« 25. apríl |
■ 26. apríl 2013 |
» 27. apríl |
Karin Enström, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur harðlega gagnrýnt leka úr trúnaðargögnum sænska hersins um viðbragðsstöðu sænska varnarkerfisins eftir skýrt var frá því í vikunni að Rússar hefðu sent tvær sprengjuvélar nálægt sænskri lofthelgi.
Franskir sósíalistar vilja meiri hörku gegn Merkel vegna „sjálfselsku“ hennar
Flokkur franskra sósíalista sem stendur að baki François Hollande forseta hefur kynnt tillögu þar sem vegið er að Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir að sýna „sjálfselsku“ með kröfunni um aðhald til að leysa skuldakreppuna innan ESB. Föstudaginn 26. apríl birtu franskir sósíalistar tillögur um E...
Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir heimild stórþingsins til að verja 13 milljörðum norskra króna (260 milljörðum ISK) til kaupa á orrustuþotum.
Qatar: Styttur af nöktum Olympíuleikmönnum valda vandræðum
Í Qatar við Persaflóa vildu yfirvöld efna til sýningar um sögu Olympíuleikanna frá fornöld til okkar daga.
Spánn: Átök við þinghúsið-29 særðust
Til átaka kom í gær í Madrid á milli mótmælenda og lögreglu fyrir framan þinghúsið. Flöskum var kastað og lögregla beitti kylfum. Ríkisstjórn Spánar kynnir í dag nýjar efnahagsaðgerðir. Talið er að um 1000 aðgerðarsinnar hafi safnast saman. El País segir í morgun að 29 hafi særst og af þeim séu 14 lögreglumenn. "
Grikkland: Starfsfólk sveitarstjórna mótmælir áformuðum uppsögnum
Starfsmenn sveitarstjórna og svæðisstjórna á Grikklandi lögðu niður vinnu í morgun, föstudagsmorgun og gerðust þar með þátttakendur í 24 klukkutíma verkfalli til að mótmæla áformuðum uppsögnum hjá sveitarstjórnm og svæðisstjórnum. Starfsmennirnir ganga frá vinnu kl.
NYTimes: Þýzkaland stefnir í efnahagslegan samdrátt
Þýzkaland stefnir í efnahagslegan samdrátt að mati New York Times.
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, sagði í fyrradag, fimmtudag, að staðan í efnahagslífi Þýzkalands kallaði á hækkun vaxta á sama tíma og evruríkin í Suður-Evrópu kalla eftir lægri vöxtum. Financial Times segir að þessi afskipti kanslarans af væntanlegri vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu í næstu viku sé mjög óvenjuleg en undirstriki ólíka hagsmuni evruríkja í norðri og suðri.
Þáttaskil-en baráttunni er ekki lokið
Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þingkosningarnar á morgun leiði til þáttaskila í aðlögunarferlinu að ESB, sem staðið hefur yfir í fjögur ár. Allt bendir til að þeir flokkar, sem vilja stöðva aðlögunaferlið fái þingstyrk til þess. Jafnframt er ljóst að fari svo verður það þjóðin sjálf, sem verður spurð hvort hún vilji hefja það ferli á ný.
Geta nýir valdhafar á Íslandi eitthvað lært af Pútín?
Stjórnmálamenn leita margvíslegra leiða til þess að komast í samband við fólk en með misjöfnum árangri. Yfirleitt hefur ekki verið hægt að leita til Rússlands sem fyrirmyndar í þessum efnum en nú er ljóst að Pútín, Rússlandsforseti hefur fundið upp athyglisverða aðferð sem nýir valdamenn á Íslandi ættu kannski að taka sér til fyrirmyndar og prófa.