Málráð Svíþjóðar lætur undan kröfum Google - fjarlægir orð af lista sínum
Vegna mótmæla frá Google hefur Málráð Svíþjóðar ákveðið að fjarlægja orðið „ungoogleable“ af lista yfir ný sænsk orð. Málráðið skýrði orðið „ungoogleable“ eða „ogooglebar“ á sænsku sem eitthvað ófinnanlegt á leitarvélum. Google vildi hins vegar að orðið vísaði aðeins til þess sem ekki mætti finna á leitarvél Google. Benti félagið á að Google væri verndað vörumerki.
Sabine Leutheusser-Schnarrenberger. dómsmálaráðherra Þýskalands, krefst þess að æðstu menn ESB taki upp hanskann fyrir Þjóðverja þegar á þá er ráðist fyrir hlut þeirra við að leysa evru-kreppuna. Telur hún árásir af þessu tagi með öllu ómaklegar.
Þýskaland: Kýpurkreppan haggar ekki yfirburðastöðu Angelu Merkel
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur ekki fallið í áliti meðal þýskra kjósenda vegna Kýpurmálsins og hvernig ESB hefur haldið á því.
Þýskaland: Ný könnun sýnir að 33% Þjóðverja vilja þýska markið aftur
Í Die Welt er birt niðurstaða könnunar á vegum Forsa sem sýnir að 33% Þjóðverja hafa enga trú á evrunni og vilja fá þýska markið afnur.
Hreinsanir í bankakerfi Kýpur - bankastjóri Kýpurbanka rekinn
Yiannis Kypri, bankastjóri Kýpurbanka (Bank of Cyprus), stærsta viðskiptabanka á Kýpur hefur verið rekinn úr starfi. BBC segir að þríeykið, ESB, Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi krafist brottrekstursins. Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB segir frétt BBC ranga. Trúnaðarmaður stjórnvalda hefur verið skipaður til að umbylta Kýpurbanka.
Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, hefur sakað Þjóðverja um að vilja ráða öllu á evru-svæðinu og segir að litlar þjóðir eins og Írar eigi að hafa frelsi til að þróa hjá sér fjármálamiðstöðvar. Ráðherrann segir að þýskir stjórnmaálmenn berjist fyrir „yfirráðum“ á evru-svæðinu með fyrirmælum til Kýpverja um hvernig efnahags- og fjármálakerfi þeir skuli reka.
Kýpur: Öryggisvörðum fjölgað innan banka á morgun-löggæzla hert utan dyra
Þegar bankar opna á Kýpur á morgun verður öryggisvörðum innan bankanna fjölgað mjög og löggæzla utan bankanna verður hert.
Þingnefnd vill lista yfir þá, sem fluttu fé frá Kýpur fyrir 15. marz
Þingið á Kýpur vill fá lista með nöfnum þeirra, sem fluttu peninga frá Kýpur fyrir þá ákvörðun, sem tekin var 15. marz um að leggja skatt á innistæður í bönkum á Kýpur. Að loknum fimm klukkustunda fundi sagði formaður þingnefndar, sem fjallar um málið að meiri upplýsinga sé þörf. Hann segir að ranns...
Námsmenn í Nicosíu: Berjumst-Þeir eru að drekka blóð okkar-eyðileggja framtíð okkar og drauma
Þúsundir skólanemenda og háskólastúdenta mótmæltu samkomulaginu á milli Kýpur og ESB/AGS/SE í gær. Þeir komu saman á Solomou-torgi í Nicosíu kl.
Cyprus-Mail: Ágreiningur framkvæmdastjórnar ESB og Seðlabanka Evrópu tefur opnun banka á Kýpur
Fjármálaráðuneytið á Kýpur tilkynnti í gærkvöldi að allir bankar eyjunnar yrðu lokaðir til morguns, fimmtudag, en áður hafði verið reiknað með að einungis Kýpurbanki og Laiki-banki yrðu lokaðir til morguns.
Það eru stórpólitísk átök framundan í Evrópu-enn einu sinni
Í bók eftir ungan brezkan sagnfræðing, Graham Stewart að nafni, sem heitir Bang!
Alþingi: Þrjú stór mál á kjörtímabilinu-ekkert náði fram að ganga
Núverandi ríkisstjórn og stjórnarflokkar lögðu upp með þrjú stór mál fyrir fjórum árum, fyrir utan það vekefni að sjálfsögðu að rétta landið við eftir hrunið.