Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Föstudagurinn 19. apríl 2013

«
18. apríl

19. apríl 2013
»
20. apríl
Fréttir

Frakkar vilja halda hljóð- og myndefni utan frí­verslunar við Bandaríkin

Frakkar munu ekki standa að frí­verslunarviðræðum ESB og Bandaríkjanna verði hljóð- og myndefni (audiovisual content) ekki haldið utan þeirra sagði Nicole Bricq, viðskipta­ráðherra Frakka, fimmtudaginn 18. apríl. Að því er stefnt að fulltrúar ESB og Bandaríkjanna muni innan fáeinna mánaða hefja viðræ...

Ársskýrsla Hagstofunnar afhjúpar ósannindi ráðherra og VG um aðlögunarstyrki frá ESB

Ársskýrsla Hagstofunnar fyrir árið 2012 var birt fimmtudaginn 18. apríl í leiðara Morgunblaðsins föstudaginn 19. apríl segir að skýrslan sé „athyglisverður vitnisburður um aðlögun íslenska stjórnkerfisins að Evrópu­sambandinu, þvert á fullyrðingar núverandi stjórnvalda og stjórnar­liða“. Í leiðara...

Fundur fimm ríkja um fiskveiðar á Norðurslóðum-Ísland ekki nefnt til sögunnar

Hinn 29. apríl n.k. koma fulltrúar fimm ríkja saman í Washington til þess að ræða fiskveiðar á Norðurslóðum að því er fram kemur á Barents Observer. Þetta eru sendimenn og sér­fræðingar frá Noregi, Danmörku, Kanada, Bandaríkjunum og Rússlandi. Í frétt vefmiðilsins kemur fram, að vegna hlýnunar og min...

Portúgal: Nýjar tillögur um niðurskurð kynntar

Ríki­stjórn Portúgal kynnti í gær nýjar tillögur um niðurskurð í opinberum útgjöldum, sem eiga að nema 800 milljónum evra eða um 0,5% af vegri landsframleiðslu. Tillögurnar eru settar fram í kjölfar úrskurðar stjórnlagadómstóls landsins fyrir skömmu um að vissir þættir í fyrri aðhaldsaðgerðum stæðust ekki stjórnar­skrá landsins.

Olli Rehn boðar slökun á aðhaldi

Evrópu­sambandið mun slaka á aðhaldspólitík sinni í því skyni að ýta undir hagvöxt segir Olli Rehn, efnahags­stjóri ESB. Irish Times, sem segir frá þessu segir að ummæli Rehn séu talin viðurkenning á því að fjárlagaaðgerðir í tengslum við neyðarlán til einstakra evruríkja hafi haft meiri áhrif á vaxta...

Ítalía: Lýðræðis­flokkurinn klofnaði við forsetakjör-Romano Prodi nýr frambjóðandi flokksins

Ítalska þinginu tókst ekki að kjósa forseta í gær. Lýðræðis­flokkurinn, sem er mið-vinstri flokkur og gert hafði samkomulag við Frelsis­flokk Berlusconis um að kjósa Franco Marini, áttatíu ára gamlan fyrrum forseta öldunga­deildar þingsins klofnaði við atkvæða­greiðsluna ekki sízt vegna andstöðu Renzi, borgar­stjóra í Flórens. Renzi sagði að Marini væri frambjóðandi frá síðustu öld.

Kýpur kemur þríeykinu á óvart með því að leggja samkomulagið fyrir þingið-ekki útilokað að það verði fellt

Stjórnvöld á Kýpur hafa komið þríeykinu, ESB/AGS/SE á óvart með því að ákveða að leggja skilmála vegna björgunarláns til Kýpur undir atkvæði í þingi Kýpur. Daily Telegraph segir að hætta sé talin á að samkomulagið verði fellt vegna vaxandi reiði bæði þingmanna og almennings. Stjónvöld segja að þingið verði að taka afstöðu til málsins.

Leiðarar

Nýlenduhugsunarháttur á ferð á Kýpur?

Í umfjöllun hér á Evrópu­vaktinni um Ísland og Evrópu­sambandið hefur við og við verið minnt á að kjarninn í því merka sambandi eru gömul nýlenduveldi í Evrópu, sem auðguðust á sínum tíma á því að fara ránshendi í krafti vopnavalds um auðlindir annarra þjóða, ekki sízt í Afríku, Miðausturlöndum og Asíu og að nokkru leyri í Ameríku.

Í pottinum

Varaformaður Samfylkingar­innar í Washington - tekur sér frí frá kosningabaráttunni

Eitt hið einkennilegasta við kosningabaráttu Samfylkingar­innar er árátta ráðamanna hennar að nota utanlandsferðir til að ganga í augu kjósenda eða að taka sér frí frá kosningabaráttunni. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar­innar, skrapp til Kaupmannahafnar á dögunum til að láta taka mynd af sér með Helle Thorning-Schmidt, forsætis­ráðherra og formanni jafnaðarmanna­flokksins.

Glundroðakenningin öðlast nýtt líf!

Það var athyglisvert að fylgjast með því hvernig Bjarni Benediktson, formaður Sjálfstæðis­flokksins, brauzt út úr herkví, sem hann var kominn í og sneri þar með við stöðu flokksins eins og nú liggur fyrir í þremur skoðanakönnunum. Hins vegar virðist svo sem hvorki formaður Samfylkingar né formaður VG hafi fundið nokkra leið til að gera slíkt hið sama.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS