Föstudagurinn 15. janúar 2021

Föstudagurinn 29. mars 2013

«
28. mars

29. mars 2013
»
30. mars
Fréttir

Evrópa: Spurningar vakna um bankakerfi Lúxemborgar og Möltu

Aðalhag­fræðingur Deutsche Bank, Thomas Meyer, hefur vakið upp spurningar um stöðu Lúxemborgar og Möltu í ljósi bankakreppunnar á Kýpur og bendir á að bankakerfið á Möltu sé átta sinnum stærra en hagkerfi eyjunnar og að bankakerfi Lúxemborgar sé 22 sinnum stærra en hagkerfi borgríkisins.

Guardian: Nú er sagt að höftin á Kýpur standi í mánuð- í gær var sagt í viku

Brezka dagblaðið Guardian segir í dag að fyrir sólarhring hafi stjórnvöld á Kýpur sagt að gjaldeyris­höftin, sem sett voru á sl. miðvikudagskvöld mundu standa í viku. Nú hafi þau lýst því yfir að þau muni standa lengur og nefna nú um það bil mánuð. Það er utanríkis­ráðherra Kýpur, Ioannis Kasoulides, sem hefur skýrt frá þessu og segir að höftunum verið aflétt smátt og smátt.

Kýpur: Tyrkir segja gaslindir sameign beggja þjóðar­brota

Utanríkis­ráðherra Tyrklands, Ahmet Davutogiu, hefur sett fram þrjár tillögur um framtíð Kýpur. Í fyrsta lagi að hinir tveir hlutar Kýpur sameinist og vinni sameiginlega að því að nýta auðlindir hafsins í kringum eyjuna eða að samhliða friðarviðræðum myndi Grikkir og Tyrkir á eyjunni sameiginlega nefnd, sem vinni að nýtingu gaslinda og markaðssetningu þeirra.

Carl Bildt í Nikósíu: Þið fenguð björgunarlán-Ísland ekki

Carl Bildt, utanríkis­ráðherra Svíþjóðar hefur verið á ferð í Nikosíu, höfuðborg Kýpur. Hann lýsti því yfir við blaðamenn þar í gær að hann væri enn stuðningsmaður þess að Svíar taki upp evru og spáði því að einhvern tíma í framtíðinni færi fram ný þjóðar­atkvæða­greiðsla í Svíþjóð um það.

Stjórnar­kreppa á Ítalíu: Forsetinn ræði við fulltrúa flokkanna í dag

Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, mun eiga fund með leiðtogum stjórnmála­flokkanna í dag til þess að reyna að brjótast út úr þeirri sjálfheldu, sem ítölsk stjórnmál hafa verið í eftir þingkosningarnar, sem þar fóru fram í febrúar.

Leiðarar

Nú eru það Lúxemborg og Malta!

Ekki er fyrr búið að leysa brýnasta vandann á Kýpur en athyglin beinist að nýjum veikum blettum í Evrulandi. Nú er það Lúxemborg með bankakerfi, sem er 22 sinnum stærra en hagkerfi Lúxemborgar og Malta en þar er bankakerfið átta sinnum stærra.

Í pottinum

Ónýta evran á Kýpur og misheppnuð gagnsókn Árna Páls

Samfylkingin (og meðreiðarsveinar hennar í VG) tapaði meginorustunni um aðild Íslands að Evrópu­sambandinu á vígvöllum meginlands Evrópu. Það var framvinda mála innan ESB, sem sannfærði íslenzku þjóðina um að hún ætti ekki erindi inn í þau samtök.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS