Laugardagurinn 25. júní 2022

Miðvikudagurinn 24. apríl 2013

«
23. apríl

24. apríl 2013
»
25. apríl
Fréttir

AFP-fréttastofan telur að Íslendingar feti í fótspor Norðmanna og Svisslendinga - gangi ekki í ESB þrátt fyrir aðildar­viðræður

Aðalsteinn Leifsson, kennari við Háskólann í Reykjavík, segir við AFP-fréttastofuna að ein af ástæðunum fyrir því að ESB-aðildar­viðræðurnar hafi dregist á langinn sé andstaða VG við þær innan ríkis­stjórnar­innar.

Ítalía: Enrico Letta falið að mynda ríkis­stjórn

Þess er vænst að Enrico Letta verði næsti forsætis­ráðherra Ítalíu en Giorgio Napolitano Ítalíu­forseti fól honum miðvikudaginn 24. apríl að mynda ríkis­stjórn eftir tveggja mánaða stjórnar­kreppu. Enrico Letta (f. 1966) er varaformaður Lýðræðis­flokksins (mið-vinstri). Hann var kjörinn á ítalska þingið...

Kínverjar vilja fjárfesta í stórskipahöfn í Arkhangelsk

Kínverjar hafa áhuga á að fjárfesta í stórskipahöfn í Arkhangelsk í Rússlandi. Þeir hafa líka lýst áhuga á að fjárfesta í járnbrautarkerfi frá Hvítahafi til Komi til Uralfjalla. Stórskipahöfn í Arkhangelsk væri eðlilegur endapunktur slíks samgöngunets að því er vararíkis­stjórinn í Arkhangelsk-héraði, Aleksey Alsufyev segir.

Reuters: Er rödd Frakklands að þagna?

Reuters-fréttastofan spyr í dag hvort rödd Frakklands í málefnum Evrópu sé að þagna. Haft er eftir forstöðumanni hugveitu í Brussel að Frakkland hafi smátt og smátt verið að hverfa. Aðrir viðmælendur Reuters segja að rödd Frakklands heyrist ekki lengur. Frakkar séu hvergi. Reuters minnir á í þessu samhengi að Frakkland hafi ásamt Þýzkalandi verið kjarninn í samstarfinu innan Evópu­sambandsins.

Ítalía: Forsetinn tilnefnir forsætis­ráðherraefni í dag

Gert er ráð fyrir að Giorgio Napolitano, endurkjörinn forseti Ítalíu, tilnefni forsætis­ráðherraefni í dag, sem fái það hlutverk að mynda nýja ríkis­stjórn,sem talið er að muni njóta stuðnings bæði frá vinstri og hægri. Sá sem líklegastur er til að verða til­nefndur er Giuliano Amato, fyrrum forsætis­ráðherra, sem er sósíalisti og er að verða 75 ára. Forsetinn sjálfur er 87 ára.

Leiðarar

Er einhver á móti því að þjóðin hafi síðasta orðið um það hvort viðræðum verði haldið áfram?

Það voru grundvallar­mistök hjá Samfylkingu og Vinstri grænum að efna ekki til þjóðar­atkvæða­greiðslu á árinu 2009 um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópu­sambandinu.

Pistlar

ESB-aðlögun: Virka peningarnir?

Eitt af því sem fylgdi umsókn Íslands um aðlögun að ESB, var að hér mætti ástunda flest það sem mögulegt væri til að auka stuðning við aðild. Athyglisvert er að íslensk stjórnvöld óskuðu sérstaklega eftir aðstoð við að sannfæra landsbúa um ágæti aðildar. Sem segir að stjórnvöld höfðu ekki trú á að þau „tækifæri“ sem fælust í aðild dygðu til að sannfæra landsmenn.

Í pottinum

Eiga Rio Tinto og Alcoa að hafa leyfi til að reka áróðursstarfsemi á Íslandi í krafti mikilla fjármuna?

Bjarni Harðarson, frambjóðandi Regnbogans hafði auðvitað rétt fyrir sér í því í sjónvarpsumræðunum í gærkvöldi, að það er sjálfsagt og eðlilegt að aðildarsinnar og andstæðingar aðildar takist á hér heima fyrir en óeðlilegt með öllu að erlent ríkjabandalag geti blandað sér í kosningabaráttuna á Íslandi með þeim hætti sem gert hefur verið í gegnum starfsemi Evrópu­stofu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS