Þriðjudagurinn 10. desember 2019

Þriðjudagurinn 9. apríl 2013

«
8. apríl

9. apríl 2013
»
10. apríl
Fréttir

Prinsinn af Liechtenstein: Bankaleynd er á undanhaldi vegna sjálfkrafa miðlunar upplýsinga

Prins Hans-Adam af Liechtenstein sagði þriðjudaginn 9. apríl að í Evrópu þróuðust mál í þá á átt að sjálfkarfa yrðu sendar upplýsingar um bankaviðskipti til að bregðast við skoti undan skatti. „Ég held að við séum á leið til sjálfkrafa miðlunar á upplýsingum. Þrýstingurinn verður sífellt meiri,“ sa...

EUobserver: Þorfinnur Ómarsson var ráðinn á stundinni til að svara fyrir Ísland í hruninu - afskriftir hjá erlendum kröfuhöfum

Hér á Evrópu­vaktinni er oft vitnað til þess sem birtist á vefsíðunni EUobserver enda er hún almennt trúverðug um það sem gerist á vettvangi ESB og í aðildarríkjunum auk þess að kynna mál frá sjónarhorni sem ekki er að finna alls staðar. Þetta á við um samtal Valentinu Pop við Þorfinn Ómarsson, fyrrv.

Deilur á Der Spiegel milli prent- og vefrit­stjórnar - prentútgáfan í kröggum

Miklar deilur ríkja innan þýska vikuritsins Der Spiegel vegna ágreinings á milli rit­stjóra prentaða eintaks vikuritsins annars vegar og rit­stjóra vefsíðu þess, Spiegel Online, hins vegar. Der Spiegel er vinsælasta fréttatímarit Þýskalands. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fyrir dyrum standi að reka tvo aðalrit­stjóra tímaritsins, Georg Mascolo og Mathias Müller von Blumencron.

Helmut Kohl: Þýska þjóðin hefði aldrei samþykkt upptöku evru - varð að haga mér eins og einræðisherra

Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, viðurkennir að hann hefði aldrei fengið þýsku þjóðina til að samþykkja upptöku evru í atkvæða­greiðslu og segir að hann hafi beitt sér „eins og einræðisherra“ til að knýja innleiðingu hinnar sameiginlegu myntar.

Þýzkur hag­fræðingur varar við efnahagsstöðu Frakklands

Thomas Mayer, fyrrum aðalhag­fræðingur Deutsche Bank segir, að fyrir utan Kýpur sé Írlandi í mestri hættu evruríkja að lenda í efnahagslegum vandamáum á nýjan leik.

Þýskaland: Stuðningur við evruna stóreykst

Mikill meirihluti Þjóðverja vill halda í evruna þrátt fyrir fjögurra ára skuldakreppu á evru-svæðinu. Stuðningur Þjóðverja við evruna hefur aukist mikið síðustu tólf mánuði og er talið að það megi rekja til góðs efnahags- og atvinnuástands í Þýsklandi.

OECD: Slóvenía stendur frammi fyrir alvarlegri bankakreppu

Efnahags- og framfara­stofnun Evrópu (OECD) hefur sent frá sér aðvörun um að Slóvenía standi frammi fyrir alvarlegri bankakreppu. Stofnunin hefur komizt að þeirri niðurstöðu að kostnaður við björgun bankanna þar sé verulega hærri en hingað til hefur verið talið. OECD telur að tapaðar skuldir í bankakerfinu séu mun meiri en haldið hefur verið fram.

Leiðarar

Öttinger auðveldar Össuri blekkingarleikinn

Sáttmálar Evrópu­sambandsins gera ráð fyrir að eignar­réttur sé virtur, einstaklinga og ríkja. Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra sá hins vegar ástæðu til að fara til Brussel fáeinum vikum fyrir þingkosningar til að hitta Günther Öttinger, orkumála­stjóra ESB, til að fá þetta staðfest.

Í pottinum

Fréttastofa ríkisútvarpsins enn í símtali frá október 2008 - spyr ekki Gylfa Magnússon um ábyrgð hans

Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaga­nefndar alþingis, varaformaður VG og fráfarandi alþingis­maður, hélt vikum saman lifandi umræðum um símtal milli Geirs H. Haarde forsætis­ráðherra og Davíðs Oddssonar seðlabanka­stjóra á dögum bankahrunsins um úrræði sem reynd voru til að bjarga Kaupþingi frá fall...

Hvað á svona yfirborðslegt hjal að þýða?

Hugsið ykkur nú bara! „Evrópu­sambandið býður Íslendingum náið samráð um fríverzlun“, segir í fyrirsögn á frétt á netútgáfu Morgunblaðsins nú síðdegis.

Af hverju á að taka mark á þeim nú frekar en í Icesave?

Þegar Icesave-málið var til umræðu kom hver sér­fræðingurinn á fætur öðrum fram í fjölmiðlum hér, ekki sízt í RÚV, til þess að útlista fyrir þjóðinni að hún ætti ekki annan kost en borga. Þjóðin hafði þær ráðleggingar að engu og hafði sigur. Nú er tilfinningalegt uppnám víða í sam­félaginu vegna þess hve uppgangur Framsóknar­flokksins er mikill í skoðanakönnunum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS