Fimmtudagurinn 30. júní 2022

Miðvikudagurinn 27. mars 2013

«
26. mars

27. mars 2013
»
28. mars
Fréttir

Málráð Svíþjóðar lætur undan kröfum Google - fjarlægir orð af lista sínum

Vegna mótmæla frá Google hefur Málráð Svíþjóðar ákveðið að fjarlægja orðið „ungoogleable“ af lista yfir ný sænsk orð. Málráðið skýrði orðið „ungoogleable“ eða „ogooglebar“ á sænsku sem eitthvað ófinnanlegt á leitarvélum. Google vildi hins vegar að orðið vísaði aðeins til þess sem ekki mætti finna á leitarvél Google. Benti félagið á að Google væri verndað vörumerki.

Þýskur ráðherra krefst stuðnings forystumanna ESB gegn óvild og andróðri í garð Þjóðverja í ESB-kreppuríkjunum

Sabine Leutheusser-Schnarrenberger. dómsmála­ráðherra Þýskalands, krefst þess að æðstu menn ESB taki upp hanskann fyrir Þjóðverja þegar á þá er ráðist fyrir hlut þeirra við að leysa evru-kreppuna. Telur hún árásir af þessu tagi með öllu ómaklegar.

Þýskaland: Kýpurkreppan haggar ekki yfirburðastöðu Angelu Merkel

Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur ekki fallið í áliti meðal þýskra kjósenda vegna Kýpurmálsins og hvernig ESB hefur haldið á því.

Þýskaland: Ný könnun sýnir að 33% Þjóðverja vilja þýska markið aftur

Í Die Welt er birt niðurstaða könnunar á vegum Forsa sem sýnir að 33% Þjóðverja hafa enga trú á evrunni og vilja fá þýska markið afnur.

Hreinsanir í bankakerfi Kýpur - banka­stjóri Kýpurbanka rekinn

Yiannis Kypri, banka­stjóri Kýpurbanka (Bank of Cyprus), stærsta viðskiptabanka á Kýpur hefur verið rekinn úr starfi. BBC segir að þríeykið, ESB, Seðlabanki Evrópu og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðurinn hafi krafist brottrekstursins. Talsmaður framkvæmda­stjórnar ESB segir frétt BBC ranga. Trúnaðarmaður stjórnvalda hefur verið skipaður til að umbylta Kýpurbanka.

Utanríkis­ráðherra Lúxemborgar varar við yfirráða­stefnu Þjóðverja innan ESB - lítil ríki verði að hafa svigrúm til fjármálaþjónustu

Jean Asselborn, utanríkis­ráðherra Lúxemborgar, hefur sakað Þjóðverja um að vilja ráða öllu á evru-svæðinu og segir að litlar þjóðir eins og Írar eigi að hafa frelsi til að þróa hjá sér fjármála­miðstöðvar. Ráðherrann segir að þýskir stjórnmaálmenn berjist fyrir „yfirráðum“ á evru-svæðinu með fyrirmælum til Kýpverja um hvernig efnahags- og fjármálakerfi þeir skuli reka.

Kýpur: Öryggisvörðum fjölgað innan banka á morgun-löggæzla hert utan dyra

Þegar bankar opna á Kýpur á morgun verður öryggisvörðum innan bankanna fjölgað mjög og löggæzla utan bankanna verður hert.

Þing­nefnd vill lista yfir þá, sem fluttu fé frá Kýpur fyrir 15. marz

Þingið á Kýpur vill fá lista með nöfnum þeirra, sem fluttu peninga frá Kýpur fyrir þá ákvörðun, sem tekin var 15. marz um að leggja skatt á innistæður í bönkum á Kýpur. Að loknum fimm klukkustunda fundi sagði formaður þing­nefndar, sem fjallar um málið að meiri upplýsinga sé þörf. Hann segir að ranns...

Námsmenn í Nicosíu: Berjumst-Þeir eru að drekka blóð okkar-eyðileggja framtíð okkar og drauma

Þúsundir skóla­nemenda og háskóla­stúdenta mótmæltu samkomulaginu á milli Kýpur og ESB/AGS/SE í gær. Þeir komu saman á Solomou-torgi í Nicosíu kl.

Cyprus-Mail: Ágreiningur framkvæmda­stjórnar ESB og Seðlabanka Evrópu tefur opnun banka á Kýpur

Fjármála­ráðuneytið á Kýpur tilkynnti í gærkvöldi að allir bankar eyjunnar yrðu lokaðir til morguns, fimmtudag, en áður hafði verið reiknað með að einungis Kýpurbanki og Laiki-banki yrðu lokaðir til morguns.

Leiðarar

Það eru stórpólitísk átök framundan í Evrópu-enn einu sinni

Í bók eftir ungan brezkan sagn­fræðing, Graham Stewart að nafni, sem heitir Bang!

Í pottinum

Alþingi: Þrjú stór mál á kjörtímabilinu-ekkert náði fram að ganga

Núverandi ríkis­stjórn og stjórnar­flokkar lögðu upp með þrjú stór mál fyrir fjórum árum, fyrir utan það vekefni að sjálfsögðu að rétta landið við eftir hrunið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS