« 20. apríl |
■ 21. apríl 2013 |
» 22. apríl |
Enn aukast óvinsældir Frakklandsforseta
Vinsældir François Hollandes Frakklandsforseta halda áfram að minnka þær drógust saman um sex prósentustig í apríl miðað við mars og eru nú 25% Frakka ánægðir með forsetann og er forsetinn óvinsælli tæpu ári eftir að hann var kosinn en Nicolas Sarkozy varð nokkru sinni á fimm ára forsetaferli sínum.
Svört skýrsla Citigroup um stöðu Grikkja og Kýpverja - Spánverjar og Ítalir í vítahring
Í nýrri greiningarskýrslu Citigroup (Citi) um stöðuna á Kýpur og Grikklandi er niðurstaðan sú að erfiðleikarnir við að fara að kröfum sem lúta að aðild að evru-samstarfinu verði svo miklir að bæði ríkin muni segja skilið við evruna. Í skýrslunni kemur fram að ótti á mörkuðum við fjármálalega stöðu landanna muni knýja á um nýjar og róttækar aðgerðir.
Kosovo: Serbar í Norður-Kosovo boða til mótmælafundar á morgun
Serbar í norðurhluta Kosovo segja að þeir muni ekki sætta sig við yfirstjórn frá Pristina, sem gert er ráð fyrir í nýjum samningi sem Evópusambandið hefur haft forgöngu um. Þeir segja að mikill mótmælafundur Serba verði haldinn um hádegisbil á morgun, mánudag í Kosovksa Mitrovica sem er borg í norðurhluta landsins. Samningurinn sem þeir eru að mótmæla var undirritaður í Brussel sl.
Ítalía: „Tutti a casa“!-Farið heim hrópuðu mótmælendur fyrir utan þinghúsið í Róm
Tutti a casa-Farið heim hrópuðu mótmælendur með kreppta hnefa fyrir utan þinghúsið í Róm, að sögn Deutsche-Welle. Þar var bæði ungt fók og heilu fjölskyldurnar. Fréttastofan segir að þar hafi verið margir stuðningsmenn Beppe Grillo en ekki bara þeir heldur líka vonsviknir stuðningsmenn Lýðræðisflokksin. Þeir kölluðu Bersani svikara.
Þekktur rússneskur vísindamaður, Nikolay Lavyorov, telur uppbyggingu Norðurslóða óframkvæmanlega án kjarnorkuvera og kjarnorkuknúinna ísbrjóta. Þetta kemur fram á Barents Observer. Hann segir hlýnun ekki verða nógu mikla. Áætlanir um ísbráðnun séu stórlega ýktar.
Danmörk: Mikill fjöldi fólks frá Austur-Evrópu leitar eftir vinnu-þrátt fyrir verulegt atvinnuleysi
Mikill fjöldi fólks frá löndum Austur-Evrópu leitar nú til Danmerkur þrátt fyrir að þar sé umtalsvert atvinnuleysi. Samtök vinnuveitenda í Danmörku telja þetta óviðunandi að sögn BerlingskeTidende í morgun. Á sama tíma flytur fólk frá öðrum Norðurlöndum eða Vestur-Evrópulöndum frá Danmörku til sinna heimaríkja, segir blaðið.
Observer: Minnkandi fylgi Verkamannaflokksins-Ukip vex enn-Íhaldsflokkur bætir við sig
Ný skoðanakönnun í Bretlandi, sem Observer birtir í dag sýnir minnkandi fylgi Verkamannaflokksns en vaxandi fylgi Ukip, (UK Independence Party). Fylgi Verkamannaflokksins er komið niður í 35% en Ukip er komið í 17%. Íhaldsflokkurinn bætir heldur við sig og er nú í 29%. Frjálslyndir eru í 8%. Obse...
Stundum tekur baklandið í flokkunum völdin við stjórnarmyndun
Hér og þar má sjá vangaveltur um ríkisstjórnarmyndun að kosningum loknum. Háskóli Íslands hefur efnt til fundar um málið og stjórnmálamenn eru spurðir í fjölmiðlum. Að sjálfsögðu er ekkert að marka neitt af þessu. Í svona málum halda menn spilunum þétt að sér þar til eftir kosningar. Svo eru það ekki alltaf forystumenn flokkanna, sem ráða ferðinni. Stundum tekur baklandið völdin.