Kýpur: Allt að 60% sparifjár yfir 100.000 evrur kann að verða gert upptækt
Embættismenn fjármálaráðuneytisins og seðlabankans á Kýpur segja að upphaflegt tjón stórra reikningseigenda í Kýpurbanka verði 37,5% en geti hækkað um 22,5 prósentustig og orðið 60% verði það óhjákvæmilegt til að endurfjármagna bankann.
Ítalíuforseti situr sem fastast
Giorgio Napolitano (87 ára) Ítalíuforseti hefur bundið enda á allar vangaveltur um að hann kunni að segja af sér fyrir lok kjörtímabils síns. Orðrómur hafði verið á kreiki um afsögn hans en þar með hefði verið unnt að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Kjörtímabil forsetans rennur út í maí.
Framkvæmdastjórn ESB vill efla Europol
Framkvæmdastjórn ESB vill auka vald Europol, Evrópulögreglunnar.
Noður-Kóreumenn lýsa stríðsástandi á Kóreuskaga - setja eldflaugapalla í skotstöðu
Norður-Kóreumenn hafa lýst yfir „stríðsástandi“ gagnvart Suður-Kóreu. Með því stigmagna ráðamenn í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, spennu sem þeir hafa skapað í samskiptum við Bandaríkjamenn og S-Kóreumenn vegna innleiðingar á ströngum alþjóðlegum refsiaðgerðum.
Fjármálaráðherra Lúxemborgar: Aðgerðir á Kýpur geta leitt til fjárflótta af evrusvæðinu
Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, segir í samtali við þýzka tímaritið Der Spiegel, að björgunaraðgerðir á Kýpur, sem byggjast m.a. á því að leggja hald á peninga innistæðueigenda í föllnum bönkum geti eyðilagt traust innistæðueigenda í öðrum evruríkjum til banka. Afleiðingin verði sú að fjá...
Wolfgang Schauble: Kýpur er sérmál-ekki fyrirmynd að öðrum lausnum
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands segir í samtali við þýzka dagblaðið Bild í dag, að innistæður í bönkum á evrusvæðinu séu öruggar. Kýpur sé sérmál og ekki fyrirmynd að sambærilegum lausnum í framtíðinni.
Kýpur: Seðlabankinn slakar á reglum um kortanotkun heima fyrir
Seðlabanki Kýpur hefur aðeins slakað á þeim ströngu reglum, sem settar voru um greiðslur sl. miðvikudagskvöld áður en bankar opnuðu á ný. Að sögn BBC er nú hægt að nota kreditkort og debetkort með eðlilegum hætti heima fyrir. Seðlabankinn segist muni endurskoða settar reglur dag hvern og laga þær að aðstæðum.
Ítalía: Hugsanlegt að forsetinn segi af sér til að greiða fyrir nýjum þingkosningum
Hugsanlegt er að Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, sem á að hætta í maí segi af sér þegar í stað til þess að greiða fyrir nýjum þingkosningum. Reuters hefur þetta eftir heimildarmanni, sem þekkir vel til. Heimildarmaðurinn telur að forsetinn gefi yfirlýsingu um næstu skref síðar í dag.
Kýpur: Eigendur ótryggðra innistæðna fá 37,5% í hlutabréfum í Kýpurbanka en geta tapað öllu öðru
Reuters-fréttastofan segir í morgun, að eigendur innistæðna í stærsta banka á Kýpur kunni að tapa mun meira fé en áður var talið. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því, að þeir muni fá hlutabréf í bankanum sem nemi 37,5% af innistæðum þeirra yfir 100 þúsund evrum en geti hugsanlega tapað öllu öðru. Frá þessu verði skýrt í dag, laugardag.
Bildt telur Kýpverja betur setta en Íslendinga
Þeir sem lesa vefsíðu Carls Bildts, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sjá að hann hefur verið í Grikklandi og á Kýpur í páskavikunni. Hann lýsir efnahagsvanda Grikkja og samtölum við ráðamenn þar auk þess sem hann segir frá fundi með forseta Kýpur og utanríkisráðherra landsins.
Um heimssýn Hannesar Péturssonar og Þorsteins Pálssonar - og gömlu nýlenduveldin í Evrópu
Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins sýnir Evrópuvaktinni mikla vinsemd í grein í Fréttablaðinu í dag.