um að geta falið ágreining um meginleiðir í efnahagsmálum

Leiðtogar ESB-ríkjanna munu á fundi sínum fimmtudaginn 14. og föstudaginn 15. mars í Brussel leitast við að finna samnefnara á milli krafna um aðhald í ríkisfjármálum og útgjalda í þágu vaxtar. Atvinnuleysi hefur aldrei verið jafnmikið innan ESB og sérstaklega evru-svæðinu, einkum meðal ungs fólks....

Frans, nýr páfi, sýnir lítillæti við upphaf ferils - fyrsti Jesúítinn á páfastóli

Jorge Mario Bergoglio (76 ára), erkibiskup í Buenos Aires, var kjörinn páfi um rúmlega 18.00 að íslenskum tíma miðvikudaginn 13. mars. Hann tók sér nafnið Frans og er fyrsti páfi frá Suður-Ameríku og fyrsti Jesúíti sem verður páfi. Hann er þekktur fyrir einfalt líferni og náin tengsl við almúgafólk....

Brussel: Tveggja daga leiðtogafundur hefst síðdegis-efnahagsmál efst á blaði

Leiðtogar ESB-ríkjanna koma saman til tveggja daga fundar í Brussel í dag til þess að fara yfir stöðu efnahagsmála og björgunaraðgerða og leita leiða til að koma efnahagslífinu á skrið. Euobserver segir ólíklegt að dregið verði úr áherzlu á aðhald.

Rússland: Leyniþjónustan getur hlustað á Skype-samtöl og staðsett notendur

Rússneska leyniþjónustan FSB og innanríkis­ráðuneytið í Rússlandi (MVD) hafa getað hlustað símtöl notenda Skype í mörg ár og jafnframt staðsett hina sömu, segir rússneska dagblaðið Vedomosti og byggir frétt sína á sér­fræðingum á þessu sviði. Af þessum ástæðum hafa sum fyrirtæki í Rússlandi bannað starfsmönnum sínum að ræða málefni fyrirtækjanna á Skype.

Danmörk: Útgáfu 24stunda hætt-eitt fríblað eftir

Útgáfa danska dagblaðsins 24 stundir verður hætt frá og með 22. marz og verður þá einungis eitt fríblað eftir í Damörku, sem er metroxpress. Bæði blöðin hafa verið í eigu svissnesks fyrirtækis, sem hefur tilkynnt um lokun fyrr­nefnda blaðsins og breytingar á hinu síðar­nefnda. Frá þessu er sagt í Berl...

Þýzkaland: Stjórnvöld boða aukið aðhald sem forsendu vaxtar

Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands hefur skýrt frá því, að fjárlaga­frumvarp Þýzkalands fyrir árið 2014 muni byggja á meira en 5 milljarða evra niðurskurði útgjalda, sem leiði til þess að Þjóðverjar nái jafnvægi á fjárlögum árið 2015 eða ári fyrr en að var stefnt. Schauble segir að þetta séu skýr skilaboð til annarra Evrópu­ríkja. Frá þessu segir í Financial Times.

Leiðarar

Evrópu­stofa - tákn aumasta blettsins á ESB

Umræður um starfsemi Evrópu­stofu hér á landi snerta lýðræðishallann í Evrópu­sambandinu, skort á lögmætu umboði embættismanna ESB. Aumasta blettinn á ESB sem veldur Brusselmönnum vaxandi vandræðum í öllum löndum ESB. Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra og ráðuneyti hans neita allri aðild að ákvör...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS