Evrópa: Spurningar vakna um bankakerfi Lúxemborgar og Möltu
Aðalhagfræðingur Deutsche Bank, Thomas Meyer, hefur vakið upp spurningar um stöðu Lúxemborgar og Möltu í ljósi bankakreppunnar á Kýpur og bendir á að bankakerfið á Möltu sé átta sinnum stærra en hagkerfi eyjunnar og að bankakerfi Lúxemborgar sé 22 sinnum stærra en hagkerfi borgríkisins.
Guardian: Nú er sagt að höftin á Kýpur standi í mánuð- í gær var sagt í viku
Brezka dagblaðið Guardian segir í dag að fyrir sólarhring hafi stjórnvöld á Kýpur sagt að gjaldeyrishöftin, sem sett voru á sl. miðvikudagskvöld mundu standa í viku. Nú hafi þau lýst því yfir að þau muni standa lengur og nefna nú um það bil mánuð. Það er utanríkisráðherra Kýpur, Ioannis Kasoulides, sem hefur skýrt frá þessu og segir að höftunum verið aflétt smátt og smátt.
Kýpur: Tyrkir segja gaslindir sameign beggja þjóðarbrota
Utanríkisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutogiu, hefur sett fram þrjár tillögur um framtíð Kýpur. Í fyrsta lagi að hinir tveir hlutar Kýpur sameinist og vinni sameiginlega að því að nýta auðlindir hafsins í kringum eyjuna eða að samhliða friðarviðræðum myndi Grikkir og Tyrkir á eyjunni sameiginlega nefnd, sem vinni að nýtingu gaslinda og markaðssetningu þeirra.
Carl Bildt í Nikósíu: Þið fenguð björgunarlán-Ísland ekki
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar hefur verið á ferð í Nikosíu, höfuðborg Kýpur. Hann lýsti því yfir við blaðamenn þar í gær að hann væri enn stuðningsmaður þess að Svíar taki upp evru og spáði því að einhvern tíma í framtíðinni færi fram ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Svíþjóð um það.
Stjórnarkreppa á Ítalíu: Forsetinn ræði við fulltrúa flokkanna í dag
Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, mun eiga fund með leiðtogum stjórnmálaflokkanna í dag til þess að reyna að brjótast út úr þeirri sjálfheldu, sem ítölsk stjórnmál hafa verið í eftir þingkosningarnar, sem þar fóru fram í febrúar.
Nú eru það Lúxemborg og Malta!
Ekki er fyrr búið að leysa brýnasta vandann á Kýpur en athyglin beinist að nýjum veikum blettum í Evrulandi. Nú er það Lúxemborg með bankakerfi, sem er 22 sinnum stærra en hagkerfi Lúxemborgar og Malta en þar er bankakerfið átta sinnum stærra.
Ónýta evran á Kýpur og misheppnuð gagnsókn Árna Páls
Samfylkingin (og meðreiðarsveinar hennar í VG) tapaði meginorustunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu á vígvöllum meginlands Evrópu. Það var framvinda mála innan ESB, sem sannfærði íslenzku þjóðina um að hún ætti ekki erindi inn í þau samtök.