Mánudagurinn 25. janúar 2021

Laugardagurinn 6. apríl 2013

«
5. apríl

6. apríl 2013
»
7. apríl
Fréttir

Breskur ráðherra í sultustríði við Brusselmenn - vill að kalla megi sultu sultu

Vince Cable, viðskipta­ráðherra Breta, vinnur að því hörðum höndum að sögn The Guardian, að fá breytt reglum ESB sem mæla fyrir um að ekki megi kalla vöru sultu (jam á ensku) nema í henni sé að minnsta kosti 60% sykur. Hann hefur komið til móts við óskir á heima­markaði og lækkað þessa kröfu um sykurmagn.

Ítalía: Efnahags- og stjórnmálakreppa magnast - engin ríkis­stjórn í sjónmáli

Nú er rúmur mánuður liðinn frá þingkosningum á Ítalíu og ekkert bólar á nýrri ríkis­stjórn. Efnahagsvandinn er óleystur og stjórnmálaforingjar geta ekki rætt saman. Pier Luigi Bersani, leiðtogi mið-vinstrabandalagsins fékk umboð til stjórnar­myndunar en skilaði því að nýju eftir árangurslausar tilraunir.

Grikkland: Deilur milli þríeykis og ráðherra um uppsagnir 7000 opinberra starfsmanna

Síðustu daga hafa staðið yfir fundarhöld í Aþenu á milli stjórnvalda og þríeykisins svo­nefnda, ESB/AGS/SE, sem snúast m.a. um uppsagnir opinberra starfsmanna í Grikklandi. Gríski vefmiðillinn ekathimerini segir að kröfur þríeykisins um uppsagnir valdi nú spennu í samsteypu­stjórn Samaras, forsætisráð...

Leiðarar

Samfylkingin og þumalskrúfur þríeykisins

Þeir sem hæst létu um það veturinn 2008 til 2009 að aðeins umsókn um aðild Íslands að Evrópu­sambandinu mundi duga til að skapa stöðugleika í íslenskum efnahagsmálum, bæta hag heimilanna og færa íslensku krónuna í skjól hafa farið með stjórn landsins undanfarin fjögur ár.

Í pottinum

Álfheiður, á að selja aðgang að flaggstönginni á Lögbergi?

Fréttir berast um að ákveðið hafi verið að taka gjald af þeim sem stunda kvikmynda­töku í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Álfheiður Inga­dóttir, formaður Þingvalla­nefndar, segir að áfram megi taka hreyfimyndir til heimabrúks án þess að greiða gjaldið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS