Föstudagurinn 20. maí 2022

Þriðjudagurinn 26. mars 2013

«
25. mars

26. mars 2013
»
27. mars
Fréttir

Framkvæmda­stjórn ESB mælir með aðild Króatíu að ESB 1. júlí 2013

Framkvæmda­stjórn ESB hefur gefið Króötum samþykki sitt við aðild þeirra að Evrópu­sambandinu 1. júlí 2013. Króatía verður 28. aðildarríki ESB. Þegar alþingi samþykkti umsókn Íslands um ESB-aðild var talað um að Króatía og Ísland yrðu samferða inn í ESB. Viðræður um erfiðustu aðildarkafla Íslands eru...

Kýpur: Uppnám í bankastarfsemi - óvíst að bankar verði opnaðir á fimmtudag

Bankar á Kýpur voru lokaðir 11. daginn í röð þriðjudaginn 26. mars. Haft var eftir embættismönnum að það þyrfti „ofurmannlegt“ átak ætti að takast að opna bankana fimmtudaginn 28. mars. Andreas Artemis, stjórnar­formaður Kýpurbanka, stærsta viðskiptabanka landsins, sagði af sér formennskunni þriðjud...

Hart er sótt að Jeroen Dijsselbloem vegna yfirlýsinga og framkomu við lausn á bankavanda Kýpur - fundið að reynsluleysi og dónaskap

Hart er sótt að Jeroen Dijsselbloem, fjármála­ráðherra Hollands og nýkjörnum formanni evru-ráðherrahópsins, fyrir yfirlýsingar hans um uppstokkun bankakerfisins á Kýpur og hvernig hann stendur að úrlausn mála segir í Der Spiegel þriðjudaginn 26. mars. Þetta og annað eins hefði aldrei gerst í tíð forv...

Meirihluti Pólverja vill ekki evru

Næstum tveir þriðju Pólverja eru andvígir upptöku evru.

Hagkerfi Kýpur mun dragast saman um 20% fram til 2017-þúsundir missa vinnu vegna minnkandi bankakerfis

Sér­fræðingar telja, að hagkerfi Kýpur muni dragast saman um 20% fram til ársins 2017 og framkvæmda­stjórn ESB mun setja upp sérstaka verkefna­stjórn til þess að örva aðra atvinnustarfsemi á eyjunni. Þetta kemur fram í Irish Times í dag, sem bendir á, að bankastarfsemi og ferðaþjónusta hafi verið tveir megin atvinnuvegir Kýpurbúa.

Spánn: Hluta­bréf í Bankia hrundu í gær-urðu nánast verðlaus

Algert hrun varð á verði hluta­bréfa í spænska bankanum Bankia í gær, þegar í ljós kom á lokastigi björgunaraðgerða vegna bankans, að hluthafar tapa nánast öllu sínu tveimur árum eftir að bankinn, sem varð til með sameiningu nokkurra spari­sjóða var skráður á markað í Madrid.

BBC: Tap stórra innistæðu­eigenda mun nema um 40% -segir fjármála­ráðherra Kýpur

Þeir sem eiga innistæður yfir 100 þúsund evrum í Kýpurbanka og Laiki-banka munu tapa frá 40% og upp í 100% af innistæðum sínum segir Daily Telegraph í dag.

Kýpur: Sakamálarannsókn fer fram á falli bankanna

Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, sagði í gær, að hafin yrði sakamálarannsókn á því hvernig Kýpur hefði komizt í þann vanda, sem landið hefur staðið frammi fyrir. Þetta kemur fram á ekathimerini, gríska vefmiðlinum. Bankar á Kýpur verða lokaðir fram á fimmtudag en í gær var búizt við að allir nema tveir yrðu opnaðir í dag.

Leiðarar

Ísland október 2008 - Kýpur mars 2013

Þegar teknar voru ákvarðanir hér haustið 2008 um að setja innistæður í nýja banka en skilja gömlu bankana eftir sem skuldaskeljar var svo skipulega gengið til verks að greiðsluþjónusta og bankastarfsemi gagnvart almenningi og fyrirtækjum gekk snurðulaust fyrir sig.

Í pottinum

Þingmenn stjórnar­flokkanna vilja ekki yfirgefa þinghúsið-þeir ríghalda í stólana

Þingið situr enn. Það er ljóst að stórir hópar þingmanna stjórnar­flokkanna geta ekki hugsað sér að yfirgefa þinghúsið. Þeir ríghalda í stólana. Ástæðan er augljós.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS