Illa brugðist við orðum Dijsselbloems - verðlækkun á fjármálamörkuðum
Verðmæti hlutabréfa lækkaði í Evrópu og Bandaríkjunum þrátt fyrir samkomulag um neyðarlán til Kýpverja. Lækkunina má rekja til orða sem Jeroen Dijsselbloem, formaður evru-ráðherrahópsins og fjármálaráðherra Hollands, lét falla í samtali við Reuters-fréttastofuna og sagt er frá í annarri frétt hér á síðunni.
Leiðin sem valin var við lausn á bankakreppunni á Kýpur er reist á nýjum viðbrögðum innan evru-ráðherrahópsins við ákalli banka um aðstoð . Reuters-fréttastofan segir að Jeroen Dissjelbloem, formaður evru-ráðherrahópsins og fjármálaráðherra Hollands, gefi til kynna að í öðrum evru-löndum verði menn ...
Danske Bank birti niðurstöðu könnunar mánudaginn 25. mars sem sýnir að að aðeins 15% Dana vilja taka upp evru en 56,9% vilja það ekki. Forskot andstæðinga evrunnar er 42 prósentustig.
Kýpur: Óvíst hvenær bankar opna - slitastjóri vegna Laiki - spáð 26% atvinnuleysi
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort viðskiptabankar verði opnaðir á Kýpur þriðjudaginn 26. mars. Þeir hafa verið lokaðir í 10 daga af hræðslu við að innistæðureikningar yrðu ella tæmdir.Spáð er að innan árs verði atvinnuleysi á Kýpur orðið 26%. Þegar AFP-fréttastofan leitaði upplýsinga hj...
Forseti Grikklands: Samkomulagið við Kýpur „óþolandi“
Viðbrögð í Grikklandi við samkomulagi Kýpur og ESB/AGS/SE eru misjöfn að því er fram kemur á ekathimerini. Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar segir niðurstöðuna sársaukafulla fyrir Kýpverja en sagði að hún hefði þó stöðvað ferð Kýpur út af evrusvæðin. SYRIZA,bandalag vinstri manna á Grikklandi fordæmir samkomulagið og segir Kýpverja hafa gefizt upp fyrir fjárkúgun og hótunum.
Kýpur: Stjórnmálaleiðtogar fallast á samkomulagið án deilna-100 evru hámark á úttektir
Tveir stærstu bankar Kýpur, Kýpurbanki (Bank of Cyprus) og Laiki banki hafa sett 100 evra hámark á úttektir úr hraðbönkum í dag. Stjórnmálaleiðtogar á Kýpur voru saman komnir í forsetabústaðnum í Nikosíu í gærkvöldi og í morgun, þar sem Nikos Anastasiades, forseti gerði þeim grein fyirr niðurstöðum viðræðna í Brussel.
Viðskiptaritstjóri BBC: „Eyðileggjandi björgun“ fyrir Kýpur
Róbert Peston, viðskiptaritstjóri BBC segir að lýsa megi því sem hann kallar „eyðileggjandi björgun“ Kýpur á þennan veg: Eftir standi efnahagskerfi þar sem engin lán verði að fá og muni þess vegna minnka mjög og með sársaukafullum hætti fyrir íbúana. Aðal atvinnustarfsemin á Kýpur, sem sé að vera alþjóðleg fjármálamiðstöð, verði lögð niður.
Reuters: Norðmenn vinna minna og minna- og bjóða hættunni heim
Norðmenn vinna minna og minna og hafa meiri áhuga á frístundaiðkun og fjölskyldulífi, segir í fréttaskýringu Reuters-fréttastofunnar um áhrif ríkidæmis Norðmanna á daglegt líf þeirra. Þar segir að þeim fjölgi, sem hætti að vinna síðdegis á fimmtudegi í stað föstudags og taki sér langa helgi.
Annar stærsti banki Kýpur, Laiki, hverfur úr sögunni með vísan til samkomulags sem Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, gerði að kvöldi sunnudags 24. mars við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þríeykið. Eigendur bankareikninga með 100.000 evru innistæðu tapa hluta þess fj...
Hlutabréf hækka í verði í Evrópu
Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í morgun í kjölfar samkomulagsins um lausn á bankakreppunni á Kýpur.
Kýpur: Eigendur skuldabréfa tveggja stærstu banka og hárra innistæðna tapa stórfé
Kjarninn í því samkomulagi, sem gert var um Kýpur undir morgun í Brussel er sá, að eigendur hárra innistæðna í tveimur stærstu bönkum landsins verða fyrir miklu tapi en innistæður undir 100 þúsund evrum eru tryggðar.
Afstaða Evrópusambandsríkja til banka hefur breytzt í grundvallaratriðum á síðustu fimm árum eða svo. Haustið 2008 var það stórmál í huga forystumanna ESB-ríkja, að hvorki mætti skerða hár á höfði eigenda skuldabréfa, sem bankar höfðu gefið út né heldur að skerða mætti innistæður, þótt vextir hafi lengi verið skattlagðir með ýmsum hætti.