« 17. apríl |
■ 18. apríl 2013 |
» 19. apríl |
Frakkland: Stjórnvöld búa í haginn fyrir erlenda námsmenn
Franska ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar ráðstafanir sem miða að því að auðvelda erlendum námsmönnum að sækja sér menntun í Frakklandim, meðal annars kennslu á ensku. Markmiðið er að halda í við ríki á borð við Bandaríkin í keppni um bestu stúdenta í heimi.
Ný könnun í Svíþjóð á vegum hugveitunnar Forum för EU sýnir að Svíar eru illa að sér um ESB. Þótt Svíar hafi verið aðilar að ESB í næstum 20 ár telja aðeins 12% sig hafa góða vitneskju um þau mál sem sænsk stjórnvöld standa að innan ESB. Minnst er þekkingin meðal þeirra sem eru yngri en 40 ára aðein...
Þýska þingið samþykkir aðstoð við Kýpverja
Þýska þingið samþykkti fimmtudaginn 18. apríl neyðarlán til Kýpur. Ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara naut stuðnings frá stjórnarandstöðunni, jafnaðarmönnum og græningjum við afgreiðslu málsins. Um er að ræða 10 milljarða evru lán sem greitt verður á næstu tveimur árum að uppfylltum skilyrðum. ESB ...
Reyknesingar leiknir grátt í ESB-svikamyllu að sögn fyrrverandi þingmanns
Hjálmar Árnason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, ritar grein í Morgunblaðið fimmtudaginn 18. apríl þar sem hann lýsir dapurlegri reynslu af samskiptum við þá sem hafa tekið sér fyrir hendur að deila út ESB-fé hér á landi í skjóli ríkisstjórnar Samfylkingar og VG. Hjálmar segir ekki hverji...
Fyrsti fundur Arctic Circle í Reykjavík í október
Barents Observer gerir að umtalsefni tilkynningu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands í Washington DC sl. mánudag um að settur verði á stofn umræðuvettvangur, Arctic Circle, sem haldi fyrsta fund sinn í Reykjavík í október. Markmiðið sé að safna árlega saman þeim, sem hlut eiga að máli og auðvelda samskipti og samræður og uppbyggingu tengslanets um þróun Norðurslóða.
AGS: Hátt skuldastig fyrirtækja á Spáni og Portúgal stendur í veg fyrir uppsveiflu
Í nýrri skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem birt var í gær kemur fram, að hátt skuldastig skráðra fyrirtækja í Evrópu, sérstaklega í jaðarríkjum evrusvæðisins svo sem Spáni og Portúgal sé hindrun í vegi fyrir efnahagslegri uppsveiflu. Í skýrslunni kemur fram að skuldir hætti að vera viðráðanlegar þegar sjóðstreymi fyrirtækis dugi ekki til að standa undir kostnaði við skuldirnar.
Rússland: Valdabarátta í Kreml?-Stendur Medvedev höllum fæti?
Vísbendingar eru um valdabaráttu í Kreml og að Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, berjist fyrir pólitísku lífi sínu segir í frétt í Financial Times. Í gær var birt myndband, sem virðist hafa verið lekið, þar sem Pútín, forseti, ræðst á hóp, sem í voru ráðherrar fjármála, efnahagsmála og einstakra svæða svo og ríkisstjórar í héruðum Rússlands.
Ítalía: Samkomulagi um Marini sem forseta?
Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu, þ.e. flokkur Bersani og Frelsisflokkur Berlusconi segjast hafa náð samkomulagi um næsta forseta Ítalíu að því er fram kemur í Financial Times. Það er Franco Marini, sem er áttræður að aldri og er fyrrverandi forseti öldungadeildar ítalska þingsins. Kosning forseta fer fr...
Haldlaus rök fyrir ESB-viðræðunum - rýnt í Fréttablaðsgrein
Kannanir sýna að Evrópumálin eru ekki efst í huga kjósenda þegar þeir velta fyrir sér álitaefnum vegna þingkosninganna eftir 10 daga.
Eru framboðsfundir í sjónvarpssal skýring á lélegum árangri nýrra framboða?
Það er umhugsunarefni hvað nýju framboðunum gengur erfiðlega að ná sér á strik, gagnstætt því sem ætla mætti í ljósi almennrar óánægju kjósenda með stjórnmálin almennt. Er hugsanlegt að skýringarinnar sé að leita í framboðsfundum í sjónvarpssal?